
Nú er allt á fullu í undirbúning fyrir nemendasýninguna okkar en hún fer fram laugardaginn 30. nóvember í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum í Hörpu og hlökkum mikið til að halda upp á hátíðlega jólasýningu í Silfurbergi fyrstu helgina í desember. Húsið er orðið hátíðlega skreytt á þessum tíma og eigum við ekki von á öðru en frábærri stemningu eins og alltaf á sýningardegi.
Tvær sýningar
Tvær sýningar fara fram yfir daginn og er danshópum skipt niður á sýningar eftir stöðvum. Allar upplýsingar varðandi mætingu, sýningarskipan, miðasölu og annað sem við kemur sýningunni munum við senda frá okkur á tölvupósti á föstudag.