Danstímar fara fram í dag, bæði valtími og master class, í World Class í Laugum. Appelsínugul viðvörun frá Veðurstofunni fellur úr gildi kl.14.00 og tímar hefjast kl.15.30.

Ákvörðunin liggur að sjálfsögðu hjá foreldrum hvort nemendur mæta í tíma eða ekki. Allir þurfa að haga sér eftir aðstæðum sem geta þróast með ófyrirséðum hætti og sömuleiðis verið mismunandi eftir svæðum. Það er ávallt neyðarúrræði að fella niður æfingar vegna veðurs en þess virðist ekki þörf að svo stöddu.

Eva Dröfn, styrktarþjálfari, verður mætt og með góðan tíma í dag fyrir þá sem sækja valtíma kl.15.30-16.30.

Arna Björk, kennir síðan hraða og krefjandi rútínu í master class kl.16.30-18.00.

Ef sú staða kemur upp að breyting verður á fyrirmælum frá lögreglu eða almannavörnum að börnum sé haldið heima vegna veðurs þá munum við vera í sambandi við ykkur og fellum niður tímana.

Sjáumst í dag og farið varlega!

Mbk,
DWC