Entries by gre

Nemendasýning 25. mars

Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju og er dagsetningin miðvikudagurinn 25. mars.  Í ár er uppsetningin byggð á ævintýrum Simba í Lion King. Sýningin spannar allt frá grimmum hýenum til gleðidansa Tímon og Púmba. Mikið er lagt […]

Fyrsti danshópur DWC stofnaður

Við erum hrikalega spennt að tilkynna að fyrsti danshópur skólans verður stofnaður á vorönn. Síðustu ár hafa nemendur okkar náð gífurlegum framförum og hefur grunnur í yngri hópum svo sannarlega skilað sér. Það sýnir sig greinilega í unglingahópum skólans í flokki 13-15 ára. Metnaðarfullir dansarar í unglingahópum verða valdir inn í hópinn á önninni. Við […]

Skráning aldrei meiri

Vorönn hefst í næstu viku og fara fyrstu danstímar fram mánudaginn 12. janúar. Skráning er nú í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að […]

Dansarar skólans tóku yfir Áramótaskaupið

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að glæsilegir dansarar skólans tóku yfir sjónvarpsskjáinn í lok Áramótaskaupsins í síðustu viku. Mikil leynd ríkti yfir verkefninu eins og gefur að skilja og þurftu nemendur að sitja á sér og deila engum fregnum af verkefninu fram til áramóta. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, sá um útfærslu atriðisins […]

Gleðilegt ár

Elsku dansfjölskyldan okkar. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Við erum búin að eiga æðislegar stundir saman á árinu sem er að líða og erum við þakklát fyrir þær allar. Stor verkefni komu inn á borðið tok okkar sem dansararnir okkar tóku þátt í og erum við ofur stolt af öllu því sem við […]

Jólakort 2014

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Kæra dansfjölskylda, við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ykkur fyrir frábært dansár og hlökkum til að dansa okkur inn í nýtt ár með ykkur á vorönn 2015. Allir danshópar fóru í hina árlegu jólamyndatöku síðastu helgina í nóvember. Þó svo að það hafi vantað nokkra nemendur í öllum hópum […]

Jólasýning vakti mikla lukku

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Jólasýning dansskólans fór fram við frábærar undirtektir á sunnudaginn síðast liðinn.  500 nemendur stunda dansnám hjá skólanum og steig stór hluti þeirra á svið í Austurbæ á sunnudaginn var. Óvissa var með veðurfar en dansfjölskyldan lét það ekki hafa áhrif á sig og var frábær mæting á báðar sýningar skólans. Nemendur dönsuðu sig inn […]

Veður á sýningardag

Varað er við slæmu veðri á sýningardag. Það lítur allt út fyrir að bæta muni hressilega í vindinn um og eftir hádegi og erum við á vaktinni um framvindu veðurfars. Báðar jólasýningar munu fara fram samkvæmt áætlun.  

Miðasala hafin

Miðasala á jólasýningu dansskólans er hafin á midi.is. Miðaverð er 1.500 kr. og er frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri. Börn þurfa ekki miða og því mæta þau ásamt foreldrum og er hleypt beint inn. Nóg af sætum á að vera fyrir alla en takmarkaður sætafjöldi fór í sölu til þess að halda […]

Jólasýning í Austurbæ

Jólasýning skólans fer nú fram í annað sinn en í ár mun sýningin fara fram í Austurbæ við Snorrabraut. Allir nemendur skólans munu koma fram og sýna afrakstur haustannar á sviði leikhússins. Sýningin mun fara fram sunnudaginn 30. nóvember og það í tveimur hlutum. Er það gert til þess að halda sýningunni í styttra lagi.  Auk […]