Entries by gre

Vornámskeið hefst 27.apríl

Vornámskeið skólans hefjast 27. apríl. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Við bjóðum upp á nýjungar í dansnáminu þar sem nemendur geta nú sótt valtíma og þar með sótt danstíma þrisvar sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma. Vornámskeið […]

Takk fyrir frábæra vorönn elsku dansfjölskylda!

Vorönn er nú lokið og viljum við þakka öllum frábæru nemendum okkar fyrir önnina. Þvílíkt sem það hefur verið gaman að vera með ykkur og verða vitni að þeim gífurlega árangri sem þið hafið náð. Metnaðarfyllri og skemmtilegri nemendur er ekki hægt að finna. Frammistaða nemenda á nemendasýningunni var ótrúleg og fáum við kennarar gæsahúð […]

Nemendasýningin komin á YouTube

Öll myndbönd frá nemendasýningunni okkar eru komin inn á YouTube síðu skólans. Kíktu við á YouTube, leitaðu að Dansstúdíó World Class eða Lion King Nemendasýning og endurupplifðu sýninguna. Horfið / Deilið / Like-ið! Þetta var án efa skemmtilegsti dagur í heimi með bestu dansfjölskyldunni! Þvílíkir hæfileikar innan skólans og nemendur blómstruðu á sviði. Það er […]

Danstímar hefjast aftur í dag

Danstímar hefjast aftur í dag eftir páskafrí. Allir tímar fara fram samkvæmt stundatöflu. Síðustu tímar fara fram mánudaginn 13. apríl en þar með lýkur vorönn.

Myndir frá sýningunni komnar á heimasíðu

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Myndir frá sýningunni hafa nú verið birtar hér á heimasíðu skólans. Það voru ljósmyndararnir Ásta Sif og Garðar Ólafsson sem sáu um að fanga hvert augnablik, bæði baksviðs og frammi í sal. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og það má með sanni segja að auðvelt er að endurupplifa sýninguna með því að renna […]

Takk fyrir frábærar viðtökur

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Nemendasýning dansskólans fór fram á miðvikudaginn var og voru viðtökur vægast sagt frábærar. Við erum alveg í skýjunum með nemendur okkar og hefði dagurinn ekki getað farið betur. Um þrjár sýningar var að ræða og geisluðu nemendur á sviðinu. Danshópar voru 28 talsins og skein gleði úr hverju andliti allan tímann. Sýningin var byggð […]

Danshelgi

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Um næstu helgi fer svokölluð danshelgi fram innan skólans en þá sameinast allir danshópar í World Class í Kringlunni og World Class í Laugum í lokaundirbúning fyrir nemendasýninguna. Síðustu æfingar fyrir sýninguna fara svo fram á mánudag og þriðjudag í næstu viku samkvæmt stundaskrá. Danstímar hópanna eru á eftirfarandi tímum: [/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ […]

Æfingadagur í dag

Skemmtilegur dagur er framundan hjá skólanum í dag þar sem allir danshópar sameinast í World Class í Laugum til þess að undirbúa nemendasýningu. Fyrstu hópar hefja æfingar kl.09.00 og þeir síðustu kl.19.00. Það verður gaman að sjá alla nemendur hittast og undirbúa æfingar sínar. Skipting danshópa er eftirafarandi: Kl.09.00-10.00 7-9 ára Laugar – Salur 3 […]

Barnadansar falla niður á morgun

Þar sem veðurspá morgundagsins er með þeim verstu sem sést hafa í vetur mun dansæfing hjá barnadönsum 4-6 ára falla niður. Öryggi nemenda okkar er í fyrirrúmi og tökum við engar áhættur á morgun. Næsti danstími fer fram laugardaginn 21. mars samkvæmt stundaskrá.

Skipting danshópa á nemendasýningu

 Miðasala á nemendasýningu skólans er hafin á midi.is og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000. Eins og áður hefur fram komið þá er um að ræða þrjár sýningar, kl.16.00 / 17.30 og 19.00. Skipting danshópa á sýningar er eftirfarandi: Sýning 1 (kl.16.00) Barnadanshópur Laugar 7-9 ára Ögurhvarf 10-12 ára Mosfellsbær II (danshópur æfir á […]