Dansprufur fyrir Show Case munu fara fram á föstudaginn kemur, 16.nóvember.

Show Case er samstarfsverkefni milli DWC og Hámark og er tiltörulega nýr liður innan skólans eða árs gamall. Hugsunin er að veita öllum nemendum skólans tækifæri til að koma meira fram. Það skiptir okkur máli að áhugasamir og duglegir nemendur fái viðurkenningu og tækifæri. Show Case danshópur mun koma fram á jólasýningunni og sýna á báðum sýningum.

Dansprufurnar eru fyrir alla nemendur á bilinu 12-15 ára.
Prufur fara fram í World Class Laugum, salur 4
Mæting kl.14.50 með útprentað portfolio
Prufur hefjast á slaginu kl.15.00 og taka klukkkutíma. Þeim lýkur kl.16.00 þar sem valtímar fyrir nemendur í W deild hefjast þá.

Hvað er portfolio
Portfolio eru útprentað A4 blað með portrait mynd af nemanda, ásamt fullu nafni, aldri og þeim danshóp sem hann æfir með.
Nemendur afhenda kennara þetta blað (portfolio) þegar þeir mæta í prufurnar.
Stella Rósenkranz mun sjá um dansprufurnar.

Niðurstöður úr dansprufunni
Niðurstöður verða birtar á heimasíðu skólans, www.dwc.is, á föstudagskvöld eða upp úr kl.18.00.

Skráning
Það þarf ekki að skrá nemendur í prufurnar, aðeins að mæta.

Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