Forskráning er hafin!
Forskráning er hafin á vorönn 2017!
Forskráningartilboð er nú í gangi fram að Þorláksmessu. Forskráningu lýkur á miðnætti þann 22. desember. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta ykkur það. Skráning fer fram á heimasíðu skólans, www.dwc.is og í öllum World Class stöðvum í s. 553 0000.
DANSHÓPAR FYLLAST
Við vekjum athygli á því að takmarkað pláss er í danshópana en við höfum takmarkað plássið enn meira frá því á haustönn. Biðlistar munu því myndast fljótt og við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur pláss í tæka tíð. Við munum ekki geta bætt við fleiri hópum þegar hóparnir fyllast.
VORÖNN
Vorönn er byggð á lotukerfinu en það eru þrjár lotur. Lota 1 er 4 vikur, Lota 2 er 6 vikur og Lota 3 er 2 vikur. Nemendasýning skólans fer fram í Borgarleikhhúsinu dagana 18. og 21. mars. Danshópum verður skipt niður á sýningardaga og munum við tilkynna skiptinguna í byrjun febrúar.
Skipulag er með sama hætti og á haustönn, hver danshópur fær nýjan danskennara í hverri lotu.
NÝTT! Valtímar í Acro
Nú býðst nemendum sem sækja valtíma, þ.e. þriðja tímann á viku, að fara tvisvar sinnum yfir önnina á Acro námskeið. Þeir tímar fara fram í Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabænum. Við erum að vinna að samstarfi við öll önnur fimleikafélög og verður boðið upp á fasta Acro tíma í töflu á Vornámskeiði í apríl.
FRÍSTUNDASTYRKIR
Við erum aðilar að frístundastyrkjum og er hægt að greiða fyrir námskeiðið með því að ráðstafa því. Hægt er að greiða með styrknum fyrir árið 2016, ef þið eigið hann ennþá inni. Þið gangið frá skráningunni í gegnum neðangreinda slóð:
https://worldclass.felog.is/
Ef þið lendið í vandræðum þá er leiðbeiningar að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/greidslur/
STYRKUR 2017
Styrkur 2017 verður ekki virkur fyrr en eftir áramót. Ef foreldrar vilja ekki bíða með skráningu fram yfir áramótin þurfa þau að fylla út blað sem er í fylgiskjali og senda það með tölvupósti til okkar eða koma með það í afgreiðslu Laugar.
Eftir áramót höfum við samband við foreldra til að minna á að rástaða styrknum. Því er nauðsynlegt er að á blaðinu komi fram netfang og símanúmer.
Hlökkum til að hitta alla nemendur skólans á sunnudaginn í Gamla Bíó. Vonums til þess að sjá sem allra flesta.
Sjáumst þá 🙂