Skráning á haustönn er nú í fullum gangi og margir hópar að fyllast!
Við hvetjum foreldra til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur missi ekki af plássi sínu í danshópana.
Skráningu er hægt að ganga frá hér á síðunni.
Taktu þátt í öflugu danssamfélagi sem hjálpar þér að vaxa og verða betri dansari! Við bjóðum upp á markvisst og framsækið dansnám sem miðar að því að dansararnir okkar nái árangri.
Haustönn hefst mánudaginn 12. september og hefst skráning í næstu viku. Allar upplýsingar varðandi námskeiðið verður að finna hér á síðunni í lok vikunnar.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-08-10 23:52:452016-08-10 23:52:45OPNAR FYRIR SKRÁNINGU
Sumarfögnuður dansskólans fór fram í gær, mánudaginn 13. júní. Sólin skein á lofti og yfir 100 nemendur skólans lögðu leið sína í Laugardalinn. Eldri danshópur skólans stóð fyrir viðburðinum en hann er liður í fjáröflun hópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í byrjun ágúst mánaðar.
Trampólín, strandblak, Skólahreysti braut, loftdýnur og dansstöð var á dagskrá og skein bros í hverju andliti á meðan nemendur spreyttu sig á hverri stöð. Danshópurinn samdi sérstakan sumardans og sá Karen Benediktsdóttir, einn nemandi í hópnum, um að kenna hann. Dansinn er væntanlegur hér á heimasíðu og á samfélagssíður skólans á morgun, miðvikudag. Grillaðar voru pylsur og ríkti því almennileg sumarstemmning í bakgarðinum í Laugum í gær.
Kennarar skólans eru hæst ánægðir með daginn og er ekki hægt að hugsa sér betri leið til þess að ljúka frábæru vornámskeiði. 350 nemendur skólans sóttu vornámskeið að þessu sinni og er það mikið fagnaðarefni. Árangurinn lét ekki standa á sér og er ljóst að mikill uppgangur er innan skólans. Það verður því spennandi að hefja haustönn í september.
Takk fyrir frábært vornámskeið elsku dansarar og gleðilegt sumar!
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4308,4307,4306,4302,4305,4301,4300,4304,4299,4298,4297,4296,4294,4293,4292,4291,4290,4289″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir frá Sumarfögnuði!“][/vc_column][/vc_row]
Þar sem sólin fer hækkandi og sumarið er komið þá ætlar eldri danshópur skólans að halda Sumarfögnuð á mánudaginn kemur eða þann 13. júní kl.16.30-18.30 í World Class í Laugum. Það er spáð frábæru sólarveðri og ætlar danshópurinn að stilla upp svokallaðri WIPEOUT braut. Þetta er þrautabraut sem sameinar Skólahreysti braut, strandblakvöll, loftdýnur og trampólín. Danshópurinn mun einnig koma fram og sýna dansatriði auk þess að kenna SUMARDANSINN, en það er dans sem hópurinn hefur samið og ætlar að kenna nemendum. Dansinn verður svo tekinn upp á staðnum og deilt á heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans.
Viðburðurinn er þáttur í fjáröflun danshópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í ágúst. Aðgangseyrir er 500 kr. Pylsur og drykkir verða síðan til sölu á staðnum á gjafaverði.
Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur okkar mæta og fagna sumrinu með okkur. Vinir eru að sjálfsögðu velkomnir en skemmtunin er eingöngu ætluð börnum/unglingum á aldrinum 7-18 ára.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-06-10 10:12:502016-06-10 10:12:50SUMARFÖGNUÐUR Á MÁNUDAG!
Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006.
Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega kl.13.00 og er áætlað að þeim ljúki kl.15.30.
SKRÁNING
Skráning fer tram a netfanginu dwc@worldclass.is. Þú gengur frá skráningu með því að senda inn fullt nafn þátttkanda, kennitölu og þann danshóp sem viðkomandi æfir með hjá skólanum.
Skráning stendur til föstudagsins, 27. maí, kl.12.00.
Ef þið hafið einhverjar frekari fyrirspurnir eða vantar nánari upplýsingar þá getið þið endilega haft samband við starfsmenn skólans á netfangið, dwc@worldclass.is.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-05-21 00:18:392016-05-21 00:18:39Skráning í dansprufur er hafin!
