10-12 ára danshópum í Egilshöll og Ögurhvarfi skipt upp vegna eftirspurnar
Eins og áður hefur fram komið þá fer vorönn vel af stað og það vel fram úr okkar björtustu vonum. Eftirspurn eftir dansnámi hjá skólanum hefur aldrei verið meiri og höfum við núna opnað fyrir biðlista í þá hópa sem nú þegar eru orðnir fullir.
Danshópar 10-12 ára í Ögurhvarfi og Egilshöll eru mjög vinsælir þessa önnina og fór eftirspurn um pláss í danshópunum langt fram úr framboði. Við höfum því þurft að gera viðeigandi ráðstafanir og munum skipta hópunum upp. Skipting á danshóp í Egilshöll hefur nú þegar átt sér stað og fara tímar í þeim aldursflokk nú bæði fram á mánudögum og miðvikudögum kl.15.00-16.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl.16.30-17.30.
Danshópurinn í Ögurhvarfi mun sækja danstíma á morgun, þriðjudag, samkvæmt tímatöflu. Kennari mun þá klára stöðumat á hópnum og munum við setja okkur í samband við foreldra í framhaldinu. Danstímar hjá þessum aldursflokk munu fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum, annar hópurinn kl.15.15-16.15 og hinn hópurinn á núverandi tíma samkvæmt stundatöflu eða kl.16.30-17.30.
Við skiptingu á hópunum er bæði horft til getustigs og félagslegra þátta. Dansinn er félagslegur og munum við að sjálfsögðu horfa til þessa. Ef þú hefur ekki fengið póst frá okkur í kvöld, mánudagskvöld, til upplýsinga um stöðuna þá endilega sendu okkur tölvupóst á netfang okkar, dwc@worldclass.is.