Myndir frá sýningunni komnar á heimasíðu

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Myndir frá sýningunni hafa nú verið birtar hér á heimasíðu skólans. Það voru ljósmyndararnir Ásta Sif og Garðar Ólafsson sem sáu um að fanga hvert augnablik, bæði baksviðs og frammi í sal. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og það má með sanni segja að auðvelt er að endurupplifa sýninguna með því að renna í gegnum myndirnar. Brot af myndunum er að finna hér með þessari grein en allar myndir er að finna hér á síðunni undir, Myndir.

Þessi listi er ekki tæmandi þar sem við munum setja inn enn fleiri myndir á morgun, miðvikudag, en þá munum við einnig birta myndirnar á Facebook síðu skólans.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3014,3015,3016,3017,3018,3019,3020,3021,3022,3023,3024,3025,3026,3027,3028,3029,3030,3031,3032,3033,3034,3035,3036,3037,3038,3039,3040,3041,3042,3043″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Frá Lion King – Nemendasýningu skólans“][/vc_column][/vc_row]

Takk fyrir frábærar viðtökur

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Nemendasýning dansskólans fór fram á miðvikudaginn var og voru viðtökur vægast sagt frábærar. Við erum alveg í skýjunum með nemendur okkar og hefði dagurinn ekki getað farið betur. Um þrjár sýningar var að ræða og geisluðu nemendur á sviðinu. Danshópar voru 28 talsins og skein gleði úr hverju andliti allan tímann. Sýningin var byggð á ævintýri Simba í Lion King og fór Björn Bragi Arnarson með kynningar. Textinn sem hann flutti var saminn af Stellu Rósenkranz, deildarstjóra skólans, en hún var listrænn stjórnandi sýningarinnar. Friðrik Dór Jónsson kom svo áhorfendum sannarlega á óvart í lok sýningar þar sem hann söng lag sitt Nóttin Svört og hið góðkunna Eurovision lag, Í Síðasta Skipti, við mikil fagnaðarlæti. Nemendur deildu sviðinu með honum og þökkuðu fyrir sig með hneigingu og lófaklappi.

Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir frumlegar sýningar sínar og svo virðist sem sýningin í ár hafi fallið vel í kramið hjá dansfjölskyldunni okkar. Leikhlutverkin voru fjögur og voru það allt nemendur í framhaldshópum skólans sem fóru með þau hlutverk. Með aðalhlutverk Simba fór Eydís Jansen, nemandi í 13-15 ára danshóp í Egilshöll. Andrea Marín Andrésdóttir fór með hlutverk Nölu en hún er nemandi í 13-15 ára danshóp á Seltjarnarnesi. Björn Boði Björnsson fór með hlutverk Múfasa og er hann nemandi í danshóp 13-15 ára í Laugum. Karen Benediktsdóttir fór með hlutverk Skara en hún er nemandi í 16 plús danshóp í Laugum. Frammistöðu þeirra hefur verið hrósað í hástert og það kemur ekki á óvart, þau voru alveg stórkostleg.

Tölvupóstum hefur rignt yfir okkur með lofsömum umsögnum og erum við þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá sýningunni en allar myndir verða birtar hér á síðunni eftir helgi.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2996,2997,2998,2999,3000,3001,3002,3003,3004,3005,3006,3007,3008″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Lion King nemendasýning“][/vc_column][/vc_row]

Danshelgi

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Um næstu helgi fer svokölluð danshelgi fram innan skólans en þá sameinast allir danshópar í World Class í Kringlunni og World Class í Laugum í lokaundirbúning fyrir nemendasýninguna. Síðustu æfingar fyrir sýninguna fara svo fram á mánudag og þriðjudag í næstu viku samkvæmt stundaskrá.

Danstímar hópanna eru á eftirfarandi tímum:

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2990″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ img_size=“1253×688″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text]

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Æfingadagur í dag

Skemmtilegur dagur er framundan hjá skólanum í dag þar sem allir danshópar sameinast í World Class í Laugum til þess að undirbúa nemendasýningu. Fyrstu hópar hefja æfingar kl.09.00 og þeir síðustu kl.19.00. Það verður gaman að sjá alla nemendur hittast og undirbúa æfingar sínar.

