Skráning í dansprufur er hafin!

Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006.

Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega kl.13.00 og er áætlað að þeim ljúki kl.15.30.

SKRÁNING
Skráning fer tram a netfanginu dwc@worldclass.is. Þú gengur frá skráningu með því að senda inn fullt nafn þátttkanda, kennitölu og þann danshóp sem viðkomandi æfir með hjá skólanum.

Skráning stendur til föstudagsins, 27. maí, kl.12.00.

Ef þið hafið einhverjar frekari fyrirspurnir eða vantar nánari upplýsingar þá getið þið endilega haft samband við starfsmenn skólans á netfangið, dwc@worldclass.is.

Hlökkum til að sja sem flesta!

Frí á Uppstigningardag!

Á fimmtudaginn kemur, 5. maí, er Uppstigningardagur og falla því allir danstímar niður þann daginn. Enginn danstími mun fara fram samkvæmt stundaskrá.

Uppstigningardagur er almennur frídagur nemenda í skólum og þar af leiðandi fer kennsla ekki fram í dansskólanum.

Vornámskeið hefst á morgun!

Vornámskeið hefst á morgun, mánudaginn 2. maí. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt dansnám tvisvar og/eða þrisvar í viku. Einnig gefst nemendum í framhaldshópum kostur á að stunda dansnám með fleiri en einum danshóp og geta þá sótt danstíma allt að sex sinnum í viku. Þetta er frábær þróun og erum við spennt yfir því að geta boðið upp á þennan valmöguleika.

Nýjun á námskeiðinu er sú að nú geta ungu dansararnir okkar í danshópum 7-9 ára einnig sótt valtíma á föstudögum. Mikill áhugi er fyrir því og nú getum við loksins boðið upp á það.

Skipulag á önninni er með þeim hætti að kennarar munum færa sig á milli danshópa og taka sérstaklega fyrir þá dansstíla sem þeir sérhæfa sig í. Með þeim hætti aukum við fjölhæfni dansaranna okkar þar sem þeir fá dýpri skilning og kennslu í einstaka dansstílum.

Stundaskrá er að finna hér á heimasíðu.

Við minnum á opna prufutíma fyrstu vikuna og hlökkum til að dansa með ykkur! Allir velkomnir.

Yngsti danshópur skólans stofnaður

Það gleður okkur að tilkynna að við munum stofna yngsta danshóp skólans á vornámskeiðinu í maí mánuði. Ástæðan er einföld. Þvílíkur uppgangur hefur verið í yngri danshópum skólans að undanförnu og það viljum við ýta undir. Danshópurinn er ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára. Dansprufur munu fara fram laugardaginn 28. maí og verður það auglýst síðar.

Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og erum ekkert smá stolt af því að geta ráðist í þetta verkefni með öllum þessum hæfileikabúntum.
Eingöngu nemendur sem eru skráðir á vornámskeið hafa kost á því að sækja dansprufurnar og freista þess að verða hluti af danshópnum.

PRUFUTÍMAR FYRSTU VIKUNA!

Vornámskeið hefst mánudaginn 2.maí. Námskeiðið spannar sex vikur og fer kennsla fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt danstíma allt að fimm sinnum í viku. Í boði eru skipulagðir danstímar 2x og 3x í viku fyrir hvern danshóp með valtímum.

PRUFUTÍMAR
Fríir prufutímar fara fram fyrstu vikuna og er öllum frjálst að mæta. Við hvetjum alla til þess að koma og prófa danstíma hjá skólanum. Við bjóðum upp á framsækið og metnaðarfullt dansnám fyrir allan aldur og hlökkum til að sjá ný andlit í tímum og stækka dansfjölskylduna okkar enn frekar.

STUNDASKRÁ
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðunni.

Hlökkum til að sjá þig í tíma 🙂