Við veitum þér tækifærin!

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4673″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

‘Við veitum þér tækifærin’ er herferð í viðtals formi þar sem þrír af meðlimum eldri danshóps skólans deila upplifun sinni á dansskólanum. Dansskólinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á að opna dyr fyrir nemendur skólans og veita þeim tækifæri til þess að koma fram og taka þátt í verkefnum innan hans sem utan. Tengslanet okkar er stórt og hafa nemendur fengið að taka þátt í verkefnum með þekktum tónlistarmönnum, auglýsingum, leikritum og öðrum stórum verkefnum.

Tilgangurinn er einnig að sýna aðrar hliðar af dönsurunum okkar og leyfa nemendum skólans að sjá þá í öðru ljósi en eingöngu í dansmyndböndum. Danssamfélagið okkar er alltaf að stækka meira með hverju árinu og eflast enn frekar. Danssamfélagið okkar samanstendur af frábærum einstaklingum sem leggja sig alla fram í hverjum einasta danstíma sem þau sækja og deila ástríðu sinni á dansi með samnemendum sínum í öllum danshópum.

Við erum stolt af árangri nemenda okkar og hlökkum til að halda áfram að sjá þá vaxa á komandi dansári.

Hér að neðan má sjá öll viðtölin sem hafa verið gefin út í þessari herferð.

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/3″][vc_video title=“ARNA BJÖRK“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=FuR7gG7axv4&feature=youtu.be“][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_video title=“EYDÍS JANSEN“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=G_cwoGZabcE“][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_video title=“MARÍA HÖSKULDS“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=JADdCGaTa4Y“][/vc_column][/vc_row]

Hefjum danskennslu í Breiðholti og Smáralind 3. október

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“4663″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Það gleður okkur að tilkynna að World Class opnar tvær nýjar stöðvar á haustönn. Báðar stöðvarnar eru glænýjar og eru staðsettar í Breiðholti og Smáralind. Boðið verður upp á dansnám á báðum stöðum um leið og þær opna þann 3. október. Boðið verður upp á 9 vikna dansnám frá opnun.

Það er hægt að ganga frá skráningu á 9 vikna námskeiðunum í báðum stöðvum rafrænt hér á síðunni undir skráning. Beinan link er að finna hér.

http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/

MÖGULEIKI Á AÐ ÆFA ANNARS STAÐAR ÞANGAÐ TIL

Þeir nemendur sem vilja hefja dansnám um leið og haustönn hefst þann 12. september geta sótt danstíma í öðrum nærliggjandi stöðvum fyrstu þrjár vikurnar og færa sig svo yfir þegar dansnám hefst í nýju stöðvunum.

HVERNIG BERÐU ÞIG AÐ

Sendu okkur tölvupóst á dwc@worldclass.is og við aðstoðum þig með að ganga frá skráningu.

HVAÐA TÍMAR ERU Í BOÐI Í BREIÐHOLTI OG SMÁRALIND

Í boði eru danstímar fyrir aldurshópa, 7-9 ára, 10-12 ára, 13-16 ára og 16 plús. Einnig eru í boði valtímar alla föstudaga.

Hlökkum til að hefja spennandi tíma á nýjum stöðum í október og taka á móti nýjum nemendum.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Hitum upp fyrir haustönn!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Á mánudag og þriðjudag munum við bjóða upp á opna danstíma í Laugum og Ögurhvarfi. Það styttist í að haustönn hefjist og viljum við hita upp fyrir önnina með því að sameinast í danssalnum með dönsurunum okkar. Allir velkomnir, nemendur, vinir/vinkonur og aðrir dansunnendur. Þetta er einnig gert fyrir alla þá sem vilja koma í prufutíma áður en þeir skrá sig. Skráningar á haustönn berast hratt inn til okkar og margir danshópar orðnir fullir eða við það að fyllast. Þar af leiðandi bjóðum við upp á þessa tíma viku áður en haustönn hefst svo þeir dansarar sem vilja ekki skrá sig án þess að prófa fyrst geti gert það án þess að missa af plássi.

Danstími fyrir 7-12 ára

Stella Rósenkranz kennir danstíma fyrir yngri flokkana ásamt meðlimum í eldri danshóp skólans.

Danstími fyrir 13 ára og eldri

Bergdís Rún kennir í Ögurhvarfi og Stella Rósenkranz í Laugum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta og dansa inn haustönn með okkur. Ekki þarf að skrá sig fyrir tímann heldur er öllum frjálst að mæta.

Sjáumst!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“4633″ img_link_target=“_self“ img_size=“3360×1852″][/vc_column][/vc_row]

Eldri danshópur á Fair Play Dance Camp

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4599″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Eldri danshópur skólans fór í dansferð til Póllands í ágúst í stærsta og virtasta dansworkshop í Evrópu, Fair Play Dance Camp. Mörg af stærstu nöfnunum í dansheiminum í dag kenndu á workshop-inu en þeir hafa flestir ýmist samið kóreógrafíur eða dansað með stærstu stjörnum tónlistarheimsins í dag.

Á meðal dansaranna sem kenndu má nefna :

– Brian Puspos

– Hollywood

– Ian Eastwood

– Kapela

– Keone og Mariel Martin

– KK Harris

– Lando Wilkins

– Laure Courtellemount

– Les Twins

– Lyle Beniga

– Paradox

– Shaun Evaristo

*Listinn hér að ofan er ekki tæmandi þar sem 24 dansarar sáu um kennslu.