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-05-03 21:46:492016-05-03 21:46:49Frí á Uppstigningardag!
Vornámskeið hefst á morgun, mánudaginn 2. maí. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt dansnám tvisvar og/eða þrisvar í viku. Einnig gefst nemendum í framhaldshópum kostur á að stunda dansnám með fleiri en einum danshóp og geta þá sótt danstíma allt að sex sinnum í viku. Þetta er frábær þróun og erum við spennt yfir því að geta boðið upp á þennan valmöguleika.
Nýjun á námskeiðinu er sú að nú geta ungu dansararnir okkar í danshópum 7-9 ára einnig sótt valtíma á föstudögum. Mikill áhugi er fyrir því og nú getum við loksins boðið upp á það.
Skipulag á önninni er með þeim hætti að kennarar munum færa sig á milli danshópa og taka sérstaklega fyrir þá dansstíla sem þeir sérhæfa sig í. Með þeim hætti aukum við fjölhæfni dansaranna okkar þar sem þeir fá dýpri skilning og kennslu í einstaka dansstílum.
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðu.
Við minnum á opna prufutíma fyrstu vikuna og hlökkum til að dansa með ykkur! Allir velkomnir.
Það gleður okkur að tilkynna að við munum stofna yngsta danshóp skólans á vornámskeiðinu í maí mánuði. Ástæðan er einföld. Þvílíkur uppgangur hefur verið í yngri danshópum skólans að undanförnu og það viljum við ýta undir. Danshópurinn er ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára. Dansprufur munu fara fram laugardaginn 28. maí og verður það auglýst síðar.
Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og erum ekkert smá stolt af því að geta ráðist í þetta verkefni með öllum þessum hæfileikabúntum.
Eingöngu nemendur sem eru skráðir á vornámskeið hafa kost á því að sækja dansprufurnar og freista þess að verða hluti af danshópnum.
Vornámskeið hefst mánudaginn 2.maí. Námskeiðið spannar sex vikur og fer kennsla fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt danstíma allt að fimm sinnum í viku. Í boði eru skipulagðir danstímar 2x og 3x í viku fyrir hvern danshóp með valtímum.
PRUFUTÍMAR
Fríir prufutímar fara fram fyrstu vikuna og er öllum frjálst að mæta. Við hvetjum alla til þess að koma og prófa danstíma hjá skólanum. Við bjóðum upp á framsækið og metnaðarfullt dansnám fyrir allan aldur og hlökkum til að sjá ný andlit í tímum og stækka dansfjölskylduna okkar enn frekar.
STUNDASKRÁ
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðunni.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-05-01 00:20:532016-05-01 00:20:53PRUFUTÍMAR FYRSTU VIKUNA!
Skráning er nú formlega hafin á vornámskeið skólans. Fer skráning fram hér á heimasíðu undir „skráning“ og í s.553 0000. Allar upplýsingar er að finna hér að neðan.
VORNÁMSKEIÐ 2. MAÍ – 10. JÚNÍ
6 vikur með mismunandi kennurum.
Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús.
Dansstílar : Jazz, Jazz Funk, Nútímadans, Lyrical, Módern og Commercial dansar.
Vornámskeið skólans hefst 2. maí. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Nemendur geta sótt danstíma tvisvar eða þrisvar í viku. Nemendum stendur einnig til boða að sækja danstíma í fleiri en einum danshóp og geta sótt tíma allt að sjö sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma.
Skipulag námskeiðsins Hver danshópur fær tvo kennara á meðan á námskeiðinu stendur. Hvor kennari tekur fyrir ákveðinn dansstíl sem hann sérhæfir sig í. Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma.
Valtímar Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum).
Frístundakort Ekki er hægt að nýta frístundastyrk upp í námskeiðsverð þar sem námskeið uppfyllir ekki kröfur um lengd námskeiðs til styrkveitingar. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur til þess að styrkveiting geti farið fram.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2016-04-12 06:57:272016-04-12 06:57:27SKRÁNING ER HAFIN
Margir hópar að fyllast!
Skráning á haustönn er nú í fullum gangi og margir hópar að fyllast!
Við hvetjum foreldra til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur missi ekki af plássi sínu í danshópana.
