SKRÁNING ER HAFIN
Skráning er nú formlega hafin á vornámskeið skólans. Fer skráning fram hér á heimasíðu undir „skráning“ og í s.553 0000. Allar upplýsingar er að finna hér að neðan.
VORNÁMSKEIÐ 2. MAÍ – 10. JÚNÍ
6 vikur með mismunandi kennurum.
Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús.
Dansstílar : Jazz, Jazz Funk, Nútímadans, Lyrical, Módern og Commercial dansar.
Vornámskeið skólans hefst 2. maí. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Nemendur geta sótt danstíma tvisvar eða þrisvar í viku. Nemendum stendur einnig til boða að sækja danstíma í fleiri en einum danshóp og geta sótt tíma allt að sjö sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma.
Skipulag námskeiðsins
Hver danshópur fær tvo kennara á meðan á námskeiðinu stendur. Hvor kennari tekur fyrir ákveðinn dansstíl sem hann sérhæfir sig í. Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma.
Valtímar
Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum).
Frístundakort
Ekki er hægt að nýta frístundastyrk upp í námskeiðsverð þar sem námskeið uppfyllir ekki kröfur um lengd námskeiðs til styrkveitingar. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur til þess að styrkveiting geti farið fram.