DANCEOFF er dansbikarkeppni sem fer fram í Tjarnarbíó á haustönn. Fyrsta keppnin fór fram árið 2012 þar sem troðfullt var út úr húsi og hefur verið árlegur viðburður síðan.
Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að koma fram með sinn eigin dansstíl. Keppnin er nú orðinn fastur viðburður innan skólans og mun fara fram í fjórða sinn núna í haust. Á síðasta ári tóku yfir 100 nemendur skólans þátt og sýndu listir sínar fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó.
Danceoff Dansbikar skiptist í tvo flokka, einstaklings- og hópakeppni. Keppni er aldursskipt í báðum flokkum og er keppt til verðlauna. Nemendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins, s.s. hugmyndavinnu, tónlist, búningahönnun og að semja og setja saman dansrútínuna. Með þessu móti öðlast nemendur aukinn þroska sem listamenn og dansarar og víkka sjóndeildarhringinn með því að dansa sína eigin sköpun og fara sínar eigin leiðir í ferlinu.
Nemendum er leyfilegt að taka þátt í báðum flokkum, þ.e. í einstaklingskeppni og svo einnig sem partur af hóp í hópakeppni. Til þess að taka þátt í hópakeppni þurfa nemendur að vera að minnsta kosti þrír saman í hóp og ekki fleiri en fimm talsins.
DanceOff Dansbikar 2014 fer fram laugardaginn 1.nóvember.
DANSKEPPNI FYRIR GRUNN- OG FRAMHALDSFLOKKA
7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 plús
FYRIRKOMULAG
Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (sami einstaklingur getur tekið þátt bæði í einstaklings- og hópakeppni)
Í hópakeppni eru 3-5 manns saman í hóp
Atriði skal vera frumsamið af nemendum
LENGD ATRIÐA
7-9 ára: Atriði skal vera 1.00-1.15 mínútur að lengd
10-12 ára: Atriði skal vera 1.15-1.30 mínútur að lengd
13-15 ára og 16 plús: Atriði skal vera 1.30-1.45 mín að lengd
SKRÁNING
Skráning er hafin en henni lýkur formlega miðvikudaginn 15. október. Tónlist og öllum öðrum upplýsingum þarf að skila inn fyrir föstudaginn 24. október.
SKRÁNINGARGJALD
Skráningargjald er 1000 kr. á hvern einstakling í hvern flokk.
Ef einstaklingur ætlar sér að taka þátt í báðum flokkum, þ.e. einstaklings- og hópakeppni, þá þarf að greiða skráningargjald í báða flokka.