MÍN UPPLIFUN Á DWC DANCE CAMP

Að hafa svona dance camp á Íslandi er ekkert smá mikilvægt, því dansmenningin hérna er alls ekki mikil og er því mikilvægt fyrir íslenska dansara að fá að fara í tíma hjá mismunandi kennurum sem kenna mismunandi stíla til auka getu sína í dansi. Ég hef mætt á öll dance camp sem hafa verið af því að þetta er svo frábært tækifæri. Ég get ekki lýst því hvað ég hef lært mikið hjá hverjum og einum kennara. Hver kennari hefur kennt mér eitthvað sérstakt og ég er svo þakklát fyrir það. Meðal þess sem ég hef lært er að ég þarf að hafa stjórn á líkamanum, mikilvægt að gera dansinn að mínum eigin, mikilvægt að nota vöðvana og styrkja þá og auðvitað það að hafa sjálfstraust er einnig mjög mikilvægt.

     Af öllum dans æfingabúðunum hef ég ekki eitthvað eitt uppáhalds, hvert og eitt var skemmtilegt og krefjandi á sinn eigin hátt. Eftirminnilegustu að mínu mati voru þó, Robert Green, Antoine Troupe, Brian Puspos, Alexander Chung og Hollywood. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að fá það tækifæri að fara í tíma hjá mörgum af þeim bestu í heimi og get ekki beðið eftir næsta campi.

ÞAÐ SEM ÉG LÆRÐI AF ÞEIM

Mér fannst Robert Green bara svo skemmtilegur karakter, hann veit hvað hann er að gera og þegar hann dansar er hann bara hann sjálfur og það er það sem ég elska við dansara. Hann hefur svaka attitude, ég meina hann er í So You Think You Can Dance núna. Antoine Troupe er bara frábær dansari, hann veit hvað er mikilvægt til að vera góður dansari, sem er samfélag, sjálfstraust og skuldbinding. Hann í rauninni opnaði augun mín og núna er ég að fara eftir öllu því sem hann sagði okkur að gera sem sýnir bara hversu góður kennari hann er til dæmis. Brian Puspos er bara ekkert smá skemmtilegur og fyndinn, bara frábær persónuleiki. Þegar ég fór í tíma til hans í Póllandi var ég í hláturskasti allan tímann og það var nákvæmlega eins hérna á Íslandi. Hann hefur bara þannig áhrif á fólk myndi ég halda, hann er lífsglaður og lítur jákvætt á hluti, ég þekki hann ekki neitt en ég held það allavega. Þess vegna elska ég að vera í tíma hjá honum. Alexander Chung var eitthvað svo einlægur og rólegur, sem að ég fílaði. Hann var alveg mjög góður kennari og rútínurnar voru við svona vinsæl lög sem skapaði mikla stemningu. Hollywood hefur sinn eigin stíl sem er sérstakur og ég elska að sjá þannig dansara og fara í tíma til þeirra bara til að sjá hvernig þeir búa til sinn eigin stíl og heyra frá því.

     Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að læra eitthvað nýtt því hver einasti af þessum kennurum hefur sinn stíl og sína þekkingu til að kenna. Það er svo mikilvægt að læra hjá svona mörgum mismunandi dönsurum til að auka þekkingu og færni í dansinum og er svo innilega þakklár fyrir því að fá það tækifæri.