Aladdin þema á vorsýningu skólans!

Þema á nemendasýningu skólans hefur nú verið tilkynnt en í ár verður sýningin byggð á ævintýrum Aladdin. Er þetta þriðja árið í röð þar sem ákveðið hefur verið að byggja sýninguna á einni af vinsælustu teiknimyndum Disney samsteypunnar. Sýningin spannar allt frá grimmum og illum töfrabrögðum Jafar til gleðidansa andans blá sem öllum ætti að vera kunnugur. Aladdin sjálfur spilar að sjálsögðu stórt hlutverk með fjölbreyttum og skemmtilegum uppátækjum sínum í von um að vinna hjarta Jasmín prinsessu. Mikið verður lagt upp úr upplifun áhorfenda og sjónarspili leikhússins. Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju.

Skólinn hefur tekið stóran vaxtarkipp að undanförnu og því ber að fagna. Þar af leiðandi eru sýningardagarnir tveir í ár en það eru:

Laugardagurinn 2. apríl og mánudagurinn 4. apríl.

Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins og sýna listir sínar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

Danshópum verður skipt niður á sýningardaga en nemendur í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi sýna á fyrr sýningu sem fer fram laugardaginn 2. apríl. Nemendur í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi sýna á seinni sýningu sem fer fram mánudaginn 4. apríl.

Kennarar hafa strax hafist handa við undirbúning á sýningunni og erum við spennt að hefja æfingar með nemendum þegar líður á önnina.

Frábærar dansprufur um helgina

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fóru fram um helgina. Yfir 100 nemendur mættu og spreyttu sig í prufunum og létu hæfileikarnir ekki á sér standa. Dómnefnd var skipuð kennurum skólans og áttu þeir í fullu fangi með að skera niður í hópnum. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, alhæfði eftir prufurnar að þetta hafi verið mjög erfitt val og að gæðin í prufunum hafi aldrei verið meiri. Nemendur eru greinilega að ná miklum framförum með sínum danshópum og hrósaði hún nemendum hástert fyrir metnaðinn sem þeir sýndu í prufunum.

Það var sérstaklega skemmtilegt fyrir kennara að sjá samstöðuna sem ríkti yfir daginn í hópnum. Allir nemendur voru einbeittir en voru alltaf tilbúnir í að hvetja samnemendur sína áfram til dáða í prufunum. Kennarar skólans leggja mikla áherslu á samstöðu í danstímum og að nemendur læri einnig af samnemendum sínum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá það skila sér í framkomu nemenda gagnvart hver öðrum.

Einungis 14 nemendur komast inn í danshópinn og verður hann tilkynntur í lok vikunnar.

Það er greinilegt að spennandi tímar eru framundan hjá skólanum. Nemendur eru að ná miklum framförum og fjöldinn allur af efnilegum dönsurum eru nú að láta mikið á sér kveða í sínum danshópum. Þessu tökum við fagnandi.

Hér má sjá myndband af nemendum ásamt kennurum í lok dagsins. Stemmningin var gríðarleg og ber myndbandið það svo sannarlega með sér.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video title=“FRÁBÆR STEMMNING“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=ynxMObCpD4M&feature=youtu.be“][/vc_column][/vc_row]

Dansprufur

Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fara fram í dag í World Class í Laugum. Prufurnar hefjast kl.13.30 en eiga nemendur sem hafa skráð sig í prufur að mæta kl.13.00. Yfir 100 nemendur hafa staðfest þátttöku sína og eru kennarar spenntir að sjá nemendur sýna sínar bestu hliðar á dansgólfinu í dag.

Dómnefnd skipa nokkrir af kennurum skólans en það eru þær:
Bergdís Rún Jónasdóttir
Jóna Kristín Benediktsdóttir
Sandra Björg Helgadóttir
Stella Rósenkranz, deildarstjóri

Áætlað er að prufum ljúki kl.16.00.

Hlökkum til að eyða deginum með glæsilegum nemendum skólans.

Uppfærð stundaskrá

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Vorönn hefst í næstu viku og er nú að finna uppfærða stundaskrá hér á heimasíðunni. Valtímar fara eingöngu fram á föstudögum á öllum kennslustöðum. Kennsla fer fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu en það er í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.

Við vekjum athygli á smá tilfærlsum á nokkrum tímum þar sem danstímum hefur verið hliðrað um 5 til 10 mínútur í sumum tilfellum.

[/vc_column_text][vc_single_image image=“3899″ img_link_target=“_self“ title=“Stundaskrá 2016″ img_size=“3013×2140″][/vc_column][/vc_row]

Rafræn skráning loksins virk!

Það gleður okkur að tilkynna að loksins getum við boðið upp á rafræna ráðstöfun frístundastyrkja. Auk þess er skráningarkerfi okkar komið í lag og því er nú hægt að ganga frá skráningum í alla hópa rafrænt hér á heimasíðunni okkar undir, Skráning. Varðandi rástöfun frístundastyrkja þá er allar upplýsingar að finna hér að neðan.

REYKJAVÍK – KÓPAVOGUR – MOSFELLSBÆR

Hér eftir fara foreldrar inn á síðuna, worldclass.felog.is, ef nýta á frístundakort til þess að greiða fyrir dansnámið og ganga frá skráningu í leiðinni. Einnig skal fara inn á þessa síðu ef óskað er eftir að dreifa greiðslum á námskeiði þó ekki sé verið að nýta styrkinn. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt.

