Entries by gre

ALLAR DANSÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG

Okkur þykir miður að þurfa að tilkynna að allar dansæfingar falla niður í dag, þriðjudag, vegna veðurs. Þessi ákvörðun er tekin út frá yfirlýsingu yfirlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitar um óveðrið sem stendur yfir. Öryggi nemenda okkar er í fyrirrúmi. Engir danstímar fara fram í dag samkvæmt stundatöflu hvorki hjá yngri né eldri hópum skólans. […]

Síðasta sýning Saturday Night Fever

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Saturday Night Fever er glæsileg sýning sem Verzunarskóli Íslands setur upp í ár og að sjálfsögðu erum við stolt að eiga fullt af flottum dönsurum, sem sýna sínar allra bestu hliðar, á diskógólfi sýningarinnar. Fjölmennasti hópur skólans er 16 plús danshópurinn í Laugum en þar eru 70 nemendur saman komnir tvisvar sinnum í viku […]

Dansprufur fara fram í dag!

Það er spennandi dagur í starfi skólans í dag en dansprufur fyrir fyrsta danshóp DWC fara fram í dag. Dansprufur fara fram í World Class í Laugum og hefjast stundvíslega kl.16.00. Áætlað er að prufum ljúki kl.18.00. Yfir 50 nemendur eru nú skráðir í prufurnar og hlökkum við mikið til þess að taka á móti […]

Frábær mæting í tæknitímann í dag

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Opni tæknitíminn fór fram í dag. Þátttakan var vonum framar en 36 nemendur lögðu leið sína í World Class í Kringlunni til þess að bæta sig í tækniæfingum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skólinn býður upp á slíkan tíma en áður fyrr hafa undirtektir ekki verið jafn miklar. Svo virðist sem dansararnir […]

Opni tæknitíminn fer fram í Kringlunni

[vc_row][vc_column][vc_column_text]   Opni tæknitíminn mun fara fram í Kringlunni en ekki í Laugum eins og auglýst hefur verið. Tímasetningin er sú sama, kl.13.00-14.30. Gengið er inn um aðal innganginn á efri hæðinni. Inngangurinn er á hægri hlið World Class (gamla Morgunblaðshúsið) sem snýr að Sjóvá. Keyra þarf upp brekkuna sem liggur á milli þessara tveggja […]

Dansprufur 27. febrúar!

Við erum hrikalega spennt að tilkynna að fyrsti danshópur skólans verður stofnaður á vorönn. Síðustu ár hafa nemendur okkar náð gífurlegum framförum og hefur grunnur í yngri hópum svo sannarlega skilað sér. Það sýnir sig greinilega í unglingahópum skólans í flokki 13-16 ára. Dansprufur munu fara fram föstudaginn 27. febrúar næst komandi. Með því móti […]

Opinn tæknitími á laugardaginn!

Á laugardaginn kemur, þann 21. febrúar, munum við bjóða upp á fyrsta opna danstímann á þessari önn. Dansari er sífellt að vaxa og hvetjum við alla dansarana okkar til að mæta og bæta sig í klassískum tækniæfingum hvort sem það er í pirouette-um, hækka fótlyftur, stökkum eða liðleika. Frítt inn er inn í tímann og […]

Barnadansar í Egilshöll og Laugum

  Vegna eftirspurnar þá höfum við orðið við óskum viðskiptavina okkar og bætt við danshóp fyrir yngstu danskrúttin okkar í barnadönsum í Egilshöllinni okkar. Barnadansar eru líka kenndir í Laugum og bjóðum við nú upp á fría prufutíma í báðum stöðvum á morgun, laugardaginn  24. janúar. Fyrstu tímar fóru fram á laugardaginn var en sökum […]

10-12 ára danshópum í Egilshöll og Ögurhvarfi skipt upp vegna eftirspurnar

Eins og áður hefur fram komið þá fer vorönn vel af stað og það vel fram úr okkar björtustu vonum. Eftirspurn eftir dansnámi hjá skólanum hefur aldrei verið meiri og höfum við núna opnað fyrir biðlista í þá hópa sem nú þegar eru orðnir fullir. Danshópar 10-12 ára í Ögurhvarfi og Egilshöll eru mjög vinsælir […]

Aðsóknin aldrei meiri

Það eru algjör forréttindi að fá að sinna því starfi sem við sinnum og með svona mikið af hæfileikaríkum og yndislegum nemendum. Vorönn fór af stað með látum og áttum við svo sannarlega ekki von á þessum viðbrögðum. Allir hópar eru stútfullir og höfum við nú opnað fyrir biðlista. Skólinn okkar hefur verið í stöðugum […]