DWC DANCE CAMP haldið í annað skipti!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

DWC DANCE CAMP fór fram í annað skiptið núna um helgina og gekk framar vonum. 100 nemendur sóttu námskeiðið sem fram fór í World Class Kringlunni. Kennarar í þetta skiptið voru þeir Antoine Troupe og Josh Killacky frá Los Angeles. Þeir hafa vinnu sína af því að ferðast og miðla þekkingu sinni til upprennandi dansara og seljast danstímarnir þeirra alltaf upp á heimsvísu.

Dansararnir lögðu sig alla fram og tókst svo sannarlega að ná athygli hjá báðum kennurum. Antoine og Josh fannst mikið til íslensku nemendanna koma og getustigið kom þeim á óvart. Við hjá dansskólanum vitum að sjálfsögðu hvað dansararnir okkar eru öflugir en það var frábært og hvetjandi fyrir dansarana að heyra slík ummæli frá svona þekktum dönsurum.

Það er greinilegt að metnaður hjá íslenskum dönsurum er mikill og er það hvetjandi fyrir starfsfólk skólans að halda áfram að fá svona stór nöfn til landsins.

Við viljum þakka öllum dönsurum sem mættu fyrir frábæra helgi. Takk fyrir að leggja ykkur öll fram, sýna hvoru öðru virðingu og hvetja hvert annað áfram. Framtíðin er björt, ÁFRAM ÞIÐ!!!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5748,5749,5750,5751,5752,5753,5754,5755,5756,5757,5758,5759,5760,5761,5762,5763″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá Dance Camp-inu“][/vc_column][/vc_row]

Frábærar viðtökur vegna Nemendasýningarinnar!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Nemendasýningin fór fram úr öllum okkar væntingum. Við erum alveg brjálæðislega ánægð með krakkana sem öll með tölu stóðu sig frábærlega!

Sýndar voru 6 sýningar á tveimur dögum, þann 18. og 21. mars. Ævintýrið Charlie and the Chocolate Factory var túlkað með dansi og Björn Bragi Arnarsson sá um kynningar. Poppsöngkonan HILDUR kom svo fram með nemendum í lok allra sýninga.

Gleðin skein svo sannarlega úr hverju andliti og kennararnir stóðu stoltir á hliðarlínunni af árangri krakkanna.

Okkur langar að þakka fyrir fjölda tölvupósta sem okkur bárust frá foreldrum sem hrósuðu sýningunni í hástert. Það er svo gott að heyra það frá ykkur að við séum að gera vel og að þið séuð ánægð með starfið.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5729,5728,5727,5726,5721,5722,5723,5724,5725,5720″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá nemendasýningunni“][/vc_column][/vc_row]

Acro námskeið á morgun!

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasti Acro tíminn fer fram á morgun, laugardaginn 25. mars, fyrir þá nemendur sem eru skráðir í valtíma. Þar af leiðandi fara engir valtímar fram í dag, föstudaginn 24. mars. Námskeiðið fer fram í fimleikasal Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ. Hópnum er skipt í tvennt eins og vanalega.

Þjálfarar eru landsliðskonur í hópfimleikum en þær hafa allar keppt oftar en einu sinni fyrir Íslands hönd á erlendum stórmótum. Ábyrgðaraðili verkefnisins fyrir hönd DWC er Eva Dröfn Benjamínsdóttir, kennari, en hún átti fast sæti í landsliðinu í mörg ár áður en hún hætti keppni.
 
KL 14:30 – 16:00

LAUGARMOSFELLSBÆR

SELTJARNARNES

KL 16:00 – 17:30

EGILSHÖLL

SMÁRALIND

ÖGURHVARF

Við hvetjum alla til að vera tímanlega þar sem kennsla hefst á tilsettum tíma.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Frábær fyrsti dagur nemendasýninga!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Fyrsti dagur nemendasýninga skólans fór frábærlega fram á laugardaginn var þegar rúmlega 350 nemendur skólans stigu á svið. Þrjár sýningar fóru fram yfir daginn og var góð stemning í húsinu allan daginn.

Við erum að rifna úr stolti yfir nemendum okkar sem sýndu hvað eftir annað hvað þeir eru að eflast mikið. Allir hafa vaxið mikið og hver og einn persónuleiki er að skína skærar með hverri dansæfingunni. Það sást greinilega á sýningunni.

Takk fyrir hlý orð í okkar garð kæru foreldrar og aðstandendur. Það hefur gefið okkur mikið að lesa falleg ummæli ykkar í tölvupóstum í tengslum við sýninguna. Við förum því full tilhlökkunar inn í annan sýningardaginn okkar á morgun.

Hér er að finna nokkrar myndir frá fyrri sýningardeginum. Allar myndir eru væntanlegar seinna í vikunni. Myndbönd á YouTube eru væntanleg í næstu viku.

 

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5673,5674,5675,5676,5677,5678,5679,5680,5681,5682,5683,5684,5685,5686,5687,5688,5689,5690,5691,5692,5693,5694,5695,5696,5697″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row]

DWC Dance Camp 31.mars & 1.apríl

 

JOSH KILLACKY OG ANTOINE TROUPE Á ÍSLANDI!

