DANCEOFF Í DAG!

DANCEOFF Dansbikar fer fram í fjórða skipti í ár og nú í Austurbæ. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum ekki í Tjarnarbíó en það er einungis vegna þess að keppnin er orðin of stór fyrir það frábæra húnsæði. Dansfjölskyldan okkar þekkir þó Austurbæ vel og verður gaman að eyða deginum þar.

Keppnin hefst kl.13.30 og er áætlað að spanni tvær klukkustundir.

Keppendur mæta á svæðið kl.10.30 og hefst generalprufa kl.11.00.

HÚSIÐ OPNAR
Húsið opnar stundvíslega kl.13.00 og hafa þá áhorfendur hálftíma til þess að koma sér fyrir.

MIÐASALA
Miðsala fer fram á midi.is en miðaverð er 1000 kr. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Kaupa þarf svokallaða 0 kr. miða fyrir börn 12 ára og yngri í gegnum midi.is. Það birtist felligluggi þegar smellt hefur verið á ‘Kaupa Miða’ og þar er hægt að velja tegund miða. Þetta er eingöngu gert til þess að við getum áætlað fjöldann í salnum.

Beinan link á miðasölu er að finna hér:
https://midi.is/atburdir/1/9843/DANCEOFF_Dansbikar_2016

Hlökkum til að sjá ykkur!

DANCEOFF Dansbikar á laugardaginn!


Danceoff dansbikarkeppni skólans fer fram laugardaginn 12. nóvember í Austurbæ, við Snorrabraut. Keppni hefst kl.13.30 og kostar 1000 kr. inn. Frítt er inn fyrir börn, 12 ára og yngri.
MIÐASALA
Miðasala fer fram á midi.is og hefst hún seinni partinn í dag, mánudag. Kaupa þarf 0 kr. miða fyrir 12. ára og yngri er það gert til þess að áætla fjöldann í húsinu. Þó það sé frítt inn fyrir 12. ára og yngri þá biðjum við fólk eingöngu að kaupa þann miðafjölda sem er nauðsynlegur.

TÓNLIST

Tónlist þarf að skila inn á .mp3 formi á netfangið dwc@worldclass.is, í síðasta lagi á miðvikudaginn, 9. nóvember. Það er síðasti dagur til að skila inn tónlist. Hún þarf að vera klippt og í í réttri lengd, innan tímamarka sem gefin eru upp hér að ofan. Dansskólinn tekur ekki að sér að klippa tónlist fyrir keppendur.

KEPPNISDAGURINN
Áætlað er að nemendur mæti kl.10.30 og generalprufa hefjist kl.11.00 þann 12. nóvember.

Nánari upplýsingar um keppnina verða sendar út í lok vikunnar.

Vetrarfrí er hafið!

Vetrarfrí dansskólans er hafið en kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október næst komandi. Miðað er við skóladagatal Reykjavíkurborgar.

Við vonum að allir njóti vetrarfrísins og hlökkum til að hitta alla nemendur okkar aftur í danssalnum í næstu viku.

 

Danstímar falla niður í kvöld!

Allir danstímar falla niður í kvöld vegna stormviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu.

Tímarnir sem um ræðir eru :

13-15 ára Egilshöll

13-15 ára Mosfellsbær

13-15 ára Seltjarnarnes

13-15 ára Ögurhvarf

16 plús Egilshöll

16 plús Mosfellsbær

16 plús Ögurhvarf

Við tökum enga sjénsa og hvetjum alla til þess að halda sig heima í kvöld.

VETRARFRÍ 

Vetrarfrí er þar með formlega hafið og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október næst komandi.

Smáralind opnar eftir viku!

Því miður tilkynnist að opnun Smáralindar dregst um viku. Það er allt komið í hús nema búningsklefarnir.
Okkur hlakkar mikið til að hefja danskennslu í þessum glæsilega stað og þessari hrikalega flottu stöð.
Nemendur geta sótt danstíma í þessari viku í hvaða stöð sem þeir vilja.
 Framkvæmdirnar hafa dregist vegna ýmissa þátta sem voru ófyrirséðir. Við þökkum fyrir sýndan skilning.
Eigið frábæran dag og okkur hlakkar til að dansa með verðandi nemendum okkar í Smáralind í öðrum stöðvum í vikunni.

Dagskrá á DWC Dance Camp!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

DWC Dance Camp fer fram á morgun. Aðeins 15 pláss eru laus á KK Harris er komin til landsins og er mjög spennt að kenna íslenskum dönsurum. Hollywood er væntanlegur til landsins. Þau munu skoða landið okkar í dag og á morgun og koma svo full tilhlökkunar í danstíma á morgun, föstudag.

