Nýr danshópur stofnaður

Danshópur DWC er skipaður metnaðarfullum og hæfileikaríkum nemendum skólans í unglingaflokkum. Á hverri haustönn er öllum nemendum á aldrinum 12-16 ára veitt tækifæri til þess að komast inn í hópinn. Skólinn stendur þá fyrir dansprufum í upphafi annar þar sem þeir nemendum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og komast inn í hópinn skrá sig til þátttöku. Kennarar sitja í dómnefnd og velja nemendur inn í hópinn byggt á frammistöðu þeirra í dansprufunni.

Dansprufur fyrir nýja þennan nýja danshóp fóru fram í byrjun október og tekur hann nú við af fyrrum danshóp skólans. Myndin sem fylgir fréttinni er af núverandi danshóp skólans og viljum við þakka þeim nemendum kærlega fyrir samveruna,samfylgdina, alla gleðina og gamanið í gegnum þau verkefni sem við höfum unnið að saman síðan í vor. Ekkert nema skemmtilegir tímar með frábærum einstaklingum.

Það verður spennandi og gaman að hefja æfingar með nýjum danshóp. Nokkrir nemenda eru aftur að tryggja sér sæti í hópnum og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Nýjan danshóp DWC skipa: 
Andrea Marín Andrésdóttir
Arnhildur Andersen
Arna Björk Þórisdóttir
Eydís Jansen
Rakel Guðjónsdóttir
Silvía Stella Hilmarsdóttir
Signý Ósk Sigurðardóttir
Snædís Sól Harðardóttir

Til hamingju kæru dansarar með að hafa komist inn í hópinn!

Við viljum þakka öllum þeim nemendum sem komu í dansprufur fyrir þátttökuna. Þið tekur kjark og þor að koma í dansprufur og hrósum við ykkur fyrir að hafa komið og tekið þátt. Eins viljum við þakka ykkur fyrir að sýna verkefninu áhuga. Þið eruð öll frábær! Áfram þið!

Úrslit í DANCEOFF Dansbikar

DANCEOFF dansbikarkeppni skólans fór fram um helgina í Tjarnarbíó. Þátttakan var frábær en yfir 130 nemendur skólans tóku þátt að þessu sinni. Keppnin fór fram í tveimur hlutum yfir daginn og var keppnin hörð í öllum flokkum. Mikil spenna ríkti baksviðs og áhorfendur tóku vel undir og studdu við bakið á keppendum. Dómnefnd átti erfitt verkefni fyrir höndum þar sem ótrúlega mörg frambærilega atriði tóku þátt í ár. Dómnefnd skipuðu þær Kristín Sunna Sveinsdóttir (fyrrum kennari skólans), Sandra Björg Helgadóttir (núverandi kennari) og Stella Rósenkranz (deildarstjóri). Þær voru sammála því að greinilegt er að miklar framfarir hafa átt sér stað í öllum aldursflokkum og hrósuðu nemendum fyrir mikla notkun tækniæfinga í dansrútínum sínum auk tónnæmi. En nemendur komu dómurum á óvart með frumlegum dönsum, þroskuðu lagavali og áhugaverðum munsturskiptingum.

Úrslit keppninnar eru eftirfarandi:

Einstaklingskeppni í 7-9 ára flokki
1. sæti – Linda Ýr Guðrúnardóttir
2. sæti – Anya María Mosty
3. sæti – Katrín Ósk Davíðsdóttir

Einstaklingskeppni í 10-12 ára flokki
1. sæti – Hafdís Eyja Vésteinsdóttir
2. sæti – Freyja Eaton
3. sæti – Karen Emma Þórisdóttir

Einstaklingskeppni í 13-15 ára flokki
1. sæti – Rakel Guðjónsdóttir
2. sæti – Guðrún Sóley Magnúsdóttir
3. sæti – Cristina Isabel Agueda

Hópakeppni í 7-9 ára flokki
1. sæti – Dansstjörnurnar
2. sæti – Regnbogastelpurnar
3. sæti – Cool Kids

Hópakeppni í 10-12 ára flokki
1. sæti – Koss
2. sæti – XOXO
3. sæti – Say What?

