Skipting danshópa á nemendasýningu

 Miðasala á nemendasýningu skólans er hafin á midi.is og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000. Eins og áður hefur fram komið þá er um að ræða þrjár sýningar, kl.16.00 / 17.30 og 19.00.

Skipting danshópa á sýningar er eftirfarandi:
Sýning 1 (kl.16.00)

Barnadanshópur Laugar
7-9 ára Ögurhvarf
10-12 ára Mosfellsbær II (danshópur æfir á þriðjudögum og fimmtudögum)
10-12 ára Ögurhvarf I
10-12 ára Egilshöll I (danshópur æfiar á mánudögum og miðvikudögum)
Allir danshópar 13 ára og eldri

Sýning 2 (kl.17.30)
7-9 ára Mosfellsbær
10-12 ára Mosfellbær I (danshópur æfir á mánudögum og miðvikudögum)
7-9 ára Laugar
10-12 ára Ögurhvarf II
10-12 ára Laugar
Allir danshópar 13 ára og eldri

Sýning 3 (kl.19.00)
7-9 ára Seltjarnarnes
7-9 ára Egishöll
10-12 ára Seltjarnarnes
10-12 ára Egilshöll II (danshópur æfir á þriðjudögum og fimmtudögum)
Allir danshópar 13 ára og eldri

Samkvæmt reglum Borgarleikhússins er selt inn í öll sæti óháð aldri. Þá leyfist einungis einn í hvert sæti og því má ekki sitja undir ungum börnum samkvæmt reglum Brunavarnareftirlitsins. Þetta skipulag á við um allar danssýningar og barnasýningar. Miðaverð á nemendasýningu skólans er 2.400 kr.

ALLAR DANSÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG

Okkur þykir miður að þurfa að tilkynna að allar dansæfingar falla niður í dag, þriðjudag, vegna veðurs. Þessi ákvörðun er tekin út frá yfirlýsingu yfirlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitar um óveðrið sem stendur yfir. Öryggi nemenda okkar er í fyrirrúmi.
Engir danstímar fara fram í dag samkvæmt stundatöflu hvorki hjá yngri né eldri hópum skólans.
Við munum þurfa að bæta inn aukaæfingu þar sem undirbúningum nemendasýningar er í hámarki þessa dagana. Það er skipulag sem við munum leggjast yfir núna og munum setja okkur í samband við ykkur aftur þegar það er komið á hreint.

Síðasta sýning Saturday Night Fever

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Saturday Night Fever er glæsileg sýning sem Verzunarskóli Íslands setur upp í ár og að sjálfsögðu erum við stolt að eiga fullt af flottum dönsurum, sem sýna sínar allra bestu hliðar, á diskógólfi sýningarinnar. Fjölmennasti hópur skólans er 16 plús danshópurinn í Laugum en þar eru 70 nemendur saman komnir tvisvar sinnum í viku og gefa allt sitt í dansinn. Stór hluti af þeim eru nemendur í Verzlunarskólanum og taka þátt í þessari uppsetningu skólans. Sýningunni er leikstýrt af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og handritið er skrifað af sjónvarpsstjörnunni og skemmtikraftinum Birni Braga Arnarsyni. Sýningin er bráðskemmtileg og fyndin og hvetjum við nemendur skólans svo sannarlega til þess að nýta tækifærið og sjá síðustu sýninguna í dag. Miðasala fer fram á midi.is.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Dansprufur fara fram í dag!


