Jólasýning DWC fór fram í Hörpu laugardaginn 30. nóvember. Tvær sýningar fóru fram yfir daginn fyrir fullum sal og var stemningin æðisleg. Dagur jólasýningar er alltaf einn skemmtilegasti dagur ársins en hann var extra hátíðlegur í ár í fallegu Hörpu. Það rúmaðist vel um alla nemendur baksviðs og nutu allir þessa frábærra útsýnis sem Harpa hefur upp á að bjóða á jafn fallegum dögum og þessum.
Framfarir nemenda
Framfarir nemenda eru gríðarlegar og kennarar gátu ekki annað en dáðst af nemendum á sviðinu. Allir nutu sín í botn enda ekki annað hægt þegar áhorfendur taka jafn virkan þátt í að hvetja dansarana áfram og þeir gerðu. Stórkotlegt að upplifa svona hvatningu, bæði fyrir dansararna og kennarana.
Vorönn 2020
Kennarar eru spennir að halda áfram danskennslu í janúar og halda áfram markvissri þjálfun og uppbyggingu. Vorönn hefst 13. janúar og skráning hefst föstudaginn 13. desember. Allar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skólans, dwc.is. Skráning fer einnig fram í gegnum heimasíðuna.
Myndirnar tók Garðar Ólafsson, @gardarolafsphotography