DWC DANCE CAMP haldið í annað skipti!
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
DWC DANCE CAMP fór fram í annað skiptið núna um helgina og gekk framar vonum. 100 nemendur sóttu námskeiðið sem fram fór í World Class Kringlunni. Kennarar í þetta skiptið voru þeir Antoine Troupe og Josh Killacky frá Los Angeles. Þeir hafa vinnu sína af því að ferðast og miðla þekkingu sinni til upprennandi dansara og seljast danstímarnir þeirra alltaf upp á heimsvísu.
Dansararnir lögðu sig alla fram og tókst svo sannarlega að ná athygli hjá báðum kennurum. Antoine og Josh fannst mikið til íslensku nemendanna koma og getustigið kom þeim á óvart. Við hjá dansskólanum vitum að sjálfsögðu hvað dansararnir okkar eru öflugir en það var frábært og hvetjandi fyrir dansarana að heyra slík ummæli frá svona þekktum dönsurum.
Það er greinilegt að metnaður hjá íslenskum dönsurum er mikill og er það hvetjandi fyrir starfsfólk skólans að halda áfram að fá svona stór nöfn til landsins.
Við viljum þakka öllum dönsurum sem mættu fyrir frábæra helgi. Takk fyrir að leggja ykkur öll fram, sýna hvoru öðru virðingu og hvetja hvert annað áfram. Framtíðin er björt, ÁFRAM ÞIÐ!!!
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5748,5749,5750,5751,5752,5753,5754,5755,5756,5757,5758,5759,5760,5761,5762,5763″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá Dance Camp-inu“][/vc_column][/vc_row]