Kennarar í nýju myndbandi Damien Rice


Þriðjudaginn 23. september síðast liðinn voru nokkrir af kennurum skólans ráðnir til þess að dansa í nýju myndbandi, hins ástsæla írska söngvara, Damien Rice. Lag hans “The Blower’s Daughter” hefur löngum átt miklum vinsældum að fagna og heyrist enn á öldum ljósvakans.

Ný plata er væntanleg frá honum seint í byrjun næsta árs og á umrætt myndband að fylgja einu af lögunum eftir. Myndbandið var tekið upp í Bláa Lóninu og spila dansararnir stórt hlutverk í þessu mjög listræna verkefni. Voru þeir málaðir svartir frá toppi til táar og áttu í miklum hlutverkaleik, sem þeir skiluðu í gegnum dansformið.  Damien var hæstánægður með frammistöðu þeirra og var mikið fjör á tökustað. Þeir kennarar sem dönsuðu í myndbandinu eru þær Bergdís Rún Jónasdóttir, Dóra Júlía Agnarsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Katrín Eyjólfsdóttir sem hefur einnig starfað sem kennari hjá skólanum var auk þess ráðin í verkefnið ásamt dönsurunum Ellen Margrét Bæhrenz og Þórey Birgisdóttir.

Myndbandið er væntanlegt í lok þessa árs, til stuðnings á einu af fyrstu útgefnu lögum plötunnar. Myndbandið mun birtast á heimsvísu og hlökkum við mikið til þess að sjá það birt.

Kennarar og nemendur dansandi í Latabæ

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að barnasýningin, Ævintýri í Latabæ, er nú sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Um umfangsmikla sýningu er að ræða og hefur hún fengið lof gagnrýnenda að undanförnu. Söng- og dansnúmer eru fjölmörg og af alls kyns toga. Þar er farið inn á marga mismunandi dansstíla í takt við tónlist sem samin er af Mána Svavarssyni, tónlistarhöfundi Latabæjar. Sýningunni er leikstýrt af Magnúsi Scheving og Rúnari Frey Gíslasyni.

Þetta verkefni stendur okkur nærri þar sem tveir af kennurum skólans og þrír af nemendum skólans taka þátt í sýningunni. Þar að auki er Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans, danshöfundur sýningarinnar. En Stella hefur starfað sem danshöfundur Latabæjar frá árinu 2011. Kennarar og nemendur skólans eru í hlutverki dansara en eru það kennararnir Jóna Kristín Benediktsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir sem um ræðir. Jóna Kristín er fastur kennari á haustönn en Katrín er við afleysingar þessa önnina. Nemendur skólans eru þau Jasmín Dúfa Pitt, Hilmar Steinn Gunnarsson og nýr nemendi skólans, Brynjar Dagur Albertsson. Þess ber að geta að Jasmín deilir hlutverki Sollu Stirðu með frænku sinni Melkorku Davíðsdóttur Pitt og fer með það hlutverk þegar svo ber undir.

Skólinn leggur mikið upp úr því að bjóða upp á tækifæri fyrir dansara skólans og erum við stolt af því að bæði kennarar og nemendur skólans taka þátt í þessu metnaðarfulla og flotta verkefni.

 

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2434,2435,2437,2438,2439″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá myndir af dönsurum í ferlinu“][/vc_column][/vc_row]

Samstarf við Fimleikasamband Íslands

Það gleður okkur að tilkynna að Dansstúdíó World Class hefur farið í samstarf við Fimleikasamband Íslands varðandi Opnunarhátíð á Evrópumóti í hópfimleikum sem haldið er hér á Íslandi, dagana 15.-18. október. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur verið haldinn hér á landi. Óskað er eftir þátttöku þeirra nemenda dansskólans í aldurshópum 13-15 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt í opnunarhátíð mótsins. Fer hún fram miðvikudaginn 15. október kl.17.00.

Dansskólinn miðar að því að bjóða upp á eftirsótt og skemmtileg dansverkefni fyrir nemendur okkar. Þetta er því frábært tækifæri fyrir áhugasama dansara skólans. Opnunarhátíð Evrópumótsins er stórt og viðamikið verkefni með yfir 300 þátttakendur, bæði fimleikafólk, samkvæmisdansarara, parkour iðkendur og núna dansara frá dansskólanum okkar. Þarna fléttast saman fimleikar í dýnustökkum, dans, parkour stökk og samkvæmisdans í mikilli ljósadýrð sem keyrt er af starfsmönnum Exton, hljóð- og ljósaleigu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikinn metnað í verkefnið.

Þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: dwc@worldclass.is, með neðangreindum upplýsingum:

Fullt nafn nemanda
Símanúmer nemanda
Netfang nemanda
Nafn foreldris
Símanúmer foreldris
Netfang foreldris

Athugið: Senda þarf inn skráning fyrir fimmtudaginn 2. október.

Fyrir áhugasama þá er allt um mótið að finna á heimasíðu þeirra:
http://teamgym2014.is

 

Prufutímar

 

Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á haustönn. Vikuna 8. – 13. september geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.

Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.

Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.

Sjáumst í danstíma!

