JÓLASÝNING 3. DESEMBER!

Jólasýning dansskólans er árleg nemendasýning sem fer fram í byrjun desember á ári hverju. Jólasýningin í ár fer fram í Austurbæ, laugardaginn 3. desember næst komandi. Allir danshópar skólans koma fram og sýna afrakstur haustannar. Skólinn tók sinn stærsta vaxtarkipp til þessa í upphafi haustannar en skráðir nemendur í skólanum eru nú orðnir 700 talsins. Það þýðir að við erum orðinn lang stærsti dansskólinn á höfuðborgarsvæðinu í dag og erum við afar ánægð með þann árangur.

Uppskeran á undanförnum misserum hefur verið langt fram úr okkar björtustu vonum og efnilegir og upprennandi dansarar skólans eru að blómstra í sínum danshópum.

ÞRJÁR SÝNINGAR
Þar sem nemendafjöldinn er orðinn svona mikill þá verður sýningin þrískipt í ár. Er það í fyrsta skipti sem svo er en jafnframt spennandi. Eingöngu tvær stöðvar sameinast á hverri sýningu og er skipulagið eftirfarandi:

SÝNING 1
Egilshöll og Mosfellsbær
kl.11.30

SÝNING 2
Smáralind og Ögurhvarf
kl.14.15

SÝNING 3
Laugar og Seltjarnarnes
kl.17.00

Nánara skipulag hefur nú þegar verið gefið út til foreldra og nemenda.

Hlökkum til að hringja inn enn ein jólin í Austurbæ með dansfjölskyldunni okkar!