DANSPRUFUR Á MORGUN

Við minnum á að dansprufur fyrir danshópa DWC fara fram á morgun laugardag, 27. janúar, í World  Class í Laugum.

Yngri prufur : kl.13.00-15.00
Mæting kl.13.45
11-13 ára
Fæðingarár: 2004-2006

Eldri danshópur: kl.15.00-17.00
Mæting kl.14.45
14-18 ára
Fæðingarár: 1999-2003

Skráning er í fullum gangi á dwc@worldclass.is
Sendu okkur nafn, fæðingarár og danshópinn sem þú æfir með

Mæta þarf með útprentað portfolio í prufurnar með mynd af þér og upplýsingum um nafn, aldur og danshóp.

DANSPRUFUR FYRIR PÁL ÓSKAR

Páll Óskar og Sena Live standa fyrir risa útgáfutónleikum í Laugardalshöll í september. Stella Rósenkranz, deildarstjóri DWC, er danshöfundur tónleikanna og listrænn stjórnandi ásamt Páli Óskari. Við viljum sjá alla dansara á Íslandi sem hafa náð 18 ára aldri og eru með reynslu. Við leitum að fjölhæfum dönsurum með mismunandi bakgrunn í dansi. Hvort sem þú ert búinn að mastera klassíska dansstíla eða street dansa, komdu og taktu þátt í frábæru verkefni sem er einstakt tækifæri fyrir íslenska dansara. Allir velkomnir!

Ætlunin er að gera tónlistarsýningu af stærðargráðu sem aldrei hefur áður sést frá íslenskum listamanni. Ef þú fílar live tónleika með Justin Bieber, Beyoncé, Michael Jackson þá eru  þá gæti þetta verið verkefni fyrir þig.

HVENÆR FARA PRUFUR FRAM
Dansprufur fara fram í World Class í Laugum, sunnudaginn 5. febrúar, kl.13.00.
Allir dansarar þurfa að mæta með útprentað portfolio með sér í prufurnar sem inniheldur neðangreindar upplýsingar:
Mynd, Nafn, Aldur, Reynslu

ALDURSTAKMARK
18 ára – allir fæddir 1999 og eldri.

SKRÁNING
Skráðu þig í dansprufur með því að smella á þennan link hér:
bit.ly/dansarar

DWC aldrei vinsælla!

Danshópar í dansám skólans hafa aldrei fyllst jafn hratt. Við tökum því fagnandi og þökkum frábærar viðtökur. Enn er laust pláss í einhverja hópa og viljum hvetja alla dansara og foreldra þeirra til þess að tryggja ykkur pláss hið fyrsta. Margir hópar eru nú þegar orðnir fullir og við höfum opnað fyrir biðlista í þá hópa. Til þess að skrá þig á biðlista þá sendirðu tölvupóst á netfangi skólans, dwc@worldclass.is. Við munum gera allt sem við getum til þess að koma þér að.

Vorönn hefst á morgun, mánudaginn 9. janúar. Það eru fríir prufutímar fyrir þá sem vilja prófa dansnámið en ekki er hægt að ganga út frá því að enn verði laust í hópana í lok vikunnar.

Hlökkum til að hefja nýtt og spennandi dansár!

 

 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er kominn!

 

 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er loksins kominn í gegn!

Nú er hægt að ganga frá skráningu rafrænt og ráðstafa frístundastyrknum.

Ráðstöfun frístundastyrks: worldclass.felog.is

Ef vafi leikur á hvernig skráning fer fram, þá viljum við benda ykkur á leiðbeiningar hér:  http://dansstudioworldclass.is/greidslur/
.