Hér má finna myndir frá jólasýningunni okkar í Hörpu sem fór fram á laugardaginn. Við erum í skýjunum með dansarana okkar, ekkert nema stórstjörnur! Svo gætum við ekki verið ánægðari með viðtökurnar. Endalaus ánægja með sýninguna og það er dásamlegt að heyra hvað foreldrar fara fögrum orðum um skipulagið og allt sem við kemur sýningunni. Þetta er klárlega alltaf hápunktur annarinnar og einn af skemmtilegustu dögum ársins.
Myndir er einnig að finna á Facebook síðu skólans. Mælum með að kíkja þangað líka. Myndirnar spanna allan daginn, bæði generalprufuna og báðar sýningarnar. Það sést greinilega að gleðin var í fyrirrúmi og dansararnir okkar nutu sín í botn bæði á sviði og baksviðs.
Ljósmyndari: @sjanaphotography