SELTJARNARNES

Styrkveiting Seltjarnarness felst í endurgreiðslu gegn framvísun nótu frá dansskólanum. Foreldrar biðja því um nótu þegar gengið er frá skráningu í dansnám hjá skólanum. Foreldrar þurfa að greiða fyrir námskeiðið á fullu við skráningu og framvísa síðan greiðslukvittun til endurgreiðslu. Seltjarnarnes er að taka upp sama kerfi og önnur bæjarfélög og er von á því seinna á þessu ári.

HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR

Nemendur úr Garðabæ og Hafnarfirði geta framvísað greiðslukvittun á bæjarskrifstofum gegn endurgreiðslu hvatapeninga í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

GREIÐSLUDREIFING
Ef óskað er eftir greiðsludreifingu þá er einnig hægt að framkvæma hana á sömu slóð, worldclass.felog.is. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt og gengurðu frá skráningu samhliða skiptingunni greiðslu á vefslóðinni sem við gáfum upp.

Skráning í fullum gangi


Skráning á vorönn 2016 er nú í fullum gangi á heimasíðu skólans. Skráningarsíðan er nú loksins komin í lag og því ekkert til fyrirstöðu en að tryggja sér pláss í dansnám á vorönn. Dansskólinn býður upp á metnaðarfullt og framsækið dansnám fyrir allan aldur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skólinn er leiðandi í íslenskri danssenu og er jafnframt annar stærsti í Reykjavík. Kynntu þér stundaskrána okkar hér á heimasíðunni og kynntu þér fjölbreytta dagskrá.

Vorönn lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 2. apríl.

Vertu með okkur árið 2016 og skráðu þig á heimasíðu.

Öllum fyrirspurnum er svarað á netfanginu dwc@worldclass.is.

Jólakortin komin

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólakortin okkar eru komin hér á heimasíðuna og á Facebook síðu skólans. Allir nemendur sem stunduðu dansnám hjá skólanum á haustönn 2015 fóru í myndatöku með danshópum sínum á meðan á jólasýningunni stóð í Austurbæ.

Takk fyrir frábæra haustönn og við hlökkum til að dansa með ykkur á nýju ári!

Gleðileg jól!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3841,3840,3839,3838,3837,3836,3835,3834,3833,3832,3831,3830,3829,3828,3827,3823,3824,3825,3826,3822″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2015″][/vc_column][/vc_row]

Forskráning hafin!

Skráning er nú hafin á vorönn hjá skólanum en hún hefst mánudaginn 11. janúar. Vorönn spannar 12 vikur og lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok annarinnar.

Skipulag á vorönn er með öðrum hætti en á haustönn en þá er fastur kennari á hverjum danshóp allan tímann.

Valtímar eru í boði fyrir alla danshópa 10-12 ára og eldri. Þeir fara fram á föstudögum í öllum stöðvum. Við hvetjum nemendur eindregið til þess að sækja valtíma og bæta við sig þriðja danstímanum í viku. Við sáum gífurlegar framfarir hjá þeim nemendum sem sóttu valtíma á haustönn. En áhersluatriði valtíma er á tækniæfingar tengdar ákveðnum dansstílum, vöðvarstjórnun, teygjur og acro (acrobatics). Það eru fimleikafingar/trikk sem gjarnan er notað í dansrútínum í öllum dansstílum, t.d. afturábakbrú, handahlaup með og án handa og svo framvegis.

SKRÁNING
Skráning er hafin á heimasíðu skólans en beinan link er að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/
*ATH! Ekki er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu ef nýta á frístundastyrk frá sínu sveitafélagi.
Þeir sem ætla ekki að nýta frístundastyrk geta strax gengið frá skráningu í gegnum heimasíðu.
Við biðjum ykkur að passa að setja inn rétt símanúmer og netföng þegar þið gangið frá skráningu upp á upplýsingaflæði á vorönn.

JÓLATILBOÐ
Sérstakt jólatilboð gildir fram til 24. desember en með því veitist 10% afsláttur af námskeiðsverði. Við hvetjum ykkur endilega til þess að nýta ykkur það.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Til þess að nýta þér frístundastyrk frá þínu sveitafélagi þarf að koma við í næstu afgreiðslu World Class og fylla út umsóknarpappíra. Þar með ertu búin/n að tryggja þér pláss í viðkomandi danshópnum. Styrknum er síðan hægt að ráðstafa strax eftir áramót en þá opna sveitafélögin fyrir styrkveitingar fyrir árið 2016.

TAKMARKAÐ PLÁSS
Minnum á að um takmarkað pláss er að ræða í danshópana og hvetjum við ykkur til að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur lendi ekki á biðlista.

Við hlökkum til að sjá nemendur okkar aftur á vorönn 🙂

Skráning hefst á morgun

Skráning á vorönn hefst á morgun, fimmtudaginn 10. desember. Við bjóðum upp á sérstakt jólatilboð en með því veitist 10% afsláttur af verði í dansnám hjá skólanum. Jólatilboð gildir til 24. desember.

Jólasýningin komin á YouTube

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning skólans er nú komin á YouTube rás okkar. Rásin okkar heitir, dansstudiowc, en atriðin er hægt að finna beint með því að slá inn leitarorðin: „Jólasýning Dansstúdíó World Class 2015“. Öll atriði frá báðum sýningum er þar að finna og hvetjum við ykkur eindregið til þess að finna ykkar atriði.

Fleiri ljósmyndir frá sýningunni verður að finna á heimasíðu skólans eftir helgi.