Gleðilegt nýtt ár

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“1369″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_separator][vc_column_text]

Síðasti dagur þessa árs senn að líða og óskum við ykkur, frábærum nemendum okkar og fjölskyldum, farsældar á nýju ári um leið og við þökkum fyrir það gamla. 2014 verður stórkostlegt dansár hjá skólanum með fjölda af glæsilegum viðburðum sem við munum tilkynna á nýju ári. Takk enn og aftur fyrir hið frábæra dansár 2013 og við hlökkum til að skapa nýjar minningar með vaxandi dansfjölskyldu okkar á nýju ári.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Gleðileg jól

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][vc_single_image image=“1358″ img_link_target=“_self“ title=“Jólakort 2013″ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Kæru dansarar og fjölskyldur,

Jólakortin okkar eru komin út og er þau að finna hér að neðan. Einnig höfum við opinberað þau á Facebook síðu skólans.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar um leið og við þökkum ykkur fyrir frábært ár. Dansfjölskyldan okkar stækkar með hverju árinu sem líður og erum við þakklát fyrir þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt saman á árinu sem er að líða. Við hlökkum mikið til að búa til nýjar og skemmtilegar minningar með ykkur í danssalnum á næsta ári.

Árið 2014 verður stórkostlegt! Við erum alltaf að bæta okkur í danssalnum og setjum við markið enn hærra á komandi vorönn. Henni munum við svo ljúka með glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu þann 2.apríl.

Við vonum að þið njótið hátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og vina.

Sjáumst á nýju ári!

[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1357,1356,1355,1354,1352,1350,1349,1348,1347,1346,1345,1344,1343,1364,1365″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2013″][/vc_column][/vc_row]

Jólakveðja 2013 er komin út

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1336″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Árlegt jólamyndband dansskólans er loksins komið út. Myndbandið var opinberað föstudaginn 20. desember og er hægt að sjá hér að neðan.  Er þetta í annað skiptið sem við ráðumst í verkefni sem þetta og er hér með um fastan lið hjá skólanum að ræða. Í ár ákváðum við að notast ekki við hefðbundið jólalag heldur lagið Happy með Pharrell Williams sem hefur verið að gera það gott um heim allan á síðustu vikum. Af hverju… Jú, því það er svo gaman að dansa!

Upptökur fóru fram á meðan á jólasýningu dansskólans stóð þann 30. nóvember síðast liðinn. Að verkefninu komu fagmenn frá fyrirtækinu Tjarnargatan og stóðu tökur yfir í 5 klukkustundir. Við erum himinlifandi með útkomuna en myndbandið er hægt að sjá hér að neðan.

Listrænir stjórnendur eru: Stella Rósenkranz og Nanna Árnadóttir.

Við viljum þakka öllum frábæru dönsurunum okkar sem tóku þátt í verkefninu. Einnig viljum við þakka Tjarnargötunni fyrir frábært samstarf.

Gleðileg jól til ykkar allra frá okkur í Dansstúdíó World Class. Við eigum ekkert nema frábæra, yndislega og frambærilega nemendur sem gera alla daga í danssalnum miklu meira en skemmtilega. Verum góð við hvort annað yfir hátíðarnar og njótum samverustunda. Hlökkum til að sjá ykkur í danssalnum á nýju ári.

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video title=“Jólakort Dansstúdíó World Class 2013″ link=“http://www.youtube.com/watch?v=3meSjmDfxJ4&feature=c4-overview&list=UURju53W_knoH-Vy9ozZdNRA“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Pétur Pan þema á nemendasýningu

Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið.

DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR
Dansskólinn er löngum orðinn þekktur fyrir nemendasýningar sínar en þar er skólinn í sérflokki. Dansstúdíó World Class er eini dansskólinn sem virkilega tvinnar saman leik og dans í árlegum uppfærslum sínum. Gestir á sýningum skólans hafa líkt þeim við leikhúsuppfærslur og verið í hæstánægð í lok hverrar sýningar. Fyrsta nemendasýning skólans í Borgarleikhúsinu var árið 2008 og hafa uppfærslur okkar farið fram þar í húsi alla daga síðan. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

UM PÉTUR PAN
Í ár höfum við ákveðið að setja upp sýningu byggða á ævintýrum Péturs Pan í Hvergilandi. Teiknimyndin um Pétur Pan, úr smiðju Walt Disney, er börnum landsins ekki ókunn enda víðfræg saga með fallegan boðskap. En sagan af töfradrengnum síunga Pétri Pan er löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Saga hans hefur komið út í ótal útgáfum, leikgerðum, söngleikum, teiknimyndum og bíómyndum. Pétur Pan býr í Hvergilandi þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla. Á einu ferðalagi sínu hittir hann fyrir Vöndu og bræður hennar og ævintýrið vindur upp á sig.

Við hlökkum mikið til þessarar uppsetningar og er undirbúningur strax hafinn af krafti. Sýningin mun líkt og fyrri ár gera dansinum hátt undir höfði með glæsilegum atriðum sem nemendur munu æfa upp ásamt kennara sínum á vorönn. Við sameinumst svo öll í Borgarleikhúsinu á gæfuríkum degi og njótum afraksturs vetrarins.

SÝNINGARDAGUR
Um tvær sýningar er að ræða og fara þær báðar fram miðvikudaginn 2. apríl. Tímasetningar auglýstar síðar.