
Vorönn er nú lokið og við viljum þakka innilega fyrir frábæra önn! Við elskum að sjá dansarana okkar vaxa og sjá bætingu hjá þeim. Kennarar eru í skýjunum með alla dansarana í öllum danshópum.
Þeim fannst öllum gleði og stemning einkenna önnina. Mikill fókus og dansarar einbeittir í að vilja bæta sig og ná árangri. Getustigið hefur hækkað í öllum aldurshópum og dansararnir okkar fljótir að ná tökum á tækni og vöðvastjórnun í framkvæmd danssporanna.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir alla kennara skólans og þeir eru spenntir að halda áfram að byggja dansarana okkar upp á vornámskeiði.
Margir dansarar eru að æfa með fleiri en einum hóp og það er gaman að sjá. Margir að æfa með ýmist tveimur eða þremur hópum. Mikil bæting hjá þeim dönsurum.
VORNÁMSKEIÐ
Námskeiðið spannar 5 vikur og hefst 28. apríl. Skráning er hafin á Sportabler. Sama stundatafla og á vorönn. Allar tímasetningar á danshópum eru eins. Það er ekki hægt að nýta frístundastyrkinn þar sem lengd námskeiðsins uppfyllir ekki 10 vikna kröfurnar á lengd námskeiðsins. Það er hægt að nýta frístundastyrkinn aftur á haustönn.
MYNDBÖND OG MYNDIR FRÁ VORSÝINGU
Við minnum á að öll myndbönd eru komin á YouTube frá vorsýningunni okkar. Við erum að byrja að post-a atriðunum á Instrgram og Facebook í vikunni, svo endilega fylgið okkur þar. Finnið okkur undir @dansstudiowc. Myndir eru einnig komnar á Facebook og á heimasíðuna okkar, dwc.is.
Hlökkum mikið til að byrja að dansa aftur eftir páska!