Mikil gleði á Sumarfögnuði!
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Sumarfögnuður dansskólans fór fram í gær, mánudaginn 13. júní. Sólin skein á lofti og yfir 100 nemendur skólans lögðu leið sína í Laugardalinn. Eldri danshópur skólans stóð fyrir viðburðinum en hann er liður í fjáröflun hópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í byrjun ágúst mánaðar.
Trampólín, strandblak, Skólahreysti braut, loftdýnur og dansstöð var á dagskrá og skein bros í hverju andliti á meðan nemendur spreyttu sig á hverri stöð. Danshópurinn samdi sérstakan sumardans og sá Karen Benediktsdóttir, einn nemandi í hópnum, um að kenna hann. Dansinn er væntanlegur hér á heimasíðu og á samfélagssíður skólans á morgun, miðvikudag. Grillaðar voru pylsur og ríkti því almennileg sumarstemmning í bakgarðinum í Laugum í gær.
Kennarar skólans eru hæst ánægðir með daginn og er ekki hægt að hugsa sér betri leið til þess að ljúka frábæru vornámskeiði. 350 nemendur skólans sóttu vornámskeið að þessu sinni og er það mikið fagnaðarefni. Árangurinn lét ekki standa á sér og er ljóst að mikill uppgangur er innan skólans. Það verður því spennandi að hefja haustönn í september.
Takk fyrir frábært vornámskeið elsku dansarar og gleðilegt sumar!
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4308,4307,4306,4302,4305,4301,4300,4304,4299,4298,4297,4296,4294,4293,4292,4291,4290,4289″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir frá Sumarfögnuði!“][/vc_column][/vc_row]