Kennarar og nemendur dansandi í Latabæ

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að barnasýningin, Ævintýri í Latabæ, er nú sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Um umfangsmikla sýningu er að ræða og hefur hún fengið lof gagnrýnenda að undanförnu. Söng- og dansnúmer eru fjölmörg og af alls kyns toga. Þar er farið inn á marga mismunandi dansstíla í takt við tónlist sem samin er af Mána Svavarssyni, tónlistarhöfundi Latabæjar. Sýningunni er leikstýrt af Magnúsi Scheving og Rúnari Frey Gíslasyni.

Þetta verkefni stendur okkur nærri þar sem tveir af kennurum skólans og þrír af nemendum skólans taka þátt í sýningunni. Þar að auki er Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans, danshöfundur sýningarinnar. En Stella hefur starfað sem danshöfundur Latabæjar frá árinu 2011. Kennarar og nemendur skólans eru í hlutverki dansara en eru það kennararnir Jóna Kristín Benediktsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir sem um ræðir. Jóna Kristín er fastur kennari á haustönn en Katrín er við afleysingar þessa önnina. Nemendur skólans eru þau Jasmín Dúfa Pitt, Hilmar Steinn Gunnarsson og nýr nemendi skólans, Brynjar Dagur Albertsson. Þess ber að geta að Jasmín deilir hlutverki Sollu Stirðu með frænku sinni Melkorku Davíðsdóttur Pitt og fer með það hlutverk þegar svo ber undir.

Skólinn leggur mikið upp úr því að bjóða upp á tækifæri fyrir dansara skólans og erum við stolt af því að bæði kennarar og nemendur skólans taka þátt í þessu metnaðarfulla og flotta verkefni.

 

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2434,2435,2437,2438,2439″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá myndir af dönsurum í ferlinu“][/vc_column][/vc_row]