Yngri danshópur hefur verið skipaður
Yngri danshópur skólans hefur nú verið skipaður 13 nemendum sem sóttu dansprufur skólans um síðustu helgi. Þetta var erfitt val fyrir kennara þar sem nemendur lögðu sig alla fram og sýndu hvað í þeim býr. Við erum rosalega stolt af öllum þeim nemendum sem mættu og það er greinilegt að við þurfum að stofna fleiri danshópa. Kennarar voru í miklum vandræðum með að velja svo það komi skýrt fram.
Aladdin þema á vorsýningu skólans!
Þema á nemendasýningu skólans hefur nú verið tilkynnt en í ár verður sýningin byggð á ævintýrum Aladdin. Er þetta þriðja árið í röð þar sem ákveðið hefur verið að byggja sýninguna á einni af vinsælustu teiknimyndum Disney samsteypunnar. Sýningin spannar allt frá grimmum og illum töfrabrögðum Jafar til gleðidansa andans blá sem öllum ætti að vera kunnugur. Aladdin sjálfur spilar að sjálsögðu stórt hlutverk með fjölbreyttum og skemmtilegum uppátækjum sínum í von um að vinna hjarta Jasmín prinsessu. Mikið verður lagt upp úr upplifun áhorfenda og sjónarspili leikhússins. Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju.
Skólinn hefur tekið stóran vaxtarkipp að undanförnu og því ber að fagna. Þar af leiðandi eru sýningardagarnir tveir í ár en það eru:
Laugardagurinn 2. apríl og mánudagurinn 4. apríl.
Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins og sýna listir sínar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.
Danshópum verður skipt niður á sýningardaga en nemendur í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi sýna á fyrr sýningu sem fer fram laugardaginn 2. apríl. Nemendur í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi sýna á seinni sýningu sem fer fram mánudaginn 4. apríl.
Kennarar hafa strax hafist handa við undirbúning á sýningunni og erum við spennt að hefja æfingar með nemendum þegar líður á önnina.
Frábærar dansprufur um helgina
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fóru fram um helgina. Yfir 100 nemendur mættu og spreyttu sig í prufunum og létu hæfileikarnir ekki á sér standa. Dómnefnd var skipuð kennurum skólans og áttu þeir í fullu fangi með að skera niður í hópnum. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, alhæfði eftir prufurnar að þetta hafi verið mjög erfitt val og að gæðin í prufunum hafi aldrei verið meiri. Nemendur eru greinilega að ná miklum framförum með sínum danshópum og hrósaði hún nemendum hástert fyrir metnaðinn sem þeir sýndu í prufunum.
Það var sérstaklega skemmtilegt fyrir kennara að sjá samstöðuna sem ríkti yfir daginn í hópnum. Allir nemendur voru einbeittir en voru alltaf tilbúnir í að hvetja samnemendur sína áfram til dáða í prufunum. Kennarar skólans leggja mikla áherslu á samstöðu í danstímum og að nemendur læri einnig af samnemendum sínum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá það skila sér í framkomu nemenda gagnvart hver öðrum.
Einungis 14 nemendur komast inn í danshópinn og verður hann tilkynntur í lok vikunnar.
Það er greinilegt að spennandi tímar eru framundan hjá skólanum. Nemendur eru að ná miklum framförum og fjöldinn allur af efnilegum dönsurum eru nú að láta mikið á sér kveða í sínum danshópum. Þessu tökum við fagnandi.
Hér má sjá myndband af nemendum ásamt kennurum í lok dagsins. Stemmningin var gríðarleg og ber myndbandið það svo sannarlega með sér.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video title=“FRÁBÆR STEMMNING“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=ynxMObCpD4M&feature=youtu.be“][/vc_column][/vc_row]
Dansprufur
Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fara fram í dag í World Class í Laugum. Prufurnar hefjast kl.13.30 en eiga nemendur sem hafa skráð sig í prufur að mæta kl.13.00. Yfir 100 nemendur hafa staðfest þátttöku sína og eru kennarar spenntir að sjá nemendur sýna sínar bestu hliðar á dansgólfinu í dag.
Dómnefnd skipa nokkrir af kennurum skólans en það eru þær:
Bergdís Rún Jónasdóttir
Jóna Kristín Benediktsdóttir
Sandra Björg Helgadóttir
Stella Rósenkranz, deildarstjóri
Áætlað er að prufum ljúki kl.16.00.
Hlökkum til að eyða deginum með glæsilegum nemendum skólans.
Kennslustaðir
Egilshöll / Laugar / Mosfellsbær / Seltjarnarnes / Smáralind / Ögurhvarf
Hafa samband
S. +354 553 0000