DANSPRUFUR FYRIR PÁL ÓSKAR
Páll Óskar og Sena Live standa fyrir risa útgáfutónleikum í Laugardalshöll í september. Stella Rósenkranz, deildarstjóri DWC, er danshöfundur tónleikanna og listrænn stjórnandi ásamt Páli Óskari. Við viljum sjá alla dansara á Íslandi sem hafa náð 18 ára aldri og eru með reynslu. Við leitum að fjölhæfum dönsurum með mismunandi bakgrunn í dansi. Hvort sem þú ert búinn að mastera klassíska dansstíla eða street dansa, komdu og taktu þátt í frábæru verkefni sem er einstakt tækifæri fyrir íslenska dansara. Allir velkomnir!
Ætlunin er að gera tónlistarsýningu af stærðargráðu sem aldrei hefur áður sést frá íslenskum listamanni. Ef þú fílar live tónleika með Justin Bieber, Beyoncé, Michael Jackson þá eru þá gæti þetta verið verkefni fyrir þig.
HVENÆR FARA PRUFUR FRAM
Dansprufur fara fram í World Class í Laugum, sunnudaginn 5. febrúar, kl.13.00.
Allir dansarar þurfa að mæta með útprentað portfolio með sér í prufurnar sem inniheldur neðangreindar upplýsingar:
Mynd, Nafn, Aldur, Reynslu
ALDURSTAKMARK
18 ára – allir fæddir 1999 og eldri.
SKRÁNING
Skráðu þig í dansprufur með því að smella á þennan link hér:
bit.ly/dansarar