DWC NEXT LEVEL
Við erum spennt að bjóða upp á glænýtt og krefjandi dans prógram fyrir allra dansþyrstustu dansarana okkar. Prógram fyrir alla dansara sem vilja taka dansinn á næsta level!
Lokað námskeið fyrir dansara DWC sem vilja ná lengra. 11 vikna námskeið með Hafdísi Eyju þar sem farið er ítarlega í grunnþjálfun, tækni og framkvæmd í hinum ýmsu stílum.
UM NÁMSKEIÐIÐ
Valdir dansarar æfa á hærra levelii en hefur áður verið boðið upp á hjá dansskólanum. Þar sem þetta verður mjög krefjandi dansnám þá viljum við biðla til dansara að mæta af fullum krafti inn í þetta prógram og tilbúin í alls konar áskoranir. Við viljum fá það besta fram í dönsurunum okkar og leggjum mikið uppúr því að þessi hópur dansara komist í betri skilning í ýmsri dansfærni á borð við performance, pick-up, úthald, dýnamík, tónnæmi og persónulegan stíl svo eitthvað sé nefnt.
KENNARI
Hafdís Eyja hefur verið að ferðast um Evrópu síðastliðin fjögur ár sem dansari og tekið þátt í ýmsum verkefnum í dansheiminum. Þar á meðal í mörgum stórum verkefnum með þekktum danshöfundum. Við erum svo heppin að hún er uppalin í DWC og ætlar að vera með okkur á vorönn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir dansarana okkar til þess að taka dansinn skrefinu lengra og upplifa hvernig umhverfið er erlendis. Hafdís mun byggja tímana upp af sinni reynslu erlendis og færa það nær dönsurunum okkar. Meiri agi, meiri kröfur og erfiðari danstímar.
TÍMASETNING
Námskeiðið fer fram alla föstudaga, tveir klukkutímar í senn.
kl.17.00-19.00
KENNSLUSTAÐUR
Kennsla fer fram í World Class Smáralind
DANSPRUFUR
Dansarar sækja um að taka þátt í prógram-inu með að taka þátt í dansprufum sem fara fram föstudaginn 17. janúar. Prufur fara fram kl.17.00-19.00. Það er sér valið inn í þennan hóp.
ALDURSTAKMARK
Dansarar á þrettánda ári (fæðingarár 2012)
VERÐ
54.990 kr.
Það er hægt að ráðstafa frístundastyrk upp í námskeiðið.
Stefnt er að því þessi hópur fari erlendis á Dance Camp með skólanum einhvern tímann á tímabilinu maí-ágúst. Það er í skoðun og verður ákvörðun tekin í samráði við dansarana sem komast inn í hópinn og fjölskyldur þeirra.