Workshop-ið fór fram í borginni Kraków en hún er stærsta lista-, menningar- og menntunarborgin í Póllandi. Þetta var 10 ára afmæli Fair Play og því var þetta stærsti viðburður þeirra til þessa. Fleiri kennarar, fleiri nemendur og miklu meira í boði fyrir dansarana. Dagskrá var frá morgni til kvölds og alltaf eitthvað um að vera. Dansararnir okkar fóru í yfir 24 danstíma á 6 dögum og lögðu þau allt sem þau áttu í hvern danstíma. Svitinn og erfiðið var eftir því og þurftu þau að skipta þó nokkuð oft um boli og stundum buxur yfir daginn enda mikill hiti inni í danssölunum þegar yfir 800 nemendur voru saman komnir í einn tíma. Samtals voru 1200 dansarar sem sóttu workshop-ið í ár og voru þeir hver öðrum betri. Mikil samstaða ríkti í danstímum sem fóru vel fram og studdu dansararnir við bakið á hver öðrum. Virkilega frábært workshop sem við mælum 100% með.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Margir hópar að fyllast!

Skráning á haustönn er nú í fullum gangi og margir hópar að fyllast!

Við hvetjum foreldra til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur missi ekki af plássi sínu í danshópana.

Skráningu er hægt að ganga frá hér á síðunni.

Taktu þátt í öflugu danssamfélagi sem hjálpar þér að vaxa og verða betri dansari! Við bjóðum upp á markvisst og framsækið dansnám sem miðar að því að dansararnir okkar nái árangri.

Sjáumst í tíma!

OPNAR FYRIR SKRÁNINGU

 

Haustönn hefst mánudaginn 12. september og hefst skráning í næstu viku. Allar upplýsingar varðandi námskeiðið verður að finna hér á síðunni í lok vikunnar.

Hlökkum til að hefja nýja dansönn!

Mikil gleði á Sumarfögnuði!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Sumarfögnuður dansskólans fór fram í gær, mánudaginn 13. júní. Sólin skein á lofti og yfir 100 nemendur skólans lögðu leið sína í Laugardalinn. Eldri danshópur skólans stóð fyrir viðburðinum en hann er liður í fjáröflun hópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í byrjun ágúst mánaðar.

Trampólín, strandblak, Skólahreysti braut, loftdýnur og dansstöð var á dagskrá og skein bros í hverju andliti á meðan nemendur spreyttu sig á hverri stöð. Danshópurinn samdi sérstakan sumardans og sá Karen Benediktsdóttir, einn nemandi í hópnum, um að kenna hann. Dansinn er væntanlegur hér á heimasíðu og á samfélagssíður skólans á morgun, miðvikudag. Grillaðar voru pylsur og ríkti því almennileg sumarstemmning í bakgarðinum í Laugum í gær.

Kennarar skólans eru hæst ánægðir með daginn og er ekki hægt að hugsa sér betri leið til þess að ljúka frábæru vornámskeiði. 350 nemendur skólans sóttu vornámskeið að þessu sinni og er það mikið fagnaðarefni. Árangurinn lét ekki standa á sér og er ljóst að mikill uppgangur er innan skólans. Það verður því spennandi að hefja haustönn í september.

Takk fyrir frábært vornámskeið elsku dansarar og gleðilegt sumar!

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4308,4307,4306,4302,4305,4301,4300,4304,4299,4298,4297,4296,4294,4293,4292,4291,4290,4289″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir frá Sumarfögnuði!“][/vc_column][/vc_row]

SUMARFÖGNUÐUR Á MÁNUDAG!

Þar sem sólin fer hækkandi og sumarið er komið þá ætlar eldri danshópur skólans að halda Sumarfögnuð á mánudaginn kemur eða þann 13. júní kl.16.30-18.30 í World Class í Laugum. Það er spáð frábæru sólarveðri og ætlar danshópurinn að stilla upp svokallaðri WIPEOUT braut. Þetta er þrautabraut sem sameinar Skólahreysti braut, strandblakvöll, loftdýnur og trampólín. Danshópurinn mun einnig koma fram og sýna dansatriði auk þess að kenna SUMARDANSINN, en það er dans sem hópurinn hefur samið og ætlar að kenna nemendum. Dansinn verður svo tekinn upp á staðnum og deilt á heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans.

Viðburðurinn er þáttur í fjáröflun danshópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í ágúst. Aðgangseyrir er 500 kr. Pylsur og drykkir verða síðan til sölu á staðnum á gjafaverði.

Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur okkar mæta og fagna sumrinu með okkur. Vinir eru að sjálfsögðu velkomnir en skemmtunin er eingöngu ætluð börnum/unglingum á aldrinum 7-18 ára.

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Skráning í dansprufur er hafin!

Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006.

Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega kl.13.00 og er áætlað að þeim ljúki kl.15.30.

SKRÁNING
Skráning fer tram a netfanginu dwc@worldclass.is. Þú gengur frá skráningu með því að senda inn fullt nafn þátttkanda, kennitölu og þann danshóp sem viðkomandi æfir með hjá skólanum.

Skráning stendur til föstudagsins, 27. maí, kl.12.00.

Ef þið hafið einhverjar frekari fyrirspurnir eða vantar nánari upplýsingar þá getið þið endilega haft samband við starfsmenn skólans á netfangið, dwc@worldclass.is.

Hlökkum til að sja sem flesta!

Frí á Uppstigningardag!

Á fimmtudaginn kemur, 5. maí, er Uppstigningardagur og falla því allir danstímar niður þann daginn. Enginn danstími mun fara fram samkvæmt stundaskrá.

Uppstigningardagur er almennur frídagur nemenda í skólum og þar af leiðandi fer kennsla ekki fram í dansskólanum.