Það er spennandi dagur í starfi skólans í dag en dansprufur fyrir fyrsta danshóp DWC fara fram í dag. Dansprufur fara fram í World Class í Laugum og hefjast stundvíslega kl.16.00. Áætlað er að prufum ljúki kl.18.00. Yfir 50 nemendur eru nú skráðir í prufurnar og hlökkum við mikið til þess að taka á móti öllum þessum hæfileikaríku dönsurum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prufunum en hefur ekki gengið frá skráningu á tölvupósti þá er hægt að ganga frá skráningu á staðnum. Þú mætir þá kl.16.00 í dag. Aldurstakmark er 13. ára en við gerum undanþágur fyrir nemendur á tólfta ári.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Frábær mæting í tæknitímann í dag

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Opni tæknitíminn fór fram í dag. Þátttakan var vonum framar en 36 nemendur lögðu leið sína í World Class í Kringlunni til þess að bæta sig í tækniæfingum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skólinn býður upp á slíkan tíma en áður fyrr hafa undirtektir ekki verið jafn miklar. Svo virðist sem dansararnir okkar hafi enn meiri metnað og áhuga en áður og eftirspurn hefur svo sannarlega skapast eftir fleiri sérhæfðum danstímum af þessum toga. Við tökum því fagnandi og munum svo sannarlega verða við því.

Danstíminn gekk rosalega vel samkvæmt Thelmu Christel kennara. Hún tók fram að hún hafi fundið fyrir smá stressi hjá sumum nemendum í upphafi tímans og að það sé skiljanlegt. Hún hafi farið hratt yfir í fyrstu áður en hún hægði á kennslunni. Nemendur skólans eru margir hverjir með mismunandi bakgrunn og mis góð tök á tækniæfingum en margir nemendanna hafi komið sjálfum sér á óvart í tímanum. Nemendur réðu við meira en þeir héldu og voru fljótir að leiðrétta þá þætti sem þeir þurftu að bæta við framkvæmd æfinganna. Í lok tímans voru allar æfingarnar bundnar saman í stutta dansrútínu og náðu lang flestir góðum tökum á henni. Einbeitingin leyndi sér ekki allan tímann og andrúmsloftið var frábært.

Við erum hrikalega ánægð að sjá aukinn áhuga fyrir tímum sem þessum og erum stolt af þeim nemendum sem nýttu sér tækifærið til að bæta sig enn frekar. Við erum strax farin að skipuleggja næsta tíma svo fylgist með hér á heimasíðunni og á Facebook síðu skólans.

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2943,2944,2945,2946,2947,2948,2949,2950,2951,2952,2953,2954,2955″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir úr tímanum“][/vc_column][/vc_row]

Opni tæknitíminn fer fram í Kringlunni

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 

Opni tæknitíminn mun fara fram í Kringlunni en ekki í Laugum eins og auglýst hefur verið. Tímasetningin er sú sama, kl.13.00-14.30. Gengið er inn um aðal innganginn á efri hæðinni. Inngangurinn er á hægri hlið World Class (gamla Morgunblaðshúsið) sem snýr að Sjóvá. Keyra þarf upp brekkuna sem liggur á milli þessara tveggja húsa.

Aldurstakmark í tímann er 12. ára en miðað er við árið, þ.e. þeir sem verða tólf ára á árinu. Frítt er inn í tímann og er hann einungis ætlaður nemendum dansskólans.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir dansþyrsta nemendur skólans sem vilja bæta sig í klassískri tækni. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Dansprufur 27. febrúar!


Við erum hrikalega spennt að tilkynna að fyrsti danshópur skólans verður stofnaður á vorönn. Síðustu ár hafa nemendur okkar náð gífurlegum framförum og hefur grunnur í yngri hópum svo sannarlega skilað sér. Það sýnir sig greinilega í unglingahópum skólans í flokki 13-16 ára.

Dansprufur munu fara fram föstudaginn 27. febrúar næst komandi. Með því móti viljum við gefa öllum nemendum okkar á aldrinum 13-16 ára kost á að spreyta sig í prufunum og eiga möguleika á að verða hluti af danshópnum. Allt eru þetta metnaðarfullir dansarar í unglingahópum okkar og hlökkum við til að sjá þau leggja sig fram í prufunum. Við inntöku er horft til getu, metnaðar og tjáningar nemenda. Við leitum að einstaklingum sem geisla af gleði og áhuga, eru einbeittir í að bæta sig og eru gott fordæmi fyrir yngri og eldri dansara skólans.

Hlutverk danshópsins verður að koma fram fyrir hönd skólans og taka þátt í þeim verkefnum sem skólinn stendur fyrir.

