Viltu dansa með meira sjálfsöryggi?
Þá skaltu…
1. Vera vinnusöm/samur
Því meira sem þú vinnur í sjálfri/sjálfum þér sem dansara, því meira sjálfsöryggi munt þú náttúrulega öðlast með bættri tækni og getu.
Um leið og þú finnur að tímarnir verða auðveldari og því betur sem þú skilur tónlistina því öruggari verður þú í eigin skinni. Það er ekki hægt að taka framförum og vera ekki svoldið stoltur af sér!
Þegar þú finnur stolt af sjálfri/sjálfum þér þá öðlast þú sjálfstraust og hvatningu innra með þér. Og þó að framfarirnar verði stundum hægar, getur þú verið stolt/ur af því að hafa lagt þig alla/n fram!
Að vera valin/n til að sýna í lok tímans skiptir ekki jafn miklu máli og að þekkja sjálfan sig.
Þjálfaðu. Lærðu. Treystu sjálfri/sjálfum þér.
2. Vertu ,,öðruvísi, ekki betri”
Eitt af því mest frelsandi er að átta sig á því að í dansi (og allri list) er ekkert sem heitir rétt eða rangt.
Jú, auðvitað er tækni í dansi sem allir þurfa að læra eins, en þegar að kemur að persónulegum stíl : Do you !
Ein leið til þess að dansa með meira sjálfsöryggi er að fagna rétti þínum til þess að vera öðruvísi.
Ef eitthvað, taktu því sem hvatningu að vera frumleg/ur.
Margir dansarar lenda í þeirri gryfju að reyna að vera alveg eins og dansfyrirmyndirnar sínar, af því þeir eru hræddir við eða fatta ekki að skapa sína eigin dansímynd.
Þetta getur átt þá hættu að líta út fyrir að vera útþynnt útgáfa af þeim dansara sem þeir reyna að stæla og það getur komið í veg fyrir að þeir finni sinn eigin stíl.
Þegar þú finnur þína eigin rödd og líður vel í eigin skinni þá er ómögulegt að það líti ekki vel út!
Þitt persónulega “swag” er sniðið að þínum líkama. Verðu það með stolti!
3. Mundu eftir líkamsbeytingunni
Viltu einfalt ráð hvernig best er hægt að dansa eigin eða annarra manna kóreógrafíu með sjálftrausti ?
Hér hefur þú það :
Rétt líkamsbeyting.
Líkamsbeyting snýst ekki bara um að skjóta bringunni út og hökuna upp.
Það snýst um að bera kennsl á hvers kyns karakter kóreógrafían er að reyna að miðla.
Sjálfstraust lítur mismunandi út í mismunandi samhengi.
Sumir stílar (til dæmis waacking) krefst þess að þú standir beinn, með beinar axlir og fókusinn upp. Kraftmikill og kynþokkafullur.
En aðrir stílar (til dæmis mjúkt R&B) lítur vandræðalega út með upprétta stöðu. Þar þarf maður að sitja vel í sporunum og hafa lágan fókus.
Að finna rétta líkamsstöðu sem hæfir hverjum stíl getur hjálpað þér að tjá tilfinningu kóreógrafíunnar, þar með verður frammistaða þín náttúrulegri og sterkari.
4. Farðu í hlutverk
Þetta gæti komið þér á óvart.. En…
Þú þarft ekki að vera með mikið sjálfstraust til þess að geta dansað með sjálfstrausti.
Öll erum við eitthvað óörugg, innan og utan dansins.
Það frábæra við að koma fram er að þú getur gleymt öllu í smá stund og verið einhver annar.
Þú getur bókstaflega leikið aðra persónu.
Þegar þú dansar kóreógrafíu, hlutaðu þá á tónlistina og leyfðu þér að búa til heila sögu í huganum.
Spurðu sjálfa þig :
,,Hvað er þessi persóna að upplifa? Hverjar eru hennar tilfinningar og þrár? Í hvaða aðstæðum eru þau? “
Að skýra fyrir þér hlutverkið gerir það auðveldara að nota rétta líkamsstöðu, beita réttum sviðbriðgðum og töktum sem hlutverkið krefst.
5. Vertu ónæm/ur fyrir því að klúðra
Mistök eru blessanir í dulargervi.
Mistök eru ,,pásu takkar” í lífinu þar sem þú þarft að staldra við og spyrja sjálfa/n þig ,,Okei hvað var að gerast ? Og hvernig get ég komið í veg fyrir að þetta gerist aftur? “
Ef þú nálgast áskoranir með því hugarfari að þú viljir læra af þeim, þá er ekkert sem þú þarf að óttast.
Að hafa opinn huga og vilja til að læra, er hin fullkomna uppskrift til velgengni.
Þannig að næst þegar þú færð “brainfart” í danstíma, ekki stressa þig á því. Notaðu það sem hvata til þess að bæta þig.
Að vera sjálfsöruggur þýðir ekki að þú sért ósigrandi. Það þýður bara að þú ætlir ekki að láta óttann við að gera mistök halda aftur að þér.
6. Skuldbintu þig
Að dansa STÓRT og ,,út” er örugg leið til þess að ná athygli.
En ekki skal dansa alla stíla eins út.
Að vera sjálfsöruggur snýst ekki um það HVERSU HART ÞÚ NEGLIR ALLAR HREYFINGAR; heldur hversu ,,all in” þú ert í kóreógrafíunni.
Í stað þess að fríka út í hverju spori, stúderaðu nákvæmlega hveru mikla orku þú þarft að gefa og gefðu það. Allt það!
Ef sporið er að rétta alveg út hendinni, réttu þá út hendinni. Þarf að fara lágt? Eins gott að þú GRAND plié-ir þig í drasl! Stökk? Reyndu að ná í loftið. Þegar að það hægir á laginu, hægðu þá á hreyfingunum þínum.
Einfaldir hlutir eins og að ganga, horfa, freestyle-a – vertu eins mikil “all in” í því og öðrum pörtum kóreógrafíunnar.
Að dansa með sálfsöryggi snýst um að trúa á sjálfa/n þig!
Notaðu þessu 6 skref til þess að komast þangað sem þú ætlar þér!
Og ef þú ert enn að vinna í því að trúa á sjálfa/n þig, mundu að við trúum á þig!
Mættu nú í tíma og rústaðu!!