Frábær mæting í tæknitímann í dag
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Opni tæknitíminn fór fram í dag. Þátttakan var vonum framar en 36 nemendur lögðu leið sína í World Class í Kringlunni til þess að bæta sig í tækniæfingum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skólinn býður upp á slíkan tíma en áður fyrr hafa undirtektir ekki verið jafn miklar. Svo virðist sem dansararnir okkar hafi enn meiri metnað og áhuga en áður og eftirspurn hefur svo sannarlega skapast eftir fleiri sérhæfðum danstímum af þessum toga. Við tökum því fagnandi og munum svo sannarlega verða við því.
Danstíminn gekk rosalega vel samkvæmt Thelmu Christel kennara. Hún tók fram að hún hafi fundið fyrir smá stressi hjá sumum nemendum í upphafi tímans og að það sé skiljanlegt. Hún hafi farið hratt yfir í fyrstu áður en hún hægði á kennslunni. Nemendur skólans eru margir hverjir með mismunandi bakgrunn og mis góð tök á tækniæfingum en margir nemendanna hafi komið sjálfum sér á óvart í tímanum. Nemendur réðu við meira en þeir héldu og voru fljótir að leiðrétta þá þætti sem þeir þurftu að bæta við framkvæmd æfinganna. Í lok tímans voru allar æfingarnar bundnar saman í stutta dansrútínu og náðu lang flestir góðum tökum á henni. Einbeitingin leyndi sér ekki allan tímann og andrúmsloftið var frábært.
Við erum hrikalega ánægð að sjá aukinn áhuga fyrir tímum sem þessum og erum stolt af þeim nemendum sem nýttu sér tækifærið til að bæta sig enn frekar. Við erum strax farin að skipuleggja næsta tíma svo fylgist með hér á heimasíðunni og á Facebook síðu skólans.
[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2943,2944,2945,2946,2947,2948,2949,2950,2951,2952,2953,2954,2955″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir úr tímanum“][/vc_column][/vc_row]