Skráningu er hægt að ganga frá hér á síðunni.
Taktu þátt í öflugu danssamfélagi sem hjálpar þér að vaxa og verða betri dansari! Við bjóðum upp á markvisst og framsækið dansnám sem miðar að því að dansararnir okkar nái árangri.
Sjáumst í tíma!
OPNAR FYRIR SKRÁNINGU
Haustönn hefst mánudaginn 12. september og hefst skráning í næstu viku. Allar upplýsingar varðandi námskeiðið verður að finna hér á síðunni í lok vikunnar.
Hlökkum til að hefja nýja dansönn!
Mikil gleði á Sumarfögnuði!
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Sumarfögnuður dansskólans fór fram í gær, mánudaginn 13. júní. Sólin skein á lofti og yfir 100 nemendur skólans lögðu leið sína í Laugardalinn. Eldri danshópur skólans stóð fyrir viðburðinum en hann er liður í fjáröflun hópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í byrjun ágúst mánaðar.
Trampólín, strandblak, Skólahreysti braut, loftdýnur og dansstöð var á dagskrá og skein bros í hverju andliti á meðan nemendur spreyttu sig á hverri stöð. Danshópurinn samdi sérstakan sumardans og sá Karen Benediktsdóttir, einn nemandi í hópnum, um að kenna hann. Dansinn er væntanlegur hér á heimasíðu og á samfélagssíður skólans á morgun, miðvikudag. Grillaðar voru pylsur og ríkti því almennileg sumarstemmning í bakgarðinum í Laugum í gær.
Kennarar skólans eru hæst ánægðir með daginn og er ekki hægt að hugsa sér betri leið til þess að ljúka frábæru vornámskeiði. 350 nemendur skólans sóttu vornámskeið að þessu sinni og er það mikið fagnaðarefni. Árangurinn lét ekki standa á sér og er ljóst að mikill uppgangur er innan skólans. Það verður því spennandi að hefja haustönn í september.
Takk fyrir frábært vornámskeið elsku dansarar og gleðilegt sumar!
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4308,4307,4306,4302,4305,4301,4300,4304,4299,4298,4297,4296,4294,4293,4292,4291,4290,4289″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir frá Sumarfögnuði!“][/vc_column][/vc_row]
SUMARFÖGNUÐUR Á MÁNUDAG!
Þar sem sólin fer hækkandi og sumarið er komið þá ætlar eldri danshópur skólans að halda Sumarfögnuð á mánudaginn kemur eða þann 13. júní kl.16.30-18.30 í World Class í Laugum. Það er spáð frábæru sólarveðri og ætlar danshópurinn að stilla upp svokallaðri WIPEOUT braut. Þetta er þrautabraut sem sameinar Skólahreysti braut, strandblakvöll, loftdýnur og trampólín. Danshópurinn mun einnig koma fram og sýna dansatriði auk þess að kenna SUMARDANSINN, en það er dans sem hópurinn hefur samið og ætlar að kenna nemendum. Dansinn verður svo tekinn upp á staðnum og deilt á heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans.
Viðburðurinn er þáttur í fjáröflun danshópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í ágúst. Aðgangseyrir er 500 kr. Pylsur og drykkir verða síðan til sölu á staðnum á gjafaverði.
Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur okkar mæta og fagna sumrinu með okkur. Vinir eru að sjálfsögðu velkomnir en skemmtunin er eingöngu ætluð börnum/unglingum á aldrinum 7-18 ára.
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Skráning í dansprufur er hafin!
Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006.
Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega kl.13.00 og er áætlað að þeim ljúki kl.15.30.
SKRÁNING
Skráning fer tram a netfanginu dwc@worldclass.is. Þú gengur frá skráningu með því að senda inn fullt nafn þátttkanda, kennitölu og þann danshóp sem viðkomandi æfir með hjá skólanum.
Skráning stendur til föstudagsins, 27. maí, kl.12.00.
Ef þið hafið einhverjar frekari fyrirspurnir eða vantar nánari upplýsingar þá getið þið endilega haft samband við starfsmenn skólans á netfangið, dwc@worldclass.is.
Hlökkum til að sja sem flesta!
Frí á Uppstigningardag!
