Frábærar viðtökur á Pétur Pan!
[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“1638″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]
Árleg nemendasýning dansskólans fór fram á miðvikudaginn síðast liðinn, fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Allir nemendur, sem eru í kringum 500 talsins, sýndu listir sínar á þremur sýningum yfir daginn. Þemað í ár var Pétur Pan og var það leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem fór með sögurþráð í bundnu máli. Nokkrir af nemendum fóru með leikhlutverk við textann við mikið lof áhorfenda. Sýningar dansskólans hafa vakið mikla athygli síðustu ár fyrir frumlegheit og leikhúsvæna upplifun. Punktinn yfir sýninguna setti svo hinn ástkæri söngvari Páll Óskar er hann tók lagið á meðan nemendur komu valhoppandi og klappandi inn á svið og þökkuðu fyrir sig. Þakið ætlaði að rifna af húsinu, þvílíkt var lófatakið. Frábær dagur að enda og hlaut sýningin mikið lof áhorfenda. Gleðin skein í hverju andliti nemenda og var góð og jákvæð stemmning baksviðs allan daginn. Það er ekki hægt að biðja um meira.
Kennarar skólans eru í skýjunum með frammistöðu nemenda og eru sýningarstjórar agndofa yfir viðtökunum. Við vissum að við værum með góða sýningu í höndunum og er frábært að heyra jákvæðar viðtökur frá foreldrum, ættingjum, vinum og öðrum áhorfendum sem sóttu sýninguna. Tölvupóstum hefur ringt inn á netfang skólans þar sem foreldrar lofsama sýninguna. Okkur þykir vænt um það og þökkum við ykkur kærlega fyrir hlý orð í okkar garð. Einnig þökkum við ykkur fyrir að taka ykkur tíma og senda okkur þessa tölvupósta.
Myndir frá sýningunni verða birtar hér á síðunni eftir helgina og eru atriðin væntanleg inn á heimasíðu og á YouTube síðu skólans innan 10 daga.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“nivo“ interval=“3″ images=“1656,1645,1649,1647,1644,1651,1653,1657,1652,1650,1648,1655,1654,1646″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni“ img_size=“880×587″][/vc_column][/vc_row]