Thriller Dansdagur

DWC ætlar að hefja nýja röð af viðburðum í þeim tilgangi að kynna nemendur skólans fyrir þekktum sögulegum kóreógrafíum. Fyrsti viðburðurinn fer fram sunnudaginn 5. mars næstkomandi í World Class í Kringlunni. Viðburðurinn er opinn öllum nemendum skólans og fer fram milli klukkan 14:00 og 16:00.

Nemendur koma til með að læra hina þekktu Thriller rútínu sem Michael Jackson gerði heimsfræga á sínum tíma. Dansinn verður tekinn upp eftir kennsluna og við endum þetta svo á pizza-veislu í samstarfi við Domino’s.

SKRÁNING
Skráning fer fram á netfangi skólans, dwc@worldclass.is, fyrir föstudaginn 3. mars 2017.

Ekkert vetrarfrí hjá DWC!

Allar æfingar fara fram í vikunni samkvæmt tímatöflu hjá dansskólanum. Það er ekki gert hlé á dansæfingum samhliða vetrarfríi í skólum.

Allir danshópar skólans eru á fullu í að undirbúa nemendasýningu að svo stöddu en nemendasýningar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 18. og 21. mars.

Skipulag er eftirfarandi:
Laugardagurinn 18. mars
Allir danshópar í Egilshöll, Smáralind og Ögurhvarfi.

Þriðjudagurinn 21. mars
Allir danshópar í Laugum, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.

Miðasala hefst á tix.is í mars.

DANSPRUFUR Á MORGUN

Við minnum á að dansprufur fyrir danshópa DWC fara fram á morgun laugardag, 27. janúar, í World  Class í Laugum.

Yngri prufur : kl.13.00-15.00
Mæting kl.13.45
11-13 ára
Fæðingarár: 2004-2006

Eldri danshópur: kl.15.00-17.00
Mæting kl.14.45
14-18 ára
Fæðingarár: 1999-2003

Skráning er í fullum gangi á dwc@worldclass.is
Sendu okkur nafn, fæðingarár og danshópinn sem þú æfir með

Mæta þarf með útprentað portfolio í prufurnar með mynd af þér og upplýsingum um nafn, aldur og danshóp.

DANSPRUFUR FYRIR PÁL ÓSKAR

Páll Óskar og Sena Live standa fyrir risa útgáfutónleikum í Laugardalshöll í september. Stella Rósenkranz, deildarstjóri DWC, er danshöfundur tónleikanna og listrænn stjórnandi ásamt Páli Óskari. Við viljum sjá alla dansara á Íslandi sem hafa náð 18 ára aldri og eru með reynslu. Við leitum að fjölhæfum dönsurum með mismunandi bakgrunn í dansi. Hvort sem þú ert búinn að mastera klassíska dansstíla eða street dansa, komdu og taktu þátt í frábæru verkefni sem er einstakt tækifæri fyrir íslenska dansara. Allir velkomnir!

Ætlunin er að gera tónlistarsýningu af stærðargráðu sem aldrei hefur áður sést frá íslenskum listamanni. Ef þú fílar live tónleika með Justin Bieber, Beyoncé, Michael Jackson þá eru  þá gæti þetta verið verkefni fyrir þig.

HVENÆR FARA PRUFUR FRAM
Dansprufur fara fram í World Class í Laugum, sunnudaginn 5. febrúar, kl.13.00.
Allir dansarar þurfa að mæta með útprentað portfolio með sér í prufurnar sem inniheldur neðangreindar upplýsingar:
Mynd, Nafn, Aldur, Reynslu

ALDURSTAKMARK
18 ára – allir fæddir 1999 og eldri.

SKRÁNING
Skráðu þig í dansprufur með því að smella á þennan link hér:
bit.ly/dansarar

DWC aldrei vinsælla!

Danshópar í dansám skólans hafa aldrei fyllst jafn hratt. Við tökum því fagnandi og þökkum frábærar viðtökur. Enn er laust pláss í einhverja hópa og viljum hvetja alla dansara og foreldra þeirra til þess að tryggja ykkur pláss hið fyrsta. Margir hópar eru nú þegar orðnir fullir og við höfum opnað fyrir biðlista í þá hópa. Til þess að skrá þig á biðlista þá sendirðu tölvupóst á netfangi skólans, dwc@worldclass.is. Við munum gera allt sem við getum til þess að koma þér að.

Vorönn hefst á morgun, mánudaginn 9. janúar. Það eru fríir prufutímar fyrir þá sem vilja prófa dansnámið en ekki er hægt að ganga út frá því að enn verði laust í hópana í lok vikunnar.

Hlökkum til að hefja nýtt og spennandi dansár!

 

 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er kominn!

 

 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er loksins kominn í gegn!

Nú er hægt að ganga frá skráningu rafrænt og ráðstafa frístundastyrknum.

Ráðstöfun frístundastyrks: worldclass.felog.is

Ef vafi leikur á hvernig skráning fer fram, þá viljum við benda ykkur á leiðbeiningar hér:  http://dansstudioworldclass.is/greidslur/
.

