Danshelgi

Um helgina fer fram svokölluð, Danshelgi, í World Class í Laugum. Allir danshópar skólans sameinast á einum stað og æfa atriði sín fyrir nemendasýningu. Æfingar hefjast í dag, föstudag og standa yfir allan laugardaginn. Við búumst við mikilli stemmningu innanhúss og hlökkum til að fínstilla atriðin.

Skipulag er eftirfarandi:

FÖSTUDAGUR
Kl.17.00-18.45
Salur 3 – 13-15 ára Seltjarnarnes
Salur 4 – 13-15 ára Lugar

Kl.18.15-19.30
Salur 3 – 13-15 ára Ögurhvarf
Salur 4 – 13-15 ára Egilshöll

Kl.19.30-20.45
Salur 3 – 13-15 ára Mosfellsbær
Salur 4 – 16 plús Laugar

LAUGARDAGUR

Kl.8.30-9.45
Salur 3 – 7-9 ára Laugar/Nes

Kl. 8.30-9.30
Salur 4 – 7-9 ára Ögurhvarf

Kl.9.30-10.30
Salur 4 – 10-12 ára Ögurhvarf

Kl.9.45-11.00
Salur 3 – 10-12 ára Seltjarnarnes

Kl.11.30-12.25
Salur 4 – Barnadansar, 4-6 ára

Kl.12.30-13.45
Salur 3 – 10-12 ára Laugar
Salur 4 – 7-9 ára Egilshöll

Kl.13.45-15.00
Salur 3 – 7-9 ára Mosfellsbær
Salur 4 – 10-12 ára Egilshöll, hópur 1

Kl.15.00-16.15
Salur 3 – 10-12 ára Mosfellsbær, hópur 1
Salur 4 – 10-12 ára Egilshöll, hópur 2

Kl.16.15-17.30
Salur 3 – 10-12 ára Mosfellsbær, hópur 2
Salur 4 – 20 plús Laugar

Þorvaldur Davíð er kynnir


Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, mun sjá um kynningar á sýningunni okkar í ár. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Svartur Á Leik en gagnrýnendur hafa lofað hann fyrir frábæra frammistöðu í myndinni. Þessa dagana fer hann með aðalhlutverk í sýningunni, Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda og hvetjum við alla til þess að kíkja á sýninguna.

Við minnum á að miðasala er hafin en hún fer fram á midi.is og í afgreiðslu Borgarleikhússins í s. 568 8000.

Sjáumst í Borgarleikhúsinu!

 

Miðasala hafin!


Miðasala er hafin á nemendasýningu dansskólans sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins, miðvikudaginn 2. apríl, næst komandi.

Miða er hægt að nálgast á midi.is, undir nafninu Pétur Pan, og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000.  Miðaverð á sýninguna er 2.400 kr.

Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum þá hefur skólinn tekinn mikinn vaxtarkipp á þessari önn og því búumst við góðri aðsókn á sýninguna. Undanfarin ár hefur verið uppselt á báðar sýningar og búumst við ekki við öðru í ár. Við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur miða hið fyrsta. Ástæðan er sú að við viljum eiga kost á því að bæta þriðju sýningunni við, ef þess þarf. Þetta er uppskeruhátíð skólans og jafnframt fjölskyldudagur. Við viljum geta tekið á móti öllum þeim sem vilja samgleðjast okkur og eyða deginum í leikhúsinu að njóta afrakstur vorannar.

Því biðlum við til ykkar, kæru foreldrar, vinir og fjölskylda um að aðstoða okkur. Það gerið þið með því að tryggja ykkur miða hið fyrsta svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir ef þess þarf.