Frábærar dansprufur um helgina
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fóru fram um helgina. Yfir 100 nemendur mættu og spreyttu sig í prufunum og létu hæfileikarnir ekki á sér standa. Dómnefnd var skipuð kennurum skólans og áttu þeir í fullu fangi með að skera niður í hópnum. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, alhæfði eftir prufurnar að þetta hafi verið mjög erfitt val og að gæðin í prufunum hafi aldrei verið meiri. Nemendur eru greinilega að ná miklum framförum með sínum danshópum og hrósaði hún nemendum hástert fyrir metnaðinn sem þeir sýndu í prufunum.
Það var sérstaklega skemmtilegt fyrir kennara að sjá samstöðuna sem ríkti yfir daginn í hópnum. Allir nemendur voru einbeittir en voru alltaf tilbúnir í að hvetja samnemendur sína áfram til dáða í prufunum. Kennarar skólans leggja mikla áherslu á samstöðu í danstímum og að nemendur læri einnig af samnemendum sínum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá það skila sér í framkomu nemenda gagnvart hver öðrum.
Einungis 14 nemendur komast inn í danshópinn og verður hann tilkynntur í lok vikunnar.
Það er greinilegt að spennandi tímar eru framundan hjá skólanum. Nemendur eru að ná miklum framförum og fjöldinn allur af efnilegum dönsurum eru nú að láta mikið á sér kveða í sínum danshópum. Þessu tökum við fagnandi.
Hér má sjá myndband af nemendum ásamt kennurum í lok dagsins. Stemmningin var gríðarleg og ber myndbandið það svo sannarlega með sér.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video title=“FRÁBÆR STEMMNING“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=ynxMObCpD4M&feature=youtu.be“][/vc_column][/vc_row]