 

Skráning aldrei meiri

Skráning á haustönn er í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að tryggja sér pláss hið fyrsta. Allir danshópar takmarkast við ákveðinn nemendafjölda og því er ekki hægt að ganga að því vísu að enn verði laus pláss eftir helgi. Það er spennandi dansár framundan og hlakka kennarar skólans til að taka á móti nýnemum sem og öðrum föstum nemendum skólans í næstu viku.

Allar upplýsingar um danshópa og starfsemi skólans er að finna hér á síðunni. Ef einhverjum fyrirspurnum er ósvarað þá hvetjum við alla til þess að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.

Árleg myndataka skólans

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“2378″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Það er árlegur viðburður innan dansskólans að efla til myndatöku á haustin. Stefna skólans er að gera nemendur sýnilega í öllu kynningarefni fyrir dansnámið. Á hverju ári taka nokkrir nemendur þátt í þessu verkefni með okkur og er alltaf um æðislega skemmtilegan dag að ræða. Nemendum gefst þá tækifæri á að hitta nemendur í öðrum danshópum sem og nemendur sem sækja danstíma í öðrum stöðvum en þeir sjálfir. Frábær stemmning skapast því á tökustað þar sem nemendur og foreldrar njóta félagsskaps hvers annars og dansfjölskyldan okkar verður sterkari fyrir vikið.

Hér að neðan má bæði sjá þessar frábæru myndir úr myndatökunni sem og myndbrot sem sýnir hvað fer fram á bakvið tjöldin á tökustað.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2361,2362,2367,2366,2365,2364,2363,2369,2368,2370,2371,2372,2377,2376,2413,2412,2411,2410,2409,2408,2407,2406,2405,2404,2403,2416,2395″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Justin Timberlake leikur

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Í tilefni af því að Justin Timberlake, poppstjarna og dansari, er á leið til landsins þá höfum við hjá dansskólanum eflt til sérstaks „JT leiks“. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er um frábæra dansskemmtun að ræða.

Leikurinn snýst einfaldlega um það að smella „læki“ á Like síðu skólans á Facebook, deila myndinni sem þar er að finna og tag-a þann sem þú myndir bjóða mér þér á tónleikana. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út í hádeginu á laugardaginn kemur, þann 23. ágúst. Í boði eru 2 miðar í stúku á stórtónleikana í Kórnum í Kópavogi, sunnudaginn 24. ágúst. Það er því til mikils að vinna.

Myndina sem á að deila er að finna hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hvetjum alla nemendur okkar, fjölskyldu, vini eða ættingja til þess að taka þátt í leiknum og freista gæfunnar. Sjón er sögu ríkari og getum við lofað frábærri skemmtun.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_facebook type=“standard“][/vc_column][/vc_row]

Spennandi haustönn framundan

Það er spennandi önn framundan hjá dansskólanum og hefst haustönn formlega þann 8. september næst komandi. Skólinn hefur stækkað ört á síðustu misserum og er hann nú annars stærsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn skólans eru stoltir af því og þeim framförum sem nemendur okkar hafa tekið að undanförnu. Því ríkir mikil eftirvænting eftir því að hefja dansnámið af fullum krafti að nýju.

Haustönn 2013 innleiddum við nýja kennsluskrá sem er að erlendri fyrirmynd en allir danshópar fá nú til sín gestakennara í tvær vikur á tímabilinu. Gestakennarar koma inn í alla hópa og kenna aðra dansstíla en fastir kennarar einblína á og veita nemendum innsýn og kennslu í þeim fræðum sem tengjast viðkomandi stíl. Þannig eykst fjölbreytni nemenda og dýpkar skilning þeirra á líkamanum og virkni hans í senn. Nemendur og foreldrar voru hæstánægðir með þetta skipulag síðasta haust og er það mikið ánægjuefni fyrir aðstandendur og skipuleggjendur skólans.

Á haustönn fara ávallt fram tveir stórir viðburðir innan skólans en það er dansbikarkeppnin DanceOff, Jólaballið og að sjálfsögðu myndbandið Jólakveðjan sem tekin er upp í tengslum við Jólaballið í lok annarinnar. Auk þess er um aðra minni viðburði að ræða og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.

Tilhlökkun og eftirvænting er mikil og er skráning hafin hér á heimasíðu og í næstu World Class stöð. Við hvetjum ykkur til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta þar sem um takmarkað pláss er að ræða í hópa og getum við ekki tekið frá pláss. Biðlistar eru hins vegar opnir og til taks er hópar fyllast.

Hlökkum til að taka á mót nemendum og nýnemum í september.

Haustönn hefst 8. september

 

Við erum nú á fullu í að undirbúa komandi haustönn. Fylgist með hér á síðunni um miðjan ágúst. Formleg skráning hefst 21. ágúst.

Frí 1. maí

 

 

Í dag, 1. maí, fara engir danstímar fram samkvæmt stundatöflu. World Class stöðvar eru lokaðar og hvetjum við nemendur okkar til að njóta hækkandi sólar og tilkomu sumarsins með vinum og vandamönnum í dag. Við sjáumst svo hress í næstu viku.