Vornámskeið hefst í dag!

Vornámskeið dansskólans hefst í dag og er mikil eftirvænting eftir danstímunum. Metnaðarfullir og hæfileikaríkir dansarar skólans hafa nú gengið frá skráningu á námskeiðin og eru kennarar ánægðir að sjá nöfn þeirra sem hafa tekið miklum framförum á síðustu önn á blaði fyrir vornámskeiðið. Það er spennandi að hefja dansæfingar aftur og hjálpa nemendum að ná markmiðum sínum.

Enn er hægt að ganga frá skráningu hér á heimasíðu skólans.

Við vekjum athygli á því að ekki er mögulegt að sækja prufutíma á námskeiðið. Þetta er stutt og markvisst námskeið þar sem kennsluáætlun er skýr og hnitmiðuð og því mikilvægt að þeir nemendur sem ætla sér að sækja námskeiðið séu með frá upphafi.

Stundaskrá á vornámskeiði

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Stundaskrá fyrir danstíma á vornámskeiði er nú að finna hér á heimasíðu skólans. Vornámskeið hefst mánudaginn 27. apríl og spannar fimm vikur. Kennsla fer ýmist fram tvisvar eða þrisvar í viku en nemendum gefst nú tækifæri á að bæta við sig valtíma eða þriðja tímanum í viku. Mikil eftirspurn hefur skapast eftir auknum æfingatímum og við hlökkum til að hefja nýtt skipulag á vornámskeiði.

VERÐSKRÁ Á VORNÁMSKEIÐI

Vornámskeið, tvisvar í viku, án valtíma:     15.900 kr.

Vornámskeið, þrisvar í viku, með valtíma: 19.900 kr.

 

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“3221″ img_link_target=“_self“ title=“Stundaskrá“ img_size=“2140×1306″][/vc_column][/vc_row]

Vornámskeið hefst 27.apríl

Vornámskeið skólans hefjast 27. apríl. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Við bjóðum upp á nýjungar í dansnáminu þar sem nemendur geta nú sótt valtíma og þar með sótt danstíma þrisvar sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma. Vornámskeið spannar fimm vikur og stendur yfir frá 27. apríl – 31. maí. Í boði verður dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús. Nemendur geta sótt danstíma tvisvar eða þrisvar viku eins og tekið var fram hér að ofan og er það valfrjálst.

Skipulag námskeiðsins
Dansskólinn innleiddi nýtt skipulag í kennsluskrá á vornámskeiði á síðasta ári. Skipulag sem löngum hafði staðið til að innleiða og á sér fyrirmynd í dansskólum um allan heim. Hörfum við þá frá því skipulagi að halda föstum kennara á danshóp og munu kennarar þess í stað kenna hverjum danshóp, í hverri stöð, í þrjá tíma í heildina. Þetta skipulag gekk frábærlega í fyrra og náðu nemendur ótrúlegum árangri á skömmum tíma. Þannig fær hver danshópur nýjan kennara sem sérhæfir sig í ákveðnum dansstíl í annarri hverri viku. Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma. Þeir dansstílar sem teknir eru fyrir á námskeiðinu eru Jazz, Nútímadans og Commerical dansar.

Þetta skipulag á ekki við um danshópa 16 plús og 20 plús. Þeir danstímar einblína á kóreógrafíu í Commercial dönsum.

Valtímar

Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun eða svokölluðum „performance“ tímum. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum), en fimleikaæfingar eru mikilvægar í dansstílum á borð við jazz og nútímadans.

Danskeppni í lok námskeiðs
Innanhús danskeppni mun fara fram í lok námskeiðsins. Er hún ætluð til þess að auka reynslu nemenda og bæta framkomu. Tilgangur keppninnar er einnig að ýta undir persónulega sköpun nemenda og að þeir nýti það sem þeir hafa lært á námskeiðinu í tækni og túlkun. Það er mikilvægt fyrir nemendur okkar að koma fram og viljum við skapa eins mörg tækifæri og við mögulega getum.

Skráning
Skráning hefst á fimmtudaginn eða 16.apríl. Skráning fer fram hér á heimasíðu. Stundatafla og upplýsingar um verð verða birt hér á heimasíðu á morgun, miðvikudag.

Okkar markmið er að skapa fjölhæfa dansara og leggjum við því mikið uppúr því að vera með fjölbreytta danstíma fyrir nemendur skólans. Við hlökkum til að taka á móti hæfileikaríkum nemendum okkar og halda áfram að dansa til árangurs á vornámskeiði.

Takk fyrir frábæra vorönn elsku dansfjölskylda!


Vorönn er nú lokið og viljum við þakka öllum frábæru nemendum okkar fyrir önnina. Þvílíkt sem það hefur verið gaman að vera með ykkur og verða vitni að þeim gífurlega árangri sem þið hafið náð. Metnaðarfyllri og skemmtilegri nemendur er ekki hægt að finna. Frammistaða nemenda á nemendasýningunni var ótrúleg og fáum við kennarar gæsahúð þegar við hugsum til baka. Það er æðislegt að fara inn á YouTube síðu skólans og endurupplifa sýninguna. Þið eruð stórkostleg.

Við hlökkum mikið til að hitta nemendur okkar að nýju og vonumst til að sjá sem flesta á vornámskeiði skólans en það hefst 27. apríl. Upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu skólans. Skráning hefst á fimmtudaginn kemur.

Enn og aftur… takk fyrir vorönn elsku nemendur. Dans er það allra skemmtilegasta í heimi og þið eruð besta dansfjölskylda sem hugsast getur.

Áfram við!

Nemendasýningin komin á YouTube

Öll myndbönd frá nemendasýningunni okkar eru komin inn á YouTube síðu skólans. Kíktu við á YouTube, leitaðu að Dansstúdíó World Class eða Lion King Nemendasýning og endurupplifðu sýninguna. Horfið / Deilið / Like-ið!

Þetta var án efa skemmtilegsti dagur í heimi með bestu dansfjölskyldunni! Þvílíkir hæfileikar innan skólans og nemendur blómstruðu á sviði. Það er æðislega gaman að horfa á myndböndin og finna orkuna og gleðina sem ríkir á sviðinu. Við mælum með því.

Síða skólans er : youtube.com/dansstudiowc

Danstímar hefjast aftur í dag

Danstímar hefjast aftur í dag eftir páskafrí. Allir tímar fara fram samkvæmt stundatöflu. Síðustu tímar fara fram mánudaginn 13. apríl en þar með lýkur vorönn.