DWC Intensive er ný deild innan Dansstúdíó World Class þar sem skólinn er í samstarfi erlenda danskennara sem koma til landsins til þess að þjálfa nemendur í takmarkaðan tíma á önninni.

ANTOINE TROUPE

Antoine Troupe kom til landsins í september og þjálfaði dansara deildarinnar í eina viku. Í þeirri viku sóttu dansaranir tíma hjá Troupe í samtals 23 klst.

Í vikunni var lögð mikil áhersla á markmiðasetningu og á að þjálfa hugarfari sitt. Hann kenndi grunn (foundation) í Hip Hop og Popping en einnig vann hann með þeim í kóreógrafíu.

Þetta var krefjandi vika og mikið var ætlast til af nemendum Intensive. Þau stóðust öll ótrúlega vel og við vorum virkilega stolt af okkar nemendum.

AFRAKSTUR VIKUNNAR

Í lok vikunnar kóreógrafaði hann þetta video með hópnum við lagið Lyfti Mér Upp með Emmsjé Gauta  og farið var á Reykjarnesskagann í tökur. Tökurnar gengu ótrúelga vel og dansararnir sýndu öll ótrúlega fagmannlega hlið og lögðu allt sitt í verkefnið.

Hámark sá til þess að allir voru vel nærðir í gegnum daginn og liði vel í tökunum.