OPNIR PRUFUTÍMAR Í NÆSTU VIKU

Í næstu viku hefst haustönn og býður dansskólinn af því tilefni í opna prufutíma í danshópum okkar. Þá gefst áhugasömum kostur á að koma og prófa einn tíma hjá skólanum að kostnaðarlausu. Ef þú hefur áhuga á að koma í prufutíma sendu okkur þá póst á dwc@worldclass.is og við munum skrá nafn þitt hjá okkur og sjá til þess að þér verði hleypt inn í tímann.

Tilgangur prufutíma er að veita áhugasömum dönsurum innsýn í danstíma hjá skólanum. Einstaklingar geta þá sótt tíma og ákveðiði í framhaldinu hvort þeir vilji skrá sig í áframhaldandi dansnám. Við hvetjum alla til þess að nýta sér prufutímana og mæta til okkar í næstu viku. Kennara hlakkar mikið til að sjá sem flesta og munu taka vel á móti öllum þeim sem mæta.

Prufutímar fara fram í öllum danshópum, í öllum stöðvum World Class, vikuna 9.-14. september. Hafðu samband við okkur á tölvupósti og skráðu þig í prufutíma.

Sjáumst í danstíma!

15% afsláttur um helgina á Hausthátíð

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1191″ img_link_target=“_self“ img_size=“465×438″][vc_column_text]

Hausthátíð World Class fer fram á laugardaginn kemur, nánar tiltekið 31.ágúst. Hátíðin fer fram í Laugum milli kl.14.00-17.00 og verður þar margt um að vera fyrir alla fjölskylduna. Má nefna dansatriði frá dansskólanum, tónlistaratriði, Nike tískusýningu, andlistsmálningu og léttar veitingar í boði Laugar Café. Auk þess mun opið hús eiga sér stað alla helgina og verður frítt inn í stöðvar World Class. Ýmsir kaupaukar eru í boði og fellur starfsemi dansskólans þar undir. Veittur verður 15% afsláttur af námskeiðsgjaldi á haustönn alla helgina. Tilboðið gildir einungis við skráningu í World Class stöð, ekki rafrænt á heimasíðu. Við hvetjum alla til þess að koma við í einhverri af stöðvum World Class um helgina og ganga frá skráningu á haustönn.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Skráning er hafin

Skráning er nú hafin á haustönn og hlakkar okkur mikið til að hitta alla nemendur okkar aftur eftir langt sumarfrí. Eins hlakkar okkur mikið til að hitta allt nýja fólkið sem ætlar að hefja dansnám hjá okkur í haust. Við tökum bæði á móti byrjendum og framhaldsnemendum enda erum við með 20 danshópa í boði á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem hólfast niður eftir aldri. Allir ættu því að finna hóp við sitt hæfi.

Eins og áður þá er margt spennandi um að vera og hvetjum við alla til þess að kynna sér vel framboð á danstímum og önnur verkefni sem skólinn stendur fyrir hér á síðunni.

Ef eitthvað er óljóst og spurningar vakna þá endilega hafið samband við okkur í s. 553 0000 eða á neðangreint netfang:
dwc@worldclass.is

Sjáumst í danstíma!

Velkomin á nýja heimasíðu!


Velkomin á glænýja heimasíðu Dansstúdíó World Class. Mikil vinna liggur að baki síðu sem þessari og erum við hjá skólanum í skýjunum með að hún hafi nú litið dagsins ljós. Sérstakar þakkir fá þau Bent Marinósson, Inga Wessman og Rakel Tómasdóttir fyrir vinnu sína að nýrri og bættri heimasíðu.

Með þessari síðu hefur okkur tekist að sameina alla þá samfélagsmiðla sem dansskólinn notast við dags daglega. Hér geturðu tengst beint inn á YouTube, Twitter, Instagram og Facebook síðu skólans. Við erum dugleg við að setja inn nýtt efni og því hvetjum við nemendur, foreldra og aðra áhugasama um starfsemi skólans til þess að fylgja okkur á umræddum miðlum. Í byrjun ágúst mánaðar fengum við nokkra af nemendum skólans til liðs við okkur og stóðum fyrir myndatöku fyrir síðuna. Viljum við þakka þeim enn og aftur fyrir samveruna og þátttökuna.

Hér er heimasíðunni má finna allar upplýsingar sem snerta skólann og dansnámið sem boðið er upp á. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur starfsemina nánar hér á síðunni.

Haustönn hefst 9. september!

 

 

Nú er sumarið senn að líða og styttist óðum í að dansnám skólans fari af stað. Haustönn hefst mánudaginn 9. september. Dansstúdíó World Class er dansskóli sem býður upp á metnaðarfullt dansnám í mörgum dansstílum með ríkri áherslu á tækni. Hvort sem það er í klassískum dansi eða street dönsum. Kennarateymið okkar býr að mikilli reynslu í dansi og eru sérhæfðir í mismunandi dansstílum. Þeir eru ólmir í að miðla þekkingu sinni til nemenda og því er mikil eftirvænting innanhúss eftir því að haustönn hefjist. Námskeiðin eru fyrir allan aldur, frá 4 ára og upp úr. Skólinn hefur farið stækkandi síðustu ár í öllum aldursflokkum og tökum við öllum nýjum nemendum fagnandi. Við erum ein stór fjölskylda og hlökkum til að taka á móti öllum núverandi nemendum okkar eftir sumarið, sem og nýjum.

Skráning er hafin hér á síðunni og er mögulegt að ganga beint frá skráningu rafrænt. Einnig er hægt að hafa samband í s. 553 0000 eða koma við í næstu World Class stöð og ganga frá skráningu í afgreiðslu.

Sjáumst í tíma!

Jólaball 2013



Jólaball DWC mun fara fram í fyrsta skipti í ár. Mun það eiga sér stað fyrsta laugardaginn í desember, þann 7. desember.

Jólaandinn verður í hágvegum hafður og piparkökur og heitt súkkulaði á boðstólnum. Jólasveinninn mætir á svæðið, dansað verður í kringum jólatréð og danshópur DWC kemur fram. Allir nemendur skólans eru velkomnir ásamt foreldrum, vinum og vandamönnum.

Nánari upplýsingar síðar