DWC Dance Camp fer fram í annað skiptið dagana 31. mars og 1. apríl í World Class í Kringlunni.
Antoine Troupe hefur unnið með Prince og Kehlani og Josh Killacky er einn heitasti ungi dansarinn í Los Angeles í dag.

Fjórir 90 mínútna danstímar og myndataka með dönsurunum.

DANSTÍMAR
Tveir danstímar með Josh Killacy og tveir danstímar með Antoine Troupe.
Þeir kenna nýja rútínu í hverjum danstíma
Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað intermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin.

MYNDATAKA OG SPJALL
Allir dansarar fá að hitta Killacy og Troupe eftir danstíma. Einn dansari hittir þau í einu og fá tækifæri til þess að fá mynd af sér með þeim. Dansarar mega taka sínar eigin myndir á sína farsíma. Auk þess verða myndir teknar af atvinnuljósmyndara og birtar á heimasíðu skólans.

DAGSKRÁ
Föstudagurinn 31. mars
Josh Killacy kl. 17:00-18:30
Antione Troupe kl. 18:45-20:15

Laugardagurinn 1. apríl
Antoine Troupe kl. 12:30-14:00
Josh Killacy kl. 14:30-16:00

Ekki missa af tækifærinu til þess að dansa með þeim bestu!

SMELLTU Á TAKKANN OG SKRÁÐU ÞIG!

 

 

NEMENDUR DWC FÁ AFSLÁTT

Til þess að nýta þér afsláttinn þá þarftu að skrá þig i gegnum worldclass.is og smella á ‘MÍNAR SÍÐUR’ eins og myndin hér að neðan sýnir.

Þú skráir þig inn með því að slá inn kennitöluna þína og býrð til password sem þú munt alltaf muna.

Danshelgi í Laugum!

Danshelgi fer fram í Laugum alla helgina. Allir danshópar sameinast og fara yfir atriði sín.

 

 

 

 

 

Miðasala hafin á nemendasýninguna!

 
Nemendasýning DWC í ár er byggð á ævintýrinu og bíómyndinni Charlie And The Chocolate Factory. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins og er það Björn Bragi Arnarson sér um kynningar.
 
Sýningardagar eru tveir, 18. og 21. mars
 
LAUGARDAGURINN 18. MARS
Danshópar úr Egilshöll, Smáralind og Ögurhvarfi.
7-9 ára danshópar sýna eingöngu á sýningu 1 og 2, allir aðrir danshópar sýna á öllum sýningum.
Sýning 1 : kl.12.00
Sýning 2 : kl.13.30
Sýning 3 : kl.15.00
 
ÞRIÐJUDAGURINN 21. MARS
Danshópar úr Laugum, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
7-9 ára danshópar sýna eingöngu á sýningu 1 og 2, allir aðrir danshópar sýna á öllum sýningum.
Sýning 1 : kl.16.30
Sýning 2 : kl.18.00
Sýning 3 : kl.19.30
 
Aðeins eitt miðaverð óháð aldri : 2.700 kr.
Tryggðu þér miða á tix.is
Beinan link er að finna hér :
https://tix.is/is/search/?k=nemendasýning%20dwc

 

 

 

 

 

 

 

Thriller Dansdagur

DWC ætlar að hefja nýja röð af viðburðum í þeim tilgangi að kynna nemendur skólans fyrir þekktum sögulegum kóreógrafíum. Fyrsti viðburðurinn fer fram sunnudaginn 5. mars næstkomandi í World Class í Kringlunni. Viðburðurinn er opinn öllum nemendum skólans og fer fram milli klukkan 14:00 og 16:00.

Nemendur koma til með að læra hina þekktu Thriller rútínu sem Michael Jackson gerði heimsfræga á sínum tíma. Dansinn verður tekinn upp eftir kennsluna og við endum þetta svo á pizza-veislu í samstarfi við Domino’s.

SKRÁNING
Skráning fer fram á netfangi skólans, dwc@worldclass.is, fyrir föstudaginn 3. mars 2017.

Ekkert vetrarfrí hjá DWC!

Allar æfingar fara fram í vikunni samkvæmt tímatöflu hjá dansskólanum. Það er ekki gert hlé á dansæfingum samhliða vetrarfríi í skólum.

Allir danshópar skólans eru á fullu í að undirbúa nemendasýningu að svo stöddu en nemendasýningar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 18. og 21. mars.

Skipulag er eftirfarandi:
Laugardagurinn 18. mars
Allir danshópar í Egilshöll, Smáralind og Ögurhvarfi.

Þriðjudagurinn 21. mars
Allir danshópar í Laugum, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.

Miðasala hefst á tix.is í mars.

DANSPRUFUR Á MORGUN

Við minnum á að dansprufur fyrir danshópa DWC fara fram á morgun laugardag, 27. janúar, í World  Class í Laugum.

Yngri prufur : kl.13.00-15.00
Mæting kl.13.45
11-13 ára
Fæðingarár: 2004-2006

Eldri danshópur: kl.15.00-17.00
Mæting kl.14.45
14-18 ára
Fæðingarár: 1999-2003

Skráning er í fullum gangi á dwc@worldclass.is
Sendu okkur nafn, fæðingarár og danshópinn sem þú æfir með

Mæta þarf með útprentað portfolio í prufurnar með mynd af þér og upplýsingum um nafn, aldur og danshóp.