Skipting danshópa er eftirafarandi:

Kl.09.00-10.00

7-9 ára Laugar – Salur 3

7-9 ára Egilshöll – Salur 4

Kl.10.00-11.00

10-12 ára Laugar – Salur 3

10-12 ára Egilhsöll 1 – Salur 4

Kl.11.00-12.00

7-9 ára Seltjarnarnes – Salur 3

10-12 ára Egilshöll II – Salur 4

Kl.12.00-13.00

10-12 ára Seltjarnarnes – Salur 3

10-12 ára Ögurhvarf I – Salur 4

Kl.13.00-14.00

7-9 ára Mosfellsbær – Salur 3

10-12 ára Ögurhvarf II – Salur 4

Kl.14.00-15.00

7-9 ára Ögurhvarf – Salur 3

13-15 ára Seltjarnarnes – Salur 4

Kl.15.00-16.00

10-12 ára Mosfellsbær I – Salur 3

20 plús Laugar – Salur 4

Kl.16.00-17.00

10-12 ára Mosfellsbær II – Salur 3

13-15 ára Egilshöll – Salur 4

Kl.17.00-18.00

13-15 ára Ögurhvarf – Salur 3

16 plús Egilshöll – Salur 4

Kl.18.00-19.00

13-15 ára Laugar – Salur 3

13-15 ára Mosfellsbær – Salur 4

Kl.19.00-20.00

16 plús Mosfellsbær – Salur 4

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Barnadansar falla niður á morgun

Þar sem veðurspá morgundagsins er með þeim verstu sem sést hafa í vetur mun dansæfing hjá barnadönsum 4-6 ára falla niður. Öryggi nemenda okkar er í fyrirrúmi og tökum við engar áhættur á morgun.
Næsti danstími fer fram laugardaginn 21. mars samkvæmt stundaskrá.

Skipting danshópa á nemendasýningu

 Miðasala á nemendasýningu skólans er hafin á midi.is og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000. Eins og áður hefur fram komið þá er um að ræða þrjár sýningar, kl.16.00 / 17.30 og 19.00.

Skipting danshópa á sýningar er eftirfarandi:
Sýning 1 (kl.16.00)

Barnadanshópur Laugar
7-9 ára Ögurhvarf
10-12 ára Mosfellsbær II (danshópur æfir á þriðjudögum og fimmtudögum)
10-12 ára Ögurhvarf I
10-12 ára Egilshöll I (danshópur æfiar á mánudögum og miðvikudögum)
Allir danshópar 13 ára og eldri

Sýning 2 (kl.17.30)
7-9 ára Mosfellsbær
10-12 ára Mosfellbær I (danshópur æfir á mánudögum og miðvikudögum)
7-9 ára Laugar
10-12 ára Ögurhvarf II
10-12 ára Laugar
Allir danshópar 13 ára og eldri

Sýning 3 (kl.19.00)
7-9 ára Seltjarnarnes
7-9 ára Egishöll
10-12 ára Seltjarnarnes
10-12 ára Egilshöll II (danshópur æfir á þriðjudögum og fimmtudögum)
Allir danshópar 13 ára og eldri

Samkvæmt reglum Borgarleikhússins er selt inn í öll sæti óháð aldri. Þá leyfist einungis einn í hvert sæti og því má ekki sitja undir ungum börnum samkvæmt reglum Brunavarnareftirlitsins. Þetta skipulag á við um allar danssýningar og barnasýningar. Miðaverð á nemendasýningu skólans er 2.400 kr.

ALLAR DANSÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG

Okkur þykir miður að þurfa að tilkynna að allar dansæfingar falla niður í dag, þriðjudag, vegna veðurs. Þessi ákvörðun er tekin út frá yfirlýsingu yfirlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitar um óveðrið sem stendur yfir. Öryggi nemenda okkar er í fyrirrúmi.
Engir danstímar fara fram í dag samkvæmt stundatöflu hvorki hjá yngri né eldri hópum skólans.
Við munum þurfa að bæta inn aukaæfingu þar sem undirbúningum nemendasýningar er í hámarki þessa dagana. Það er skipulag sem við munum leggjast yfir núna og munum setja okkur í samband við ykkur aftur þegar það er komið á hreint.

Síðasta sýning Saturday Night Fever

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Saturday Night Fever er glæsileg sýning sem Verzunarskóli Íslands setur upp í ár og að sjálfsögðu erum við stolt að eiga fullt af flottum dönsurum, sem sýna sínar allra bestu hliðar, á diskógólfi sýningarinnar. Fjölmennasti hópur skólans er 16 plús danshópurinn í Laugum en þar eru 70 nemendur saman komnir tvisvar sinnum í viku og gefa allt sitt í dansinn. Stór hluti af þeim eru nemendur í Verzlunarskólanum og taka þátt í þessari uppsetningu skólans. Sýningunni er leikstýrt af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og handritið er skrifað af sjónvarpsstjörnunni og skemmtikraftinum Birni Braga Arnarsyni. Sýningin er bráðskemmtileg og fyndin og hvetjum við nemendur skólans svo sannarlega til þess að nýta tækifærið og sjá síðustu sýninguna í dag. Miðasala fer fram á midi.is.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]