[/vc_column_text][vc_single_image image=“4754″ img_link_target=“_self“ img_size=“4961 × 3543″][/vc_column][/vc_row]

Tæknitímar og Master Class falla niður á föstudaginn!

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

Dwc Dance Camp fer fram dagana 14. og 15. október og af þeim sökum falla niður allir tæknitímar og Master Class föstudaginn 14. október.

Stórstjörnunar KK Harris og Hollywood mæta til landsins og halda workshop í nýju World Class stöðinni í Breiðholti um helgina.

Við erum ákaflega stolt og full tilhlökkunar að taka á móti þeim og gefa okkar nemendum tækifæri til þess að dansa með bestu dönsurum í heimi.

Tímarnir verða bættir upp í undirbúning fyrir jólasýninguna.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Nýr yngri danshópur skipaður

Framhaldsdansprufur fyrir yngri danshóp skólans fóru fram á föstudaginn, 7. október, síðast liðinn. Valið var erfitt þar sem takmarkað pláss var í hópinn. 67 nemendur mætti í framhaldsprufur en eingöngu tíu nemendur skipa hann að prufum loknum. Við viljum þakka öllum nemendum sem komu í dansprufurnar fyrir frábæra frammistöðu, bæði þeim sem komust áfram í framhaldsprufurnar jafnt sem öllum þeim sem mættu í fyrstu prufurnar.  Yngri danshópur ásamt hinum danshópum skólans mun sinna verkefnum á vegum skólans út þetta ár en prufur fara aftur fram í ársbyrjun 2017.

Danshópana skipa :

Alexandra Magnúsdóttir
Alísa Helga Svansdóttir
Aníta Eik Hlynsdóttir
Brynja Anderiman
Elín Helga Finnsdóttir
Guðrún Jane Gunnarsdóttir
Julia Newel
Ríkey Eiðsdóttir
Sóley Bára Þórunnardóttir
Sóley Jóhannesdóttir

Innilega til hamingju dansarar!

Frábært sundlaugarpartý!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Sundlaugarpartý dansskólans fór fram á föstudaginn í Laugardalslauginni í Laugardalnum. Yfir 200 nemendur mættu í sund með okkur og var mikil stemmning. Samhæfði sundlaugardansinn sló í gegn og eru kennarar í skýjunum með viðburðinn. Þetta er fyrsti liðurinn í að efla félagsstarfið innan skólans og erum við strax farin að hlakka til næsta viðburðar. Við viljum þakka þeim foreldrum sem mættu með börn undir 10. ára aldri, kærlega fyrir samveruna, gaman að eyða tíma með foreldrum nemenda.

PIZZAVEISLA

Slegið var til pizzaveislu með Domino’s eftir sundið og þeim að sjálfsögðu skolað niður með gosi frá Ölgerðinni. Nemendur spreyttu sig á spurningaleik sem snéri að starfi skólans og erlendum gestakennurum sem kenna á DWC Dance Camp um næstu helgi.

Hér að neðan er að finna nokkrar myndir frá viðburðinum.

 

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4730,4731,4732,4733,4734,4735,4736,4737,4738,4739,4740,4741,4742,4743″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row]

Niðurstöður úr dansprufum í eldri danshópum!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Dansprufur í unglingahóp og eldri danshópum skólans fóru fram á miðvikudaginn, 5. október, síðast liðinn. Valið var erfitt þar sem takmörkuð pláss eru í hvorn hópinn fyrir sig. Við viljum þakka öllum nemendum sem komu í framhaldsprufurnar fyrir frábæra frammistöðu. Danshóparnir munu sinna verkefnum á vegum skólans út þetta ár en prufur fara aftur fram í ársbyrjun 2017.

Danshópana skipa :

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]

UNGLINGAHÓPUR 14-17 ÁRA

Arna Björk Þórsdóttir

Birta Tryggvadóttir

Eydís Jansen

Kristín Böðvarsdóttir

Lísa Björk Ólafsdóttir

María Höskuldsdóttir

Rachel Mackenzie O’Hare

Rakel Guðjónsdóttir

Rakel Heiðarsdóttir

Snædís Sól Harðardóttir

Vildís Edwins

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]

ELDRI DANSHÓPUR

Arna Jónsdóttir

Birgitta Líf Björnsdóttir

Eva Dröfn Benjamínsdóttir

Helga Sigrún Hermannsdóttir

Hilmar Steinn Gunnarsson

Höskuldur Þór Jónsson

Katrín Eyjólfsdóttir

Sandra Björg Helgadóttir

Sara Dís Gunnarsdóttir

Snædís Anna Valdimarsdóttir

Vaka Vigfúsdóttir

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

Til hamingju þið sem komust inn. Hlökkum til að vinna með ykkur 🙂

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]