Fyrrri hluta sumarnámskeiðs lokið!

Við viljum þakka fyrir frábært námskeið. Fyrri hluta námskeiðisins er nú lokið og nemendur stóðu sig frábærlega. Kennarar eru allir sammála um að nemendur sýndu mikinn metnað og áhuga og það var létt og skemmtileg stemning í öllum tímum á sama tíma og það var mikil einbeiting. Kennarar sáu mikinn mun og árangursbætingu hjá mörgum nemendum.

Bæta við seinni hluta námskeiðs

Það er hægt að bæta við sig seinni hluta námskeiðsins ef nemendur hafa áhuga á því. Þeir sem gera það mega gjarnan hafa samband við okkur á þetta netfang, dwc@worldclass.is.

Annars óskum við ykkur gleðilegs sumars og vonum að þið hafið það yndislegt innanlands með fjölskyldu og vinum. Eins segjum við hæ, hó og jibbí jei og vonum að þið njótið þjóðhátíðardags okkar Íslendinga á morgun.

Byrjum aftur í haust

Haustönn hefst 14. september. Æfingar hefjast aftur fyrir þá nemendur sem æfðu með okkur á vorönn hefjast 25. ágúst og sýningin okkar fer fram í Borgarleikhúsinu 12. og 13. september.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Hlýjar kveðjur,

DWC