Jólakort DWC

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“5555″ img_link_target=“_self“ img_size=“3352 × 1510″][vc_column_text]

Árlega Jólakortið okkar er komið út en yngri danshópur skólans tók það upp í tengslum við Jólasýninguna.

Við vonum að dansfjölskyldan njóti hátíðanna.

Jólamyndbandið má finna hér að neðan:

Gleðileg jól!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

DWC x GKR

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Dansskólinn hefur gefið út nýtt myndband með dansaranum Eydísi Jansen. Hún er 13 ára og er meðlimur og í eldri danshóp skólans.

Eydís tók þátt í DanceOff Dansbikar, danskeppni skólans, í byrjun nóvember og sigraði í einstaklingskeppni í flokki 13-15 ára. Atriðið hennar vakti mikla lukku á meðal áhorfenda sem og á samfélagsmiðlum. Hún dansaði við lagið Tala Um með tónlistarmanninum GKR. Myndband frá keppninni vakti það mikla athygli á samfélagsmiðlum að GKR hafði samband við skólann. Í framhaldinu var ráðist í upptökur og er afraksturinn að finna hér að neðan.

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video link=“https://www.youtube.com/watch?v=hQ9eaSjt6v8″][/vc_column][/vc_row]

Forskráning er hafin!

Forskráning er hafin á vorönn 2017!

Forskráningartilboð er nú í gangi fram að Þorláksmessu. Forskráningu lýkur á miðnætti þann 22. desember. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta ykkur það. Skráning fer fram á heimasíðu skólans, www.dwc.is og í öllum World Class stöðvum í s. 553 0000.

DANSHÓPAR FYLLAST
Við vekjum athygli á því að takmarkað pláss er í danshópana en við höfum takmarkað plássið enn meira frá því á haustönn. Biðlistar munu því myndast fljótt og við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur pláss í tæka tíð. Við munum ekki geta bætt við fleiri hópum þegar hóparnir fyllast.

VORÖNN
Vorönn er byggð á lotukerfinu en það eru þrjár lotur. Lota 1 er 4 vikur, Lota 2 er 6 vikur og Lota 3 er 2 vikur. Nemendasýning skólans fer fram í Borgarleikhhúsinu dagana 18. og 21. mars. Danshópum verður skipt niður á sýningardaga og munum við tilkynna skiptinguna í byrjun febrúar.

Skipulag er með sama hætti og á haustönn, hver danshópur fær nýjan danskennara í hverri lotu.

NÝTT! Valtímar í Acro 
Nú býðst nemendum sem sækja valtíma, þ.e. þriðja tímann á viku, að fara tvisvar sinnum yfir önnina á Acro námskeið. Þeir tímar fara fram í Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabænum. Við erum að vinna að samstarfi við öll önnur fimleikafélög og verður boðið upp á fasta Acro tíma í töflu á Vornámskeiði í apríl.

FRÍSTUNDASTYRKIR
Við erum aðilar að frístundastyrkjum og er hægt að greiða fyrir námskeiðið með því að ráðstafa því. Hægt er að greiða með styrknum fyrir árið 2016, ef þið eigið hann ennþá inni. Þið gangið frá skráningunni í gegnum neðangreinda slóð:
https://worldclass.felog.is/

Ef þið lendið í vandræðum þá er leiðbeiningar að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/greidslur/

STYRKUR 2017
Styrkur 2017 verður ekki virkur fyrr en eftir áramót. Ef foreldrar vilja ekki bíða með skráningu fram yfir áramótin þurfa þau að fylla út blað sem er í fylgiskjali og senda það með tölvupósti til okkar eða koma með það í afgreiðslu Laugar.

Eftir áramót höfum við samband við foreldra til að minna á að rástaða styrknum. Því er nauðsynlegt er að á blaðinu komi fram netfang og símanúmer.

Hlökkum til að hitta alla nemendur skólans á sunnudaginn í Gamla Bíó. Vonums til þess að sjá sem allra flesta.

Sjáumst þá 🙂

Jólatónleikar DWC

Við erum spennt að halda okkar fyrstu tónleika, sunnudaginn 18. desember, með GKR, Glowie og Emmsjé Gauta.Tónleikarnir fara fram í Gamla Bíó kl.14.00-16.00 og eru allir velkomnir. Tónleikarnir eru fyrir nemendur DWC og alla vini þeirra og dansunnendur.

Við erum stolt af því að hafa fengið nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins til liðs við okkur og hlökkum til að hitta dansfjölskylduna okkar einu sinni enn fyrir jólin. GKR er í miklu uppáhaldi hjá unglingadeild skólans alveg eins og Glowie hjá yngri deildinni. Vinsældir Emmsjé Gauta eru rosalegar um þessar mundir og því er ljóst að það verður góð stemning á sunnudaginn!

Aðrar uppákomur eru:
– Merch sölubás – Emmsjé Gauti
– ‘Mitt Andlit’ sölubás – tilboðsverð 3.900 kr.
– DWC Merch Gjafaleikur – munum gefa nokkrar DWC peysur
– Photo Booth myndaleikur

FRUMSÝNING
Við munum einnig frumsýna nýtt jólamyndband með yngri danshóp skólans.

Miðaverð 2000 kr.
Greitt in við hurð!

Hér er að finna beinan link á viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1837092363247039/