Thriller Dansdagur

DWC ætlar að hefja nýja röð af viðburðum í þeim tilgangi að kynna nemendur skólans fyrir þekktum sögulegum kóreógrafíum. Fyrsti viðburðurinn fer fram sunnudaginn 5. mars næstkomandi í World Class í Kringlunni. Viðburðurinn er opinn öllum nemendum skólans og fer fram milli klukkan 14:00 og 16:00.

Nemendur koma til með að læra hina þekktu Thriller rútínu sem Michael Jackson gerði heimsfræga á sínum tíma. Dansinn verður tekinn upp eftir kennsluna og við endum þetta svo á pizza-veislu í samstarfi við Domino’s.

SKRÁNING
Skráning fer fram á netfangi skólans, dwc@worldclass.is, fyrir föstudaginn 3. mars 2017.

Ekkert vetrarfrí hjá DWC!

Allar æfingar fara fram í vikunni samkvæmt tímatöflu hjá dansskólanum. Það er ekki gert hlé á dansæfingum samhliða vetrarfríi í skólum.

Allir danshópar skólans eru á fullu í að undirbúa nemendasýningu að svo stöddu en nemendasýningar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 18. og 21. mars.

Skipulag er eftirfarandi:
Laugardagurinn 18. mars
Allir danshópar í Egilshöll, Smáralind og Ögurhvarfi.

Þriðjudagurinn 21. mars
Allir danshópar í Laugum, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.

Miðasala hefst á tix.is í mars.