Dans er mín leið að tjá mig
Síðan ég var 8 ára hef ég æft mismunandi gerðir af dansi. Í gegnum þessi ár fattaði ég hvað dans varð að miklum parti í mínu lífi. Að dansa veitir mér ekki aðeins hamingju, heldur er það einnig mín leið að tjá mismunandi tilfinningar. Eftir að ég byrjaði í DWC, sem var fyrir rúmu einu ári, hef ég þroskast ólýsanlega mikið sem dansari. Ég er byrjuð að hafa meiri stjórn og get lært dans á skilvirkari hátt.
Útrás í formi danss
Alveg frá því ég byrjaði fyrst í dans hef ég gert mér grein fyrir hvað það veitir mér mikla útrás að dansa. Þegar ég er stödd í danssal þá er eins og að allt sem er mér á huga hverfi undir eins. Ég færist inn í einhvern anna heim, þar sem ég er hvorki hrædd um að einhver dæmi mig eða að ég geri eitthvað rangt. Ef ég má vera smá væmin þá hugsa ég um gleiði í sama samhenig og orðið dans. Þetta er bara gaman.
Árangri náð með dansferðum
Síðastliðin þrjú ár hef ég farið í þrjár dansferðir. Fyrstu tvær ferðirnar fór ég til London og tók danstíma hjá mismunandi dönsurum í Pineapple Studios. Í seinni ferðinni, sem var sumarið 2016, fór ég í tíma hjá dansara sem ég fylgist ennþá með í dag, Dominic Lawrence. Stíllinn hans og verkefnin sem hann er að taka að sér er ástæðan fyrir því að ég dáist að honum. Ég get staðhæft að hann hefur haft mikil áhrif á lífið mitt. Þriðja dansferðin sem ég hef farið í var núna í sumar 2017. Þar kynntist ég ennþá meira af dönsurum sem ég hefði annars ekki vitað um. Dæmi um dansara sem ég fylgist mikið eftir danscampið eru Kenzo Alvares, Ian Eastwood, Lando Wilkins, Karon Lynn og margir fleiri.
Fyrirmyndir í dansi
Í dag, þar sem samfélagsmiðlar er stór partur af lífi unglinga, fylgist ég með ótal mörgum erlendum dönsurum á netinu. Í gegnum árin hafa alltaf verið að bætast fleiri og fleiri dansarar sem ég lít upp til. Síðastliðið ár hef ég fylgst ennþá meira með dönsurum í LA, enda eru stórir hlutir að gerast þar í dansheiminum. Þeir dansarar sem ég fylgist hvað mest með í dag eru Dominic Lawrence, Antoine Troupe, Ysabelle Capitulé, Lyle Beniga, Ian Eastwood, Kevin Paradox og margir fleiri. Mismunandi eiginleikar dansarana hafa mótað minn dansstíl hvað mest.
Spennt fyrir haustönn
Í haust mun skipulagið í dansskólanum verða aðeins öðruvísi, það verður klikkað. Þar sem Antoine er að koma í september get ég ekki beðið eftir komandi önn. Þessi önn er einnig áhugaverð vegna þess að ég mun kenna danstíma, sem ég er mjög spennt fyrir. Næsta ár mun verða sjúkt, það er klárt mál!
– Kristín Böðvarsdóttir