Eins og áður hefur komið fram fylgist DWC vel með framvindu mála í tengslum við útbreiðslu Covid-19 og gerum ráðstafanir í takt við það. Á hverjum degi endurskoðum við starfsemi okkar með hagsmuni og öryggi nemenda og kennara dansskólans að leiðarljósi. Við höfum metið það svo að stöðva alla danskennslu frá og með deginum í dag og gera þar með hlé á vorönn. Nemendur munu ekki missa neina danstíma þar sem við hefjum danskennslu aftur 5. maí. Í dag eru þrjár vikur eftir af vorönn og við munum æfa í þrjár vikur þegar við hefjum æfingar aftur þann 5. maí. Þá höfum við góðan tíma í að undirbúa nemendasýninguna, fara yfir munstur og rifja upp atriðin fyrir sýninguna, sem fer fram helgina 23. og 24. maí í Borgarleikhúsinu.
Engir danstímar munu fara fram frá og með deginum í dag. Svo það fara engir danstímar fram í dag eða aðra daga. Hefjum aftur kennslu 5. maí.
Til þess að tryggja það að nemendur geti haldið áfram að æfa sig og gleymi ekki danssporum, þá munum við senda frá okkur video með atriðinu ásamt laginu fyrir hvern hóp á póstlista í lok vikunnar. Þannig geta allir haldið áfram að æfa sig og verið með allt á hreinu þegar við hefjum æfingar að nýju.
Hlökkum til að hitta alla aftur í maí. Sýningin okkar er æðisleg og hún verður enn stórkostlegri núna þegar allir hafa svona langan tíma til að stúdera danssporin 🙂
Förum varlega á þessum tímum.
Hlýjar kveðjur,
DWC