Á fimmtudaginn kemur, 5. maí, er Uppstigningardagur og falla því allir danstímar niður þann daginn. Enginn danstími mun fara fram samkvæmt stundaskrá.
Uppstigningardagur er almennur frídagur nemenda í skólum og þar af leiðandi fer kennsla ekki fram í dansskólanum.
Vornámskeið hefst á morgun!
Vornámskeið hefst á morgun, mánudaginn 2. maí. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt dansnám tvisvar og/eða þrisvar í viku. Einnig gefst nemendum í framhaldshópum kostur á að stunda dansnám með fleiri en einum danshóp og geta þá sótt danstíma allt að sex sinnum í viku. Þetta er frábær þróun og erum við spennt yfir því að geta boðið upp á þennan valmöguleika.
Nýjun á námskeiðinu er sú að nú geta ungu dansararnir okkar í danshópum 7-9 ára einnig sótt valtíma á föstudögum. Mikill áhugi er fyrir því og nú getum við loksins boðið upp á það.
Skipulag á önninni er með þeim hætti að kennarar munum færa sig á milli danshópa og taka sérstaklega fyrir þá dansstíla sem þeir sérhæfa sig í. Með þeim hætti aukum við fjölhæfni dansaranna okkar þar sem þeir fá dýpri skilning og kennslu í einstaka dansstílum.
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðu.
Við minnum á opna prufutíma fyrstu vikuna og hlökkum til að dansa með ykkur! Allir velkomnir.
Yngsti danshópur skólans stofnaður
Það gleður okkur að tilkynna að við munum stofna yngsta danshóp skólans á vornámskeiðinu í maí mánuði. Ástæðan er einföld. Þvílíkur uppgangur hefur verið í yngri danshópum skólans að undanförnu og það viljum við ýta undir. Danshópurinn er ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára. Dansprufur munu fara fram laugardaginn 28. maí og verður það auglýst síðar.
Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og erum ekkert smá stolt af því að geta ráðist í þetta verkefni með öllum þessum hæfileikabúntum.
Eingöngu nemendur sem eru skráðir á vornámskeið hafa kost á því að sækja dansprufurnar og freista þess að verða hluti af danshópnum.
PRUFUTÍMAR FYRSTU VIKUNA!
Vornámskeið hefst mánudaginn 2.maí. Námskeiðið spannar sex vikur og fer kennsla fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt danstíma allt að fimm sinnum í viku. Í boði eru skipulagðir danstímar 2x og 3x í viku fyrir hvern danshóp með valtímum.
PRUFUTÍMAR
Fríir prufutímar fara fram fyrstu vikuna og er öllum frjálst að mæta. Við hvetjum alla til þess að koma og prófa danstíma hjá skólanum. Við bjóðum upp á framsækið og metnaðarfullt dansnám fyrir allan aldur og hlökkum til að sjá ný andlit í tímum og stækka dansfjölskylduna okkar enn frekar.
STUNDASKRÁ
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðunni.
Hlökkum til að sjá þig í tíma 🙂
SKRÁNING ER HAFIN
Skráning er nú formlega hafin á vornámskeið skólans. Fer skráning fram hér á heimasíðu undir „skráning“ og í s.553 0000. Allar upplýsingar er að finna hér að neðan.
VORNÁMSKEIÐ 2. MAÍ – 10. JÚNÍ
6 vikur með mismunandi kennurum.
Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús.
Dansstílar : Jazz, Jazz Funk, Nútímadans, Lyrical, Módern og Commercial dansar.
Vornámskeið skólans hefst 2. maí. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Nemendur geta sótt danstíma tvisvar eða þrisvar í viku. Nemendum stendur einnig til boða að sækja danstíma í fleiri en einum danshóp og geta sótt tíma allt að sjö sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma.
Skipulag námskeiðsins
Hver danshópur fær tvo kennara á meðan á námskeiðinu stendur. Hvor kennari tekur fyrir ákveðinn dansstíl sem hann sérhæfir sig í. Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma.
Valtímar
Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum).
Frístundakort
Ekki er hægt að nýta frístundastyrk upp í námskeiðsverð þar sem námskeið uppfyllir ekki kröfur um lengd námskeiðs til styrkveitingar. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur til þess að styrkveiting geti farið fram.