Samstarf við Fimleikasamband Íslands

Það gleður okkur að tilkynna að Dansstúdíó World Class hefur farið í samstarf við Fimleikasamband Íslands varðandi Opnunarhátíð á Evrópumóti í hópfimleikum sem haldið er hér á Íslandi, dagana 15.-18. október. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur verið haldinn hér á landi. Óskað er eftir þátttöku þeirra nemenda dansskólans í aldurshópum 13-15 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt í opnunarhátíð mótsins. Fer hún fram miðvikudaginn 15. október kl.17.00.

Dansskólinn miðar að því að bjóða upp á eftirsótt og skemmtileg dansverkefni fyrir nemendur okkar. Þetta er því frábært tækifæri fyrir áhugasama dansara skólans. Opnunarhátíð Evrópumótsins er stórt og viðamikið verkefni með yfir 300 þátttakendur, bæði fimleikafólk, samkvæmisdansarara, parkour iðkendur og núna dansara frá dansskólanum okkar. Þarna fléttast saman fimleikar í dýnustökkum, dans, parkour stökk og samkvæmisdans í mikilli ljósadýrð sem keyrt er af starfsmönnum Exton, hljóð- og ljósaleigu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikinn metnað í verkefnið.

Þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: dwc@worldclass.is, með neðangreindum upplýsingum:

Fullt nafn nemanda
Símanúmer nemanda
Netfang nemanda
Nafn foreldris
Símanúmer foreldris
Netfang foreldris

Athugið: Senda þarf inn skráning fyrir fimmtudaginn 2. október.

Fyrir áhugasama þá er allt um mótið að finna á heimasíðu þeirra:
http://teamgym2014.is

 

Prufutímar

 

Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á haustönn. Vikuna 8. – 13. september geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.

Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.

Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.

Sjáumst í danstíma!

 

Skráning aldrei meiri

Skráning á haustönn er í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að tryggja sér pláss hið fyrsta. Allir danshópar takmarkast við ákveðinn nemendafjölda og því er ekki hægt að ganga að því vísu að enn verði laus pláss eftir helgi. Það er spennandi dansár framundan og hlakka kennarar skólans til að taka á móti nýnemum sem og öðrum föstum nemendum skólans í næstu viku.

Allar upplýsingar um danshópa og starfsemi skólans er að finna hér á síðunni. Ef einhverjum fyrirspurnum er ósvarað þá hvetjum við alla til þess að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.