DWC Dance Camp með Brian Puspos og Alexander Chung

DWC DANCE CAMP var haldið dagana 20.-22.október í Kringlunni.

Þar komu stórstjörnurnar Brian Puspos og Alexander Chung og kenndu 5 x 90 mínútna danstíma á þremur dögum.

Viðburðurinn heppnaðist frábærlega og nemendur stóður sig öll gríðarlega vel!

Brian Puspos kenndi mjög tæknilega erfiðar rútínur þar sem musicality spilaði mjög stóran part.

Alexander Chungs mætti svo á laugardeginum og kenndi svakalega mikið efni í hverjum tíma og þurftu nemendur að vera einstaklega einbeitt til þess að ná öllu því sem hann vildi fara yfir.

Dansararnir gáfu ekkert eftir og það er ótrúlega gaman að sjá nemendur DWC hafa vald til þess að tækla hverja kóreógrafíuna á fætur annarri sem þessar erlendu dansstjörnur henda í þau. Það er tækni að pikka upp kóreó og þar liggur styrkleiki okkar nemenda svo sannarlega.

Það er ótrúelga gaman fyrir okkur sem skipulegggjendur að heyra þegar þau hafa sérstaklega orð á því hvað okkar nemendur eru fljót að læra.

Takk fyrir Campið elsku dansarar, þið eruð öll einstök!