KAREN KAMGAN, 17 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ef ég á að lýsa mér í fimm orðum þá er ég afar brosmild, glaðlynd, hógvær og hyped en samt chill.

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Það er erfitt að velja en meðal þeirra eru Paradox, Shaun Evaristo, Brian Puspos og Dytto. Svo er líka gaman að fylgjast með Rie Hata.

Hvað fílarðu við DWC?

Mér finnst danstímar í DWC góðir og skemmtilegir og ég fæ uppbyggjandi athugasemdir frá kennurum. Ég hef lært margar skemmtilegar og mismunandi rútínur og það er alltaf góð stemning í tímum.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

DWC Dance Camp er ótrúlega skemmtileg upplifun og gott tækifæri til að læra hjá kennurum sem hafa kennt víðsvegar.

Ertu pepp fyrir haustönn?

Ég er mjög spennt fyrir haustönn!

Hvað er dansdraumurinn?

Það hefur alltaf verið minn helsti dansdraumur að fara í dansprufur fyrir tónleikaferðalag, verða valin og fá að dansa og ferðast um allan heim.

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Það má segja að dansar sem ég sem sjálf séu afar lyrical enda pæli ég mjög mikið í skilaboðum hvers lags sem ég sem við. Ég er ekki viss um að ég viti sjálf hvaða stíl ég vinn mest með en ég elska að semja við tilfinningaríka R&B tónlist.