Skráning í dansprufur fer fram á netfangi skólans: dwc@worldclass.is. Prufurnar fara fram í World Class í Laugum kl.17.30.

Hlökkum til að sjá alla hæfileikaríku dansarana okkar í prufunum!

Opinn tæknitími á laugardaginn!

Á laugardaginn kemur, þann 21. febrúar, munum við bjóða upp á fyrsta opna danstímann á þessari önn. Dansari er sífellt að vaxa og hvetjum við alla dansarana okkar til að mæta og bæta sig í klassískum tækniæfingum hvort sem það er í pirouette-um, hækka fótlyftur, stökkum eða liðleika. Frítt inn er inn í tímann og er hann eingöngu ætlaður fyrir nemendur skólans. Aldurstakmark 12. ára og fer tíminn fram í World Class í Laugum kl.13.00-14.30.

Uppbygging tímans er góð upphitun, farið yfir tækniæfingar byggðar á balletgrunni, ákveðnar æfingar teknar sérstaklega fyrir og nemendur kynntir ítarlega fyrir þeim æfingum. Tíminn mun svo enda á góðum teygjum.

Ekki láta þennan tíma fram þér fara. Höldum áfram að vaxa, dafna og bæta okkur saman.

Barnadansar í Egilshöll og Laugum

 

Vegna eftirspurnar þá höfum við orðið við óskum viðskiptavina okkar og bætt við danshóp fyrir yngstu danskrúttin okkar í barnadönsum í Egilshöllinni okkar. Barnadansar eru líka kenndir í Laugum og bjóðum við nú upp á fría prufutíma í báðum stöðvum á morgun, laugardaginn  24. janúar.

Fyrstu tímar fóru fram á laugardaginn var en sökum fyrirspurna í vikunni þá höfum við ákveðið að halda úti einum prufutíma til viðbótar þennan laugardaginn.

Solla Stirða kemur og kennir nemendum ofurhetjudans á önninni og nemendur taka einnig þátt í nemendasýningu skólans í Borgarleikhúsinu í lok annar. Það er því nóg um að vera.

Skráðu danskrúttið þitt í prufutíma hjá okkur á netfangið: dwc@worldclass.is.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér á síðunni undir, danstímar.

10-12 ára danshópum í Egilshöll og Ögurhvarfi skipt upp vegna eftirspurnar

Eins og áður hefur fram komið þá fer vorönn vel af stað og það vel fram úr okkar björtustu vonum. Eftirspurn eftir dansnámi hjá skólanum hefur aldrei verið meiri og höfum við núna opnað fyrir biðlista í þá hópa sem nú þegar eru orðnir fullir.

Danshópar 10-12 ára í Ögurhvarfi og Egilshöll eru mjög vinsælir þessa önnina og fór eftirspurn um pláss í danshópunum langt fram úr framboði. Við höfum því þurft að gera viðeigandi ráðstafanir og munum skipta hópunum upp. Skipting á danshóp í Egilshöll hefur nú þegar átt sér stað og fara tímar í þeim aldursflokk nú bæði fram á mánudögum og miðvikudögum kl.15.00-16.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl.16.30-17.30.

Danshópurinn í Ögurhvarfi mun sækja danstíma á morgun, þriðjudag, samkvæmt tímatöflu. Kennari mun þá klára stöðumat á hópnum og munum við setja okkur í samband við foreldra í framhaldinu. Danstímar hjá þessum aldursflokk munu fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum, annar hópurinn kl.15.15-16.15 og hinn hópurinn á núverandi tíma samkvæmt stundatöflu eða kl.16.30-17.30.

Við skiptingu á hópunum er bæði horft til getustigs og félagslegra þátta. Dansinn er félagslegur og munum við að sjálfsögðu horfa til þessa. Ef þú hefur ekki fengið póst frá okkur í kvöld, mánudagskvöld, til upplýsinga um stöðuna þá endilega sendu okkur tölvupóst á netfang okkar, dwc@worldclass.is.