Hópakeppni í 13-15 ára flokki
1. sæti – L.D.
2. sæti – 3FCREW
3. sæti – The Queens

Við þökkum öllum nemendum kærlega fyrir þátttökuna. Þið sýnduð frábæra takta og stóðuð ykkur með eindæmum vel. Áfram þið!

Skipulag á DANCEOFF

DanceOff dansbikarkeppnin fer fram á laugardaginn kemur, þann 24. október, í Tjarnarbíó. Það er gaman að segja frá því að 124 nemendur eru skráðir til þátttöku í ár. 33 nemendur í einstaklingskeppni og 91 nemandi í hópakeppni eða samtals 36 hópar. Þar af leiðandi hefur keppni verið skipt upp í tvo hluta. Fyrri hluti fer fram kl.11.00 en þá fer keppni fram í aldursflokki 7-9 ára og 13-15 ára. Seinni hluti fer fram kl.14.30 og er keppt í aldursflokki 10-12 ára. Við hvetjum nemendur til þess að mæta með hollt og gott nesti með sér til þess að halda orkunni uppi og líkamanum í jafnvægi fyrir og eftir keppnina. Eins að mæta með vatnsbrúsa. Vatn er mikilvægt á svona degi.

MÆTING
Keppendur í fyrri hluta mæta kl.09.00 og keppendur í seinni hluta kl.12.30. Tvær klukkustundir eru áætlaðar í hvorum hluta í sameiginlega upphitun fyrir nemendur, kynna reglur til leiks og renna yfir öll keppnisatriði á svokallaðri generalprufu.

Húsið opnar hálftíma fyrir hvorn hluta, þ.e. kl.10.30 í fyrri hluta og kl.14.00 í seinni hluta.
Miðaverð er 1000 kr. og er eingöngu selt inn við hurð. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.

Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við fjölskyldur og vini til þess að mæta og njóta þess að horfa á þessar rísandi dansstjörnur sýna hæfileika sína. Það tekur kjark, vilja og elju að semja sína eigin dansrútínu og flytja fyrir áhorfendur á keppni sem þessari. Kennarar eru stoltir af sínum nemendum og við hlökkum mikið til að sjá atriði allra keppenda á laugardag.

Við hvetjum alla nemendur okkar sem ætla ekki að taka þátt í keppninni til þess að mæta og hvetja samnemendur sína áfram.

Dansprufur á laugardag!

Dansprufur fyrir yngri danshóp DWC fara fram á laugardaginn kemur eða þann 10. október. Danshópur DWC var stofnaður í byrjun þessa árs en þá fóru einnig fram dansprufur fyrir hópinn. Þá mættu yfir 100 nemendur í aldursflokknum 13-16 ára í dansprufur og sýndu mikla hæfileika. 11 af þeim nemendum skipuðu svo danshóp DWC og komu fram fyrir hönd skólans á ýmsum viðburðum á þessu ári.

Enginn nemandi á fast sæti í hópnum þar sem við viljum gefa öllum nemendum tækifæri á að bæta sig og eiga möguleika á að komast inn í hópinn á hverri önn. Metnaðarfullir dansarar í unglingahópum verða því valdir inn í hópinn á önninni en það eru eingöngu nemendur á aldrinum 13-16 ára. Við inntöku er horft til nemenda sem sækja vel danstíma skólans, sýna framfarir og metnað og hvetja aðra dansara áfram í sínum danshópum. Þetta eru einstaklingar sem geisla af gleði og áhuga, eru einbeittir í að bæta sig og eru gott fordæmi fyrir yngri og eldri dansara skólans.

Hlutverk danshópsins verður að koma fram fyrir hönd skólans og taka þátt í þeim verkefnum sem skólinn stendur fyrir.

Skráning er nú hafin en þú skráir þig í dansprufur með því að senda tölvupóst með fullu nafni, mynd af þér (standard prófílmynd af andliti) og þeim danshóp sem þú æfir með hjá skólanum á netfang skólans dwc@worldclass.is. Skráningu lýkur á föstudaginn kemur, í hádeginu.

Prufur fara fram í World Class í Laugum kl.13.30.

Nánari upplýsingar um prufurnar verða sendar á tölvupósti á þá þátttakendur sem skrá sig.

Hlökkum til að sjá sem flesta!