Vorsýningin okkar var stórkostleg! Dansararnir okkar skinu svo skært á sviðinu og sýndu hversu mögnuð þau eru. Metnaðurinn leyndi sér ekki og bros skein úr hverju andliti. Það er svo dásamlegt að sjá framfarirnar og ástríðuna í öllum danshópum.

Fjórar sýningar fóru fram fyrir fullu húsi yfir daginn og stemningin var mögnuð. Það er svo gaman að finna fyrir þessum stuðning í salnum. Það gefur dönsurunum svo mikið.

MYNDBÖND
Öll myndbönd af öllum atriðum eru komin á YouTube.

Beinn linkur hér:
https://www.youtube.com/@dansstudiowc/videos

MYNDIR
Sjana Photography tók geggjaðar myndir og náði fullkomlega að fanga stemninguna. Þær myndir eru bæði hér á heimasíðunni og á Facebook.

Beinn linkur:
https://www.facebook